Faxi - 01.09.1993, Qupperneq 17
Eins og menn hafa fylgst með og kemur rcyndar fram í meðfylgjandi grein, þá hafa ýmsar hugmyndir verið settar á blað um framtíðaruppbyggingu við Bláa lónið. Hér gefur að líta eina þeirra.
Bláa lónið — náttúruperla
Suðurnesja — gerð ai
mannahöndum
Ég ætlaði mér að sjá leik UMFG og KR í
körfunni um kvöldið og því var nú tilvalið
að bregða sér upp í Svartsengi og taka
púlsinn á því sem þar er að gerast. Sem
betur fer var ég með sundskýluna með mér
svo ég notaði tækifærið og brá mér í lónið.
Og ósköp var nú gott að dorma í hlýju
vatninu og finna þreytu dagsins líða úr
skrokknum. Eg spjallaði einnig góða stu’nd
við afgreiðslustúlkuna í nýja baðhúsinu og
hún fræddi mig um margt athyglisvert í
sambandi við heimsóknir manna í lónið.
Bláa lónið er opið frá klukkan tíu á
morgnana til klukkan tíu á kvöldin og er
unnið á tveimur vöktum og er fast starfsfólk
um átta talsins. Um háannatímann hefur
síðan verið bætt við starfsfólki eftir þörfum.
Fastur áfangastaður ferðalanga
Meðan ég var að busla í lóninu, þá kom
þar að gamall kunningi minn með hóp af
sænskum kennurum sem voru þá nýkomnir
til landsins. Var hann hér kominn til að
kynna sér hinn íslenska framhaldsskóla og
þá þróun sem þar á sér stað. I Svíþjóð
standa nú fyrir dyrum miklar breytingar á
þessu skólastigi og munu margir hópar
kennara vera væntanlegir til Islands fram
eftir vetri. Þessi hópur hafði byrjað
Islandsdvölina á heimsókn til
Fjölbrautaskóla Suðurnesja og síðan tók
Bláa lónið við. Flestir í hópnum fóru ofaní
lónið og var gaman að fylgjast með
viðbrögðum fólksins. Var greinilegt á öllu
að lónið og umhverfi þess kom því
gjörsamlega á óvart og lýsingarorðin voru
ekki spöruð eftir stutta viðdvöl í lóninu.
Þeir sem biðu uppá bakkanum höfðu síðan
nóg að gera við að taka myndir af þeim sem
ofaní fóru. Fyrstu kynnin af Islandi líða
þessu fólki örugglega ekki úr minni.
Aðsókn vex stöðugt
Aðsókn að Bláa lóninu hefur farið
stöðugt vaxandi undanfarin ár. Er þess nú
beðið með nokkurri eftirvæntingu að
eitthundraðþúsundasti gesturinn mæti á
staðinn og mun þá liinn sami fá óvæntan
glaðning frá staðnum. Það er í raun
ótrúlegt, hversu gestum lónsins hefur
fjölgað á skömmum tíma. Aðrir
ferðamannastaðir sem hafa náð svipuðum
gestafjölda, t.d. Mývatnssvæðið, hafa náð
því takmarki á mörgum áratugum. Með
þeirri bættu aðstöðu sem nú er komin við
lónið, þá er vel hægt að ímynda sér að
aðsókn geti enn aukist á komandi árum.
í samtali við Kristin Benediktsson
forstöðumann nokkrum dögum síðar kom
fram, að tjölgun gesta hefur verið með
ólíkindum þetta árið. Ekki hef ég í höndum
óyggjandi tölur um aðsókn undanfarin ár,
en þó er talið að mest aðsókn hafi orðið árið
1991 en þá komu 87.571 gestir í baðhúsið.
Það ár var mesta aðsókn í einutn mánuði í
júní, en þá koinu um 17.800 manns.
Kristinn staðfesti að talan 100.(K)0 sæist á
næstu dögum og vel mætti reikna með um
105.000 gestum alls á áiinu. Met aðsókn í
einum mánuði varð í júlí en þá komu
25.000 manns. Þá væri einnig reynt að
fylgjast með tölu þeirra gesta sem aðeins
komu innfyrir til að skoða lónið og væri sá
hópur líklega um 10.000.
Nýja baðhúsið tíl mikill bóta
Það var gott framtak af hálfu
Grindavíkurbæjar að byggja við baðhúsið
nú í sumar. Bæði er aðstaða fyrir gesti og
starfsfólk öll önnur og betri og einnig
skapar hin nýja bygging skjól fyrir
norðannæðingnum sem er svo algengur
þegai' sumarsólin skín á Suðumesjum. Með
tilkomu fleiri búningsklefa er nú hægt að
afgreiða stærri hópa sérstaklega og flýtir
það mjög fyrir og auðveldar fararstjórum að
halda áætlun. Bláa lónið er á góðri leið
með að verða einn af þekktustu
ferðamannastöðum landsins og eitt af því
sem komið hefur í ljós í sumar, er að stór
hluti ferðamanna sem heimsækir lónið
kaupir sér minjagripi. Oft hafa menn velt
því fyrir sér, hvort svokallaðir
„transitfarþegar" gætu notað tímann til að
skoða sig um í nágrenni flugstöðvarinnar,
áður en þeir héldu í næsta flug. Nú er
svarið borðleggjandi, því slíkir ferðamenn
koma stöðugt í Bláa lónið, stundum allt að
50 manns á dag.
Hótelið Bláa lónið ruddi leiðina
Ég fór beint úr lóninu og í kaffisopa hjá
Þórði hótelstjóra á Hótel Blá lónið. Það
þótti manni ævintýri líkast þegar Þórður
fyrir um tíu árum réðst í að reisa hótel á
þessum stað. Sjálfsagt hafa margir talið að
maðurinn væri ekki með réttu ráði. Þá voru
aðeins mjög frumstæðar aðstæður við lónið
og aðsókn lítil og tilviljunarkennd. Þá vissu
menn lítið um lækningamátt lónsins eða
aðra góða eiginleika. En Þórður var
frumkvöðul! og hann sá framtíðina í öðru
Ijósi en flestir aðrir. í byrjun voru 11
herbergi á hótelinu en nú eru þau orðin 23
og eru þau ágætlega útbúin. Einnig má þar
finna heitan pott og gufubað og gestir hafa
aðgang að gerfihnattasjónvarpi. Hótelið
rekur ekki matsölu, en bæði er
matsölustaður við hliðina á hótelinu og
einnig er aðstaða fyrir hendi ef gestir vilja
sjálfir elda sér mat.
FAXI145