Faxi - 01.09.1993, Qupperneq 10
íþróttamiðstöd
víi»ð í (larðimun
Eins og sjá má, þá cr Iþróttamiðstöðin í Garði glæsilegt mannvirki. Staðsctningin cr góð við barnaskólann um miðbik byggðarinnar. Ljósm. HH.
Laugardagurinn 16. október s.l. var merkisdagur í Gerðahreppi. Þá var vígð ný og
sérlcga glæsileg íþróttamiðstöð að viðstöddu miklu fjölinenni. Má ætla að þar hafi
verið á milli sex og sjöhundruð manns. Flestir voru þeir heimamenn, en auk þess
voru fjölmargir gestir úr nágrannabyggðunum svo og brottfluttnir Garðbúar,
þingmenn og forystumenn úr íþróttahreyfingunni. Iþróttamiðstöðin var vígð með
mikilli viðhöfn og hófst athöfnin með því að gengið var í skrúðgöngu frá íþróttavcllinum
að íþróttamiðstöðinni. Aður en sjálf athöfnin hófst í húsinu, þá lék Lúðrasveit
Tónlistarskólans í Garði fyrir gestina. Það er gaman að rifja það upp hér, að árið 1942
var tekið í notkun íþróttahús við bamaskólann í Garði og var það fyrsta íþróttahúsið
sem byggt var á Suðurnesjum. Nokkuð er langt síðan að það íþróttahús hætti að
fullnægja þörf Garðbúa og er það víst að hins nýja íþróttahúss og sundlaugar hafi verið
beðið með mikilli óþreyju mörg undanfarin ár.
Ávarp Finnboga
Björnssonar oddvita
Finnbogi Björnsson oddviti þeirra
Garðbúa flutti ávarp við upphaf
vígsluhátíðarinnar og sagði hann þar
eftirfarandi: Nú er upp runnin stór og
langþráð stund í sögu Garðmanna. Tekin er
í notkun glæsileg íþróttamiðstöð sem byggð
er af stórhug og býður upp á bestu aðstöðu.
Mikill einhugur hefur ríkt á meðal íbúanna
um framgang verksins. Trú fólksins hefur
verið sú, að þessi íþróttamiðstöð væri sú
framkvæmd sem Garðurinn þarfnaðist helst
nú og yrði hvati að enn betri tilvist og
ánægjuauki Garðmönnum til handa. Engin
ein framkvæmd í sögu byggðarlagsins
síðustu áratugi hefur verið umfangsmeiri og
kostnaðarsamari miðað við tekjur
sveitarsjóðs. Þetta var hreppsnefnd
Gerðahrepps Ijóst er ákvörðun var tekin.
Stórum áfanga er náð. Aldnir sem ungir
hafa beðið þessarar glæstu aðstöðu.
Finnbogi lauk ávarpi sínu með þessum
orðum sem hann beindi til Garðmanna
sérstaklega: Ég veit að ykkur er eins farið
og mér, þegar stolt og gleði yftr góðu verki
fylla hugann. Beinum nú sjónum æsku
Garðsins til þeirra möguleika sem
íþróttamiðstöðin veitir til hollustu og betra
lífs. Til hamingju Garðmenn.
Önnur atriði
vígsluhátíðarinnar
Að loknu ávarpi Finnboga flutti Sigurður
Ingvarsson, formaður byggingarnefndar,
ávarp og sóknarpresturinn.séra Hjörtur
Magni Jóhannsson, blessaði hin glæsilegu
mannvirki. Eftir ávörp gesta, en meðal
þeirra sem til máls tóku var Olafur G.
Einarsson, menntamálaráðherra, tóku við
ýmis íþrótta- og tónlistaratriði og síðan fór
fram sérstök vígsla sundlaugarinnar í umsjá
Félags eldri borgara í Garðinum. Að
þessum atriðum loknum var öllum
viðstöddum boðið upp á kaffi og meðlæti.
Glæislegt mannvirki
Ohætt er að segja að hin nýja
íþróttamiðstöð er hið glæsilegasta
mannvirki. Byggingarnel'nd hússins var
skipuð árið 1990 og eiga sæti í henni
Siguröur Ingvarsson, formaður, Einvarður
Albertsson, Olafur Kjartansson, Sigurður
Gústafsson og Kristjón Guðmannsson.
Hefur nefndin haft með höndum
framkvæmd byggingarinnar á öllum
stigum. Eftir að ákvörðun hafði verið tekin
um stærð og gerð hússins var verkið boðið
út vorið 1992 og þann 1. júní sama ár voru
tilboð opnuð og reyndist tilboð frá Hjalta
Guðmundssyni í Ketlavík hagstæðast. Var
þá gengið til samninga við Hjalta og hófst
verkið með fyrstu skóflustungunni þann 27.
júní. Verkið hefur gengið samkvæmt
áætlun og er bygginganefndin sammála um
að verkið lofi meistarann. Það eru að
sjálfsögðu æði margir sem komið hafa að
byggingu hússins og má meðal þeirra nefna
Arkitekta hf. sem sáu um útlitshönnun,
Verkfræðistofu Suðurnesja hf. sem vann
burðarþol og lagnir og Gísla Eiríksson sem
hannaði raflagnir. Eins og áður sagði var
það Hjalti Guðmundsson í Keflavík sem
var aðalverktaki hússins en meðal
undirverktaka má nefna Skarphéðinn
Skarphéðinsson sem sá um pípulagnir,
Magnús og Ólaf sem önnuðust málningu,
Stefán Jónsson setn annaðist múrverk og
blikksmíði var í höndum Störnubliks. Það
var síðan Nesprýði sem sá um frágang
utanhúss ásamt starfsmönnum hreppsins.
Húsið er svokallað límtrésbogahús og
em límtrésbitarnir framleiddir hjá Límtré hf.
á Flúðum. Húsið er síðan klætt með
einingum sem voru fluttar inn frá
Danmörku. Heildarstærð hússins er um
tvöþúsund fermetrar, en íþróttasalurinn er
sá stærsti hér á Suðurnesjum, eða alls 1153
fermetrar að stærð. Þar eru því fullkomlega
löglegir handbolta- og körfuboltavellir
ásamt einum sex badmintonvöllum. Sæti
eru fyrir 384 áhorfendur og má áætla að á
Formaður bygginganefndarinnar, Sigurður Ingvarsson, var að vonum glaður á
vígsludaginn. Nefndin hefur skilað góðu verki á skömmum tíma og í tilefni dagsins
voru henni og hreppnum færðar ýmsar góðar gjafir. Ljósm. HH.
138 FAXI