Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1993, Blaðsíða 30

Faxi - 01.09.1993, Blaðsíða 30
Palestínumenn og ísraelir friðmælast 13. september var undirritaður í Washington friðarsáttmáli milli Palestínu- manna og Israela. Samkvæmt samkomu- laginu verður á kerfisbundinn hátt reynt að leysa deilumál þjóðanna á næstu árum. Yasser Arafat, leiðtogi PLO. sagði þjóð sína vona að nú hæfist endalok tímabils þjáninga sem staðið hefði alla þessa öld. Rabin, forsætisráðherra Israels, sagði að nú yrði reynt að binda enda á átökin. Undirskrift sáttmálans fór fram á flötinni framan við Hvíta húsið og var atburðinum sjónvarpað beint um heim allan. Yitzhak Rabin (t.v.) og Yasser Arafat takast í hendur við tilflnningaríka athöfn í Washington í gær þar sem friðarsam- komulag Israela og PLO var undirritað. I fréttaskeytum segir að á stundinni þegar myndin var lekin hafi verið sem klukkan stöðvaðist. Míllí Rabins og Arafats stendur Bill Clinton Bandaríkjaforseti. Sautján ljóðalög eftir Kristin Reyr Sautján Ijóðlalög er heiti á nýjum geisladiski sem út er kominn á vegum höfundar, Kristins Reyrs. Geisladiskurinn hefur að geyma eldri sem nýrri lög höfundar og hefur ekkert þeirra heyrst opinberlega fyrr, en nokkur þeirra verið gefin út í nótnaformi. Jafnframt því að vera höfundur laganna hefur Kristinn Reyr samið átta Ijóðanna. Hin Ijóðskáldin eru Davíð Stefánsson, Guðmundur Böðvarsson, Jóhann Jónsson, Karl Isfeld, Magnús Asgeirsson, Steinn Steinarr, Theódóra Thoroddsen, Þorsteinn Valdimarsson og Öm Arnarson. Fjöldi þekktra listamanna sér um flutning Ijóðalaganna á þessum nýja geisladiski. Fyrst skal nefna óperusöngvarana Elínu Ósk Óskarsdóttur sópran, Guðmund Sigurðsson tenór, Signýju Sæmundsdóttur sópran, Sigurð S. Steinsgrímsson bassa, Þorgeir Andrésson tenór og Þóru Einars- dóttur sópran. Einnig prýða flutninginn karlaraddir úr Skagfirzku söngsveitinni. Píanóleikarar eru þau Anna Guðný Guð- mundsdóttir, Gróa Hreinsdóttir, Hólmfríður Sigurðardóttir, Lára S. Rafnsdóttir, Ólafur Vignir Albertsson og Þóra Fríða Sæmundsdóttir. Sellóleikari er Oliver Kentish. Carl Billich og Eyþór Þorláksson útsettu lögin. Björgvin Þ. Valdimarsson tónlistar- kennari var höfundi til aðstoðar við val laga og flytjenda, auk þess sem hann hafði umsjón með upptökum og útgáfu geisla- disksins. Hljóðritun Ijóðalaganna fór fram í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði í maí 1993 og um upptöku þeirra sá Halldór Víkingsson. Lítlill bæklingur fylgir geisladisknum og het'ur hann m.a. að geyma öll söngljóðin geisladiskur og prentun: Nimbus og Prisma sá um filmuvinnslu. Dreifing í síma 10258. Kristinn Reyr hefur lengi fengist við tónsmíðar og hafa mörg laga hans ver flutt opinberlega, ýmist á hljómplötum eða í útvarpi. Meðal þeirra sm fleistir þekkja er Amorella setn Haukur Morthens gerði víðfrægt á sínum tíma, bæði hér á landi og í Danmörku. En auk þessa hafa Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Guðrún Tómas- dóttir og fleiri listamenn flutt lög höfundar í gegnum tíðina. Gefnar hafa verið út fjölmargar nótnabækur með lögum og Ijóðum Kristins Reyrs og einnig má nefna ritverkið Leikrit og Ijóð, auk nýrri Ijóðabóka. Leikrit hans liafa verið flutt á sviði, í útvarpi og sjón- varpi. Kynlíf og hreyfihömlun Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, heldur námskeið um kynlíf og hreyfi- hömlun dagana, 27. og 28. nóvember næst- komandi. Fjallað verður um tengsl fötlunar við tilfinningalíf og sjálfsmynd, samlífsvanda- mál, líkamlega áhrif fötlunar á kynlíf, getnaðarvarnir og kynsjúkdóma, hjálpar- læki kynlífsins o.fl. Einnig verður boðið upp á hópefli. Námskeiðið skiptist í fyrir- lestra og hópstafl'. Námskeiðið er ætlað hreyfihömluðu fólki. Makar/sambýlisfólk er einnig vel- komið. Meðal fyrirlesara eru Einar Hjörleifsson, sálfræðingur, Erla Jónsdóttir félagsráðgjafi, Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, hjúkrunar- og kynfræðingur og Rannveig Pálsdóttir lækn- ir. Hreyfihamlaðir einstaklingar fjalla um viðhorf til náinna samskipta og kynlífs. Námskeiðið verður haldið í húsnæði Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykja- dal í Mosfellssveit. Námskeiðsgjaldi verður stillt í hóf og þátttakendur utan Stór-Reykjavíkur- svæðisins eru styrktir til þátttöku. Tilkynnið þátttöku fyrir mánudaginn 15. nóvember til Lilju Þorgeirsdóttur, félags- málafulltrúa Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra í síma 91-29133. Þar fást einnig nánari upplýsingar um námskeiðið. BRÓÐURÞEL VORT Til sœlueyja svífum vér ú burt á sama tíma er hvorki vott né þurrt í búðum eða á borði flóttamanns en blóð og lík sem náðarmeðul hans. s I œðri sölum eru veizluhöld og átvögl svo sem kelturakkafjöld og menn sem éta meira en yfir sig unz maginn ríður heilsunni á slig. Úr austri og vestri andar köldu á ný en atómsprengjumfjölgað samkvœmt því að Surtarlogi svelgi allt um kring og signi að lokum heimsins tortíming. Svo hermdu fregnir helzt á vorri tíð af hjálprœði til bjargar þjáðum lýð og rymja enn þótt rofað hqfi til og reiðarslagi frestað oss í vil. En œðrulaus með árdagsroða á kinn að aftni snýst hún Jörð um möndul sinn. 158 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.