Faxi - 01.09.1993, Side 15
bær í framför
Við hjá Faxa
reynum eftir mætti
að fylgjast með því
helsta sem gerist í
sveitaifélögunum á
Suðumesjum. En
svo hratt líður
tíminn, að maður má
hafa sig allan við
svo merkilegir hlutir
fari ekki framhjá
manni. Þvívai'það
að einn góðan
veðurdag fyrir
skömmu var strikið
tekið til Grindavíkur
og fer hér á eftir
frásögn af því sem
fyrir augu og eyru
bar.
Ég hafði haft samband við bæjarstjórann,
Jón Gunnar Stefánsson, og látið hann vita af
♦ör minni. Taldi hann best fara á því, að
hann fengi byggingarfu 11trúa bæjarins, Jón
Sigurðsson, til að fylgja mér um bæinn og
sýna mér það helsta sem markvert væri að
sjá. Væri mér heimilt að mæta á
bæjarskrifstofurnar og ná þar í
leiðsögumanninn. Eftir að ég hafði eytt
lunganum úr deginum með Jóni og fræðst
af honum, þá var ég ekki hissa á þessu vali
bæjarstjórans.
Sundhöll í byggingu
Fyrst skoðuðum við nýja sundhöll sem
er í byggingu á hinu ágæta íþróttasvæði
bæjarins. Er hún staðsett rétt austan við
íþróttahúsið. Framkvæmdir hófust haustið
1992 og reiknað er með að þeim Ijúki í
mars á næsta ári. Hér er um að ræða
sundlaug sem verður 25 metrar á lengd og
121/2 metri á breidd. Þess utan verður
sérstök vaðlaug fyrir börnin,
vatnsrennibraut og heitir pottar. Rúmgott
svæði verður fyrir þá sem vilja stunda
sólböð. Búið er að setja niður laugina, en
hún er byggð upp af dúkklæddum
stálplötum og víu' hún flutt inn frá ltalíu. Þá
er langt komið byggingu sundhallai'hússins
sem rýma skal búningsklefa og annað það
sem tilheyrir starfseminni. Htisið er um 700
fermetrar að stærð og verða búningsklefar
fyrir 2(X) manns. Þar verður einnig gufubað
og í kjallara verður þreksalur. Hönnuður
þessara mannvirkja er Ormar Þór. Er ekki
nokkur vafi á, að sundhöllin verður injög
fallegt og nytsamlegt mannvirki.
Aftur til fortíðar
Að undanfömu hefur verið gert stórátak
hvað varðar frágang og malbikun bílastæða
við íþróttahúsið. En steinsnar frá mátti sjá
forvitnileg mannvirki sem þar hafa verið
reist í sumar. Þeir sem heimsótt hafa
Grindavík að undanförnu hafa efalaust tekið
eftir því að búið er að útbúa n.k. torg á
svæöinu frá kirkjunni og út að
Víkurbrautinni. Auk kirkjunnar eru þarna í
næsta nágrenni hús Landsbankans og
Félagsheimilið Festi. Þetta svæði hefur
verið útbúið á skemmtilegan máta með
hlöðnum grjótgarði, grassvæðum og stórum
gijóthnullungum. Þetta hefur verið gert á
einkai' smekklegan hátt.
En vikjum þá aftur að mannvirkjunum
sem minnst var á áðan. A einum stað á
umræddu svæði gefur að líta hraunnibbu
eina, sem er ca. 4 metrar í þvermál.
Umhverfis nibbuna hefur mönnum dottið í
hug að hlaða upp ýmis konar mannvirkjum
úr hraunhellum og torfi í byggingastíl sem
minnir á gamla tíma. Þessu er best lýst með
þeini tnyndum sem greininni fylgja. Verk
þetta varð víst til í sambandi við
FAXI 143