Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.09.1993, Qupperneq 20

Faxi - 01.09.1993, Qupperneq 20
Lvíkur á Glóðinni. Leikfélag Keflavíkur hefur starfað með nokkrum krafti undanfarin ár og virðist nýhafið leikár lofa liinu sama. I byrjun október efndi LK til nýstárlegrar leiksýningar á Glóðinni í Kellavík og var viðfangsefnið nýtt verk eftir Huldu Olafsdóttur og er hún jafnframt leikstjóri og höfundur leikmyndar. Faxi hefur lagt á það áherslu að fylgjast með starfi LK og því var boð um að koma á sýningu þegið með þökkum. Það var óneitanlega skemmtileg tilfinning að sitja við borð á efri hæðinni á Glóðinni sunnudaginn 17. október sl. með rjúkandi kaffibolla fyrir framan sig bíðandi eftir að sýning hæfist. Ahorfendur voru milli 50 og 60 talsins þetta sinnið og notalegt að hita upp fyrir sýninguna með því að kinka kolli til þeirra sem maður þekkti. Hulda Olafsdóttir er orðin kunnug þeim sem sækja sýningar hjá LK, því hún hefur lagt mikið af mörkum þar á bæ á undanfömum árum. Er skemmst að minnast fiutnings á verki hennar “Hjónabönd” hjá LK á síðasta leikári. Þar fjallaði Hulda um fjölsky Iduna í mörgum myndum, hjónabandið, vináttuna o.fl., og í Stöndum saman er hún enn að skoða hin mannlegu samskipti. Alda og Eddi eru ungt par sem eru á leið samam út á lífsbrautina. Þegar leikurinn hefst eru þau að eignast tvíbura og taka þá við ýmis þau vandamál sem flestir þekkja. Hvað með námið, hver á að gæta barnanna, hvað með íbúð? Þar sem skötuhjúin eiga gtiða að, en foreldrar beggja eru innan seilingar og frænkur á hverju strái, þá virðast pössunarmálin leysast á farsælan hátt, a.m.k. hvað foreldrana snertir. Sú hlið sem að tvíburunum snéri var ekki til umræðu að jressu sinni. Eins og í mörgum hjónaböndum skutu ýmis önnur vandamál upp kollinum og tókst hjónakornunum ágætlega að leysa úr þeim. Leikritið Stöndum saman er skemmtilega samsettur leik- og söngleikur. Höfundur hefur samið ágæta texta við þekkt lög og er stór hluti sögunnar biifur í þessum textum. Margir af þekktustu lagahöfundum landsins eiga þarna lög, eins og t.d. Gunnar Þórðarson, Jón Múli Árnason, Magnús Eiríksson og Svavar Gests. Höfundur notar síðan söngtrío til að spinna söguþráðinn og gengur það mjög vel upp. Leikritið er hin besta skemmtun og var að mestu leiti vel flutt. Söngurinn var ágætur hjá flestum og þar sem salurinn á Glóðinni er ekki stór, þá komst söngurinn og textarnir að mínu mati ágætlega til skila. Gæti verið gaman að sjá þennan hóp spreyta sig í söngleik við bestu aðstæður. Mér fannst aftur á móti hið talaða orð ekki nógu vel flutt hjá sumum í hópnum. Margir leikaranna eru komnir með það mikla reynslu, að þeir ættu að geta gert betur. Sviðsframkoma leikaranna var ágæt og höfundur nýtti skemmtilega allan salinn í leiknum. Ekki vil ég gera upp á milli leikaranna, þeir eiga allir heiður skilið fyrir skemmtunina, en þó er gaman að minnast á Mörtu Eiríksdóttur sem fór á kostum í bitastæðu ruglukolluhlutverki sem Ása barnapía og þá var María Kristjánsdóttir óborganleg í litlu atriði sem Sigga hjá Félagsmálastofnuninni. Sara Vilborgsdóttir lék undir á píanó í fiestum lögunum og gerði það með stakri prýði. Vonandi verða margir til að sjá þessa sýningu Leiklélags Kellavíkur. HH. ** .... .......... „ „ , stækkar á fjórum mínútum Hljomval Keflavik, simar 14933 ■ 13933 og þú gerir það sjáif(ur) 148 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.