Faxi

Årgang

Faxi - 01.09.1993, Side 23

Faxi - 01.09.1993, Side 23
að renna saman, svokallaðar vetnissprengjur byggja á slíku ferli. En þá renna saman vetnisagnir og mynda helíum. Hitinn sem myndast í vetnissprengjunum er gífurlegur eða u.þ.b. 10-15 milljón gráður. Orkan sem myndast við sprenginguna er nær öll fólgin í hitanum og því er hann svo hár. Sólin okkar er nefnilega eitt risavaxið kjarnorkuver er byggir á nýtingu vetnissamruna, eins og hann mætti heita. Eldsneytið er auðvitað sótt í vetni sólar. En aldsneytið er ekki óþrjótandi. Eg minntist á það í greininni um Aldur heims að sólkerfið væri um 5 milljarða ára gamalt og ef til vill er sólin lítið eitt eldri, miðað við það hefur hún eldsneyti lil næstu 5 milljarð ára. Samt brennir sólin gífurlegu magni vetnis á hveiTÍ sekúndu. hugum aðeins að þeim áhugaverðu tölum. Vetni er mjög létt efni, á meðan einn lítri af vatni vegum I kg vegur sami lítri vetnis ekki nema um 0,1 gramm, svo ef við fylltum 5m3 steypubil af vetni þá tæki hann ekki nema nema hált't kíló af vetni. Samt sem áður brennir sólin um 564,5 milljón tonnum at' vetni á hveiri sekúndu, ég þori ekki að hugsa til þess hve við þyrftum marga steypubíla á hverri sekúndu til að bera allt þetta vetni, etida má eyða síðkvöldum í þarfari verk. Þegar ég tala um að einn lítri af vetni vegi 0,1 gramm þá er miðað við 20°C hita og staðalþrýsting (1013mr). Ef vetni er kælt mikið niður þá verður það að vökva og þar af leiðandi þéttara í sér og tekur minna pláss, ég minnist á þetta hér því í öðru Stjarnan Síríus og hvíti dvergurinn sem henni fylgir. Síríus er einhver bjartasta stjarnan á himinhvolfinu, hún er í raun tvístirni, ef myndin prentast vel má sjá hvíta dverginn og ef við hugsum Síríus sem klukku þá er hvíti dvergurinn við tölustafmn 5. Ólgandi yfirborð sólar myndað með sérstakri Ijósmyndatækni. Svo segjum við að sólin sé slétt. samhengi hefur vetni komið við sögu hér á landi í tengslum við hugsanlega vetnisframleiðslu. Sú framleiðsla á ekkert skylt við kjarnorku þó ætlunin sé að framleiða rafmagn. Hins vegar til að vetnið verði meðfærilegt þarf að geyma það við mikinn þrýsting og kulda. Af þeim sökum þarf alveg sérstaklega útbúnar dælustöðvar, ef vetni á að nýtast sem eldsneyti. Sólin á því nokkra lífdaga fyrir höndum og sú spurning vaknar hvernig dauðastnð hennar mun verða. Enginn veit það með vissu, en með því að horfa á sólir í hinum stóra heimi má sjá hvernig atburðarásin er þar. Allar líkur benda til að þegar vetnið verði uppurið þá brenni sólin þyngri efnum í sama tilgangi og vetni. Kjarnahvörf með þyngri og stærri efnum taka miklu mun meira pláss en þegar vetni er brennt svo sólin ætti að þenjast út og verða rauður risi, eins og þeir eru kallaðir. Hún mun þenjast svo mikið út - um hundraðfalt - að hún gleypir innstu reikistjörnurnar, sennilegast Jörðina ásamt Merkúr og Venus. Að lokum er þó allt eldsneyti uppurið og sólin fellur saman í það sem kallaðir eru hvítir dvergar. Sólin okkar er meðalsól sé litið til jiess heims sem okkur er kunnur, margar sólir eru miklu stærri og sumai' margfallt stærri. Endalok slíkra sóla geta orðið nokkuð önnur en sólarinnar okkar. Sumar eru nógu massamiklar að þær springa hreinlega í stað þess að þenjast út og falla saman. Slíkar sprengistjörnur eru kallaðar nóvur eða súpernóvur. Þær eru yfirleitt efniviður í nýjar sólir og sólkerfi. Þannig hefur okkar sól líklega orðið til í fymdinni, við endalok sprengistjörnu. Leifamar hafa myndað ský eða þyrpingu rykagna, sem smám saman þéttust og mynduðu að lokum sólkerfið. Þannig tekur ein sólarsagan við af annani. Nýjar, viðburðairíkar og furðulegar sögur og sennilega lítt trúlegar. Agúst Asgeirsson. Agúst var einnig Iwfiindur greinarinnar Aldur lieiins er setning manns í4. tbL FAXI 151

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.