Faxi - 01.09.1993, Page 18
Það segir sig síðan sjalft að flestir
gestimir sækja í að baða sig í Bláa lóninu.
Gestir hótelsins koma víða að, þó
Þjóðverjar séu einna fjölmennastir. Þeir
sem einu sinni hafa gist á Jjessum stað
koma gjarnan aftur. Þeir eyða tíma sínum
við að baða sig í lóninu, skoða sig um á
Reykjanesi eða leigja sér bíl og fara í lengri
skoðunarferðir. Að sögn Þórðar virðist
veðrátta ekki skipta mjög miklu máli í huga
gestanna. Þeir hrífast af náttúru landsins og
vilja sjá hana í ýmsum veðrabrigðutn.
Mjiig ítlgengt er að menn dvelji í eina eða
tvær vikur við Bláa lónið.
Við ræddum töluvert um þau
framtíðaráform sem í gangi væru fyrir
svæðið við Bláa lónið, sérstaklega hvað
varðar Heilsufélagið. Taldi Þórður áfram
verða þörf fyrir hans hótel, þótt reist yrði
stórt og mikið heilsuhótel. Öll starfsemi
þrillst mikið betur, ef menn gætu valið milli
fleiri kosta. Að lokum taldi Þórður að það
myndi auka mikilvægi svæðisins að leggja
bundið slitlag á veginn milli Grindavíkur og
Þorlákshafnar. Vonandi rætast þær vonir
sem menn gera sér um framtíð svæðisins og
að menn vinni að því í sátt og samlyndi.
Heilsufélagið:
Þróun meðferðarþjónustu
við Bláa lónið
HBL hefur unnið markvisst að undir-
búningsstarfi til að unnt væri að hefja
markaðssetningu ferða fyrir erlenda
psoriasisskjúklinga til meðferðardvalar við
Bláa lónið og einnig að skapa aðstöðu fyrir
íslenska psoriasissjúklinga til að nýta
lækningamátt Bláa lónsins í baráttunni við
sjúkdóm sinn.
Félagið hefur stutt vísindarannsóknir
Bláalónsnefndar heilbrigðisráðuneytisins,
en á vegum nefndarinnar og sérfræðinga
hennar dviildu 30 Þjóðverjar til meðferðar
vegna psoriasis í Bláa lóninu um 3ja vikna
skeið (ágúst í fyrra.
Meðferð þeirra var eingöngu fólgin í
böðun í lóninu. Niðurstöður af þessari
einföldu meðferð voru mjög uppörvandi, en
í Ijós hefur komið að lífríki Bláa lónsins er
einstakt í veröldinni en það er talið hafa
jákvæð áhrif á húð sjúklinganna.
Nú um miðjan ágúst kom til landsins
Itópur 23 Þjóðverja á vegunt
Bláalónsnefndarinnar, sem dvaldi við
böðun og Ijósameðferð í Bláa lóninu í 4
vikur.
Eru menn fullvissir um að þessi
samsetning meðferðar þ.e. böðun í Bláa
lóninu og Ijósameðferð í sérstökum
meðferðarlömpum, þar sem sjúklingar fá
geislun frá 30 sek. upp í 3 mínútur verði
mjög árangursrík og gefi Bláa lóninu
einstaka sérstöðu. Geta má þess að
meðferðarlampinn sem notaður er við Bláa
lónið er íslensk smíð, þannig að segja má
með sanni að þar sé verið að veita
alíslenska meðferð við psoriasis.
Ferðir þessara tveggja hópa til Islands
hafa verið skipulagðar i' samvinnu við
Flugleiðir og samstarfsaðila HBL í
Þýskalandi, en þessi aðili sérhæfir sig í
lækningaferðum fyrir þýska
psoriasissjúklinga og er stærstur á þessum
sérhæfða markaði í Þýskalandi.
Innra skipulag er nauðsynlegt til að geta
þróað þessa vöru og hefur HBL nú reist
veglega meðferðaraðstöðu við Bláa lónið
sem eingöngu er ætluð einstaklingum með
psoriasis, innlendum og erlendum.
Heildartlatannál þessarar aðstöðu er 250
fm með öllum nauðsynlegum
meðferðarbúnaði (sérstakri Bláa lónslaug,
Ijósaskápum o.li.) ásamt aðstöðu fyrir
lækna og hjúkrunarfólk og hvfldaraðstöðu
fyrir gesti.
Þannig er um hnúta búið að meðferðar-
gestir geti dvalið daglangt í þessari aðstöðu
til meðhiindlunar á sínum sjúkdómi. Þetta
gefur sveigjanleika hvað varðar gistingu, en
hugsanlegt er að gistiaðstaða sumra
meðferðargesta yrði annars staðar en við
lónið.
Kynningarátak erlendis
I framhaldi af rannsókn Bláa
lónsnefndarinnar, sem lauk í september er
HBL að undirbúa markaðsátak til að kynna
meðferðarþjónustu við Bláa lónið fyrir
erlendum psoriasissjúklingum.
Mun félagið einbeita sér að
þýskumælandi löndum meginlands Evrópu,
sérstaklega Þýskalandi, og Norðurlöndum,
sérstaklega Danmörku.
Astæður þessa em, að þýskir sjúkrasjóðir
og dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa stutt
psoriasissjúklinga í þessum löndum til
meðferða við Dauðahafið í Israel en HBL
hefur í undirbúningsstarfi sínu tekið nokkuð
mið af eftirspurn og uppbyggingu
lækningaferða þangað.
Mun félagið vinna með samstarfsaðila
sínum í Þýskalandi við þetta markaðsátak
þar og íslenskum aðila í ferðaþjónustu í
Danmörku sem hefur unnið braut-
ryðjendastarf þar við kynningu á Bláa
lóninu til meðferða við psoriasis.
Einnig hefur HBL átt mjög gott samstarf
við Samtök íslenskra psoriasissjúklinga
(SPOEX) og mun í samvinnu við samtökin
standa fyrir kynningum á Bláa lóninu sem
meðferðarvalkosti í psoriasis á norrænu
þingi samtaka psoriasissjúklinga og einnig á
ársfundi samtaka þýskra psoriasissjúklinga
nú í haust.
Kynningarátakið mun annars vegar
beinast að því að vekja áhuga og fá
psoriasissjúklinga frá þessum löndum til að
koma til íslands til meðferðar og hins vegar
að því að kynna sjúkrasjóðum og
heiIbrigðisyfirvöldum kosti „íslensku
meðferðarinnar" við psoriasis og fá þessa
aðila til að taka lækningaferðir til Islands í
þessu skyni inn í sitt styrkjakerfi.
Möguleikar til arðbærrar gjaldeyris-
sköpunar em miklir í þessu verkefni.
Má nefna að meðaldvöl þýsks psoriasis-
sjúklings við Dauðahallð í Israel er 25,6
dagar. Meðalkostnaður vegna slíkrar ferðar
er 5000 DM, sem er 95% greiddur af
þýskum sjúkrasjóðum. Þá er ótalinn
eyðslueyrir meðan á dvöl stendur.
Má gera ráð fyrir að hver sjúklingur í
sambærilegri dvöl á Islandi skili á bilinu kr.
250-300.000,- í gjaldeyri.
Sérstakur kostur er, að þessir sjúklingar
hafa áhuga á að koma til Islands utan
háannatíma í ferðaþjónustu og geta því
stuðlað að mjög bættri nýtingu atvinnutækja
í almennri ferðaþjónustu s.s. hótela og
flugvéla.
Við Dauðahaftð í Israel eru hótelherbergi
alls 20(X) og nýting yfir 90% að meðaltali á
ársgrunni.
10.000 Danir og Þjóðverjar sækja
þangað nú árlega og er stöðug aukning í
eftirspurn. Þá er ótalinn tjöldi sem fer til
Kanaríeyja frá þessum löndum og öðmm en
náttúrulegir meðferðarvalkostir í
meðhöndlun psoriasis njóta sífellt meiri
vinsælda.
Ytri aðstæður við Bláa lónið eru mjög
frábrugðnar Dauðahafinu og að mati sér-
fræðinga betri t.d. hvað varðar ferðalengd
frá heimalandi, öryggi og loltslag, en liiti
við Dauðahafið fer í 50°C á sumrum.
HBL vinnur nú að því að sctja saman
„pakka" sem inniheldur ferðir, gistingu með
lullu fæði og meðferð fyrir erlenda
psoriasissjúklinga. Þessi pakki verður
fullmótaður um næstu áramót.
Gera verður ráð fyrir að HBL þurfi að
taka á sig kostnað í upphafi vegna þeirra
sjúklingahópa er koma til meðferða til að
byrja með, þar sem þeir þurfa að greiða
fyrir sig að fullu sjálfir. Það mun taka
einhvern tíma að vinna þessum
lækningaferðum sess, þannig að stuðningur
frá opinbemm aðilum fáist.
Kynningarátak innanlands
HBL vinnur einnig með SPOEX að
kynningu og uppbyggingu þjónustu fyrir
íslenska psoriasissjúklinga. Hafa fyrstu
íslensku sjúklingarnir þegar hafið meðferð
undir eftirliti lækna og nýta til þess aðstöðu
HBL við Bláa lónið.
Starfsemi félagsins hefur verið kynnt
heilbrigðisyftrvöldum og hefur heilbrigðis-
ráðherra og starfsmenn ráðuneytisins sýnt
uppbyggingu við Bláa lónið mikinn áhuga.
Bláalónsnefnd ráðuneytisins hefur séð
um vísindarannsóknir við lónið undanfarin
tvö ár og fengið til þess framlög á
fjárlögum.
Þróun framleiðslu
HBL hefur í samvinnu við Lyfjaverslun
ríkisins og Delta hf. þróað áburð, sem nú er
verið að undirbúa kynningu á hér á landi og
erlendis. Einnig er undirbúningur vegna
framleiðslu heilsubaðssalts á lokastigi.
Framtíðaruppbygging
Lokafrágangur kynningargagna í
samræmi við þær hugmyndir er þýskir
ráðgjafar, sem HBL réð til að gera tillögur
um framtíðaruppbyggingu við Bláa lónið,
stendur nú yfir. Verður kynning
framtíðaruppbyggingar við Bláa lónið fyrir
erlendum fjárfestum hafin á næstunni.
Kostnaður félagsins vegna þessa
kynningarstarfs nemur nú 10 ntilljónum
króna.
146 FAXI