Faxi - 01.09.1993, Síða 8
Bókmeimtakymimg í
Bókasaiiii Iíeílavíkiii*
Hið nýja húsnæði Bókasafns Keflavíkur hefur verið úbúið þannig, að þar er ágæt
aðstaða til að halda bókmenntakynningar og hvers konar uppákomur af listrænu tagi.
Það fór vel á því, að það voru verk Hilmars Jónssonar , fyrrverandi bókavarðar, sem
þar voru fyrst kynnt og fór sú kynning fram sunnudaginn 10. október að viðstöddum
Ijölda áheyrenda. Það var Leiktelag Kellavíkur sem sá um þessa kynningu og tóku þar
þátt fjölmargir félagar þess. Kynnir var Þór Helgason. Formaður LK, Guðný
Kristjánsdóttir, afhenti Hilmari skjal til vitnis um að hann hefði verið kjörinn
heiðursfélagi í leikfélaginu. Hilmar las að lokum tvö Ijóð. Að kynningunni lokinni
bauð leikfélagið öllum viðstöddum til kaffiveitinga í hinu nýja kaffihúsi sem er við
hliðina á bókasafninu. Magnús Gíslason flutti yfirlit um verk og störf Hilmars og var
það listilega gert. Auk þess sem Hilmar hefur starfað við Bókasafn Keflavíkur í 35 tír,
þá hefur hann látið til sín taka á tjölmörgum sviðum. Má það til nefna, ritstörf, leiklist,
bindindis- og æskulýðsmál og íþróttir. Fer erindi Magnúsar hér á eftir.
INNRITUN
ÁVORÖNN 1994
Umsóknir nýnema eða þeirra, sem hefja
vilja nám að loknu hléi, skulu hafa borist
skrifstofu skólans í síðasta lagi 20.
nóvember n.k.
Allar hefðbundnar námsbrautir eru opnar.
Sérstaklega er vakin athygli á að laus eru
sæti á námsbraut SJÚKRALIÐA og
VÉLAVARÐA.
Skólameistari.
Erindi um Hilmar
Jónsson. bókavörð
Keílavík 10. okt. 1993
Góðir tilheyrendur
Mér vafðist dálítið tunga um tönn, þegar
þess var óskað, að ég kynnti Hilmar Jónsson
rithöfund á þessari bókmenntakynningu, sem
helguð er verkum hans. Einhvern veginn
fannst mér Hilmar svo þekktur á meðal Suður-
nesjamanna, bæði sem bókavörður og
rithöfundur, að þar gæti ég litlu við bætl. Og
ég held að ég hafi nokkuð til rníns máls í þeim
efnum. Það er há tala fólks sem hefur ált
samskipti við Hilmar í bókasafninu í gegnum
tíðina og lesið hvað liann hefur skrifað og
skrafað í nærri fjóra áratugi.
Eftir dálitla umhugsun, hvort ég ætti að
freista þess að fjalla um Hilmar, Iét ég slag
standa, að draga saman helstu atriðin um æli
hans og störf, mér og öðmm til upprifjunar, -
og þá er best að snúa sér að efninu.
Hilmar Guðlaugur Jónsson kom í þennan
heim 12. maí, 1932, í Fögmhlíð í Jökulsárhlíð
í Norður-Múlasýslu, en fluttist til Keflavíkur,
árið 1945, með foreldmm sínum. Hilrnar hóf
nám í Menntaskóla Reykjavíkur, árið 1948, en
hvarf frá námi þremur árum síðar, vegna
heilsubrests. Hann hafði þó ekki sagt alveg
skilið við menntagyðjuna. því svo fljótt sem
hann hresstist, eða árið 1954, hélt hann að
hætti margra ungra manna erlendis, - nánar
tiltekið í Svartaskóla í París. Þar kynnti liann
sér bókmenntir, heimspeki og stjórnmál, í
þeim andlegum hræringum sem efstar vom í
heimsborginni á þeim tíma. Þar hefst í
rauninni rithöfundarferill Hilmars Jónssonar,
því árið 1955 gefur liann út Nýjar hugvekjur
og kom efnið mönnum nokkuð á óvart, en
hefur staðið tímans tönn, því núna eftir 37 ár,
verður varla bent á eina setningu, sem er úrelt
eða fer á skjön við sannleikann og þegar
grannt er skoðað í þetta rit er engu líkara en
Hilmar hafi séð fyrir breytingar þær sem orðið
hafa í Austur-Evrópu á seinustu tímum.
Nokkur ár líða þar til Hilmar kveður sér
hljóðs á ritvellinum, með Rismálum. Að
venju er hann baráttuglaður. Leggur til omstu
við þekktustu rithöfunda þjóðarinnar, sem em
á öndverðum meiði við skoðanir hans í
menningu, stjórnmálum, og bókmenntum,
sem honum vom mjög hugleiknar og lét best
að setja fram í ritgerðarformi.
Næsta bók Hilmars, árið 1965, Ijallar um
Israelsmenn og Islendinga, - þar sem hann
leitast við að rekja saman þætti af sögu
menningu Hebrea og Islendinga. Þar bendir
hann á að margt sé líkt með ýmsum stöðum í
Gamla testamenntinu og stöðum í fombókum
íslendinga, svo líkar séu hugsanir í Síraksbók
og í Hávamálum.
1 bókinni Foringjar falla, árið 1967, söðlar
Hilmar um. Þetta er skáldsaga, - sögusviðið er
Hænuvík (KelJavík), sögð í fyrstu persónu.
Rauði þráðurinn eru ástir sögumanns og
ungrar stúlku, en upp á niilli þeirra kemur
harðvítugur bardagi söguhetjunnar við
andaverur vonskunnar. I lokin stendur
sögumaður einn uppi, en hefur þó von um
framtíðina, sem nýráðinn æskulýðsfulltrúi í
Hilmar og Elísabet
Hænuvík. Söguhetjan er einhverskonar sið-
ferðispostuli, sem endað gæti sem um-
ferðartrúboði.
Bókina „Kannski verður þú“ sendir Hilmar
frá sér árið 1970, þar sem hann setur saman
frásagnir úr eigin æfi og svo líka frænda síns
Runólfs Péturssonar, sem var merkiskall og
glúrinn náungi, sem að Hilmar hefur fengið
margt að láni frá. Drepið er á atvikum úr lífi
skálda og rithöfunda og sú spurning vaknar
við lestur þeirrar bókar, hvers vegna
Neandersdalurinn ræður mestu í bókmenntum,
listum og tjölmiðlun á Islandi. Hilmar leggur
verkefnið í hendur þeim sem vilja glíma við
það.
Eitt frumlegasta verk Hilmars er „Hunda-
byltingin", árið 1976. Hundar á Islandi gera
uppreisn gegn hundabanni og skipun um að
hundar á almannafæri skuli skotnir. Þetta er
gaman- og ýkjusaga og hundar stofna samtök
sér til verndar og leita aðstoðar erlendis frá.
Dragast inn í söguna, hetjur allt frá Rússlandi,
Evrópu og Ameríku. Leiðtoginn, hundurinn
Pjakkur, féll niður um vök á ís, eftir að hafa
bjargað forsætisráðherranum á land. Hann
fórnaði líft sínu, en byltingin heppnast og hætt
var að drepa hunda.
Líklega hefur engin bók Hilmars vakið
meiri athygli samtímans og „Fólk án fatá' sem
hann sendi frá sér árið 1973. Ýmislegt
spaugilegt og alvarlegt gerðist í bæjarlífinu,
sem Hilmari fannst ástæða til að fjalla um á
gantansaman hátl. Þarna kemur fram nýr tónn
í ritstíl Hilmars. Gamanið kárnar að vísu í
bókarlok, þegar atburðarrásin fer að færast inn
á bókasafnið og á málþing rithöfunda.
I greinasafni sem Hiltnar gefur út árið
1977, spannar hann yfir vítt svið. Fjallar um
deilur um úthlutun peninga ríkisins til
rithöfunda. Ástandið á Keflavíkuiflugvelli fær
sinn skammt og bréf er þarna til Úlfars um
herinn. Þama eru líka sett á prent erindi sem
Hilmar flutti í Ríkisúrvarpið, þar sem hann
stingur á kílum þjóðfélagsins, tæpitungulaust.
Aftast í þessari bók eru nokkur athyglisverð
Ijóð, þar sem Hilmar sýnir á sér nýja hlið, en
ekki var vitað fyrr að hann fengist við
ljóðskáldskap.
Hilmar hefur verið mjög gagnrýninn í
136 FAXI