Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1993, Síða 24

Faxi - 01.09.1993, Síða 24
Um alllangt skeið hefur sú umræða verið í gangi, að rétt væri að gera róttæka breytingu á stærð og hlutverki sveitarstjórna. Mikið undirbóningsstarf hefur verið unnið af hálfu sveitarstjórnarmanna og ráðuneytum og lauk því starti með því, að Alþingi samþykkti á síðasta vetri að fram færi sérstakt átak í þessu skini. Væri þá í fyrsta lagi stefnt að verulegri fækkun sveitarfélaga með samruna og að á næstu áruni myndu færast frá ríkinu til sveitarfélaganna fjölmörg stórvægileg verkefni. Er það mjiig í anda þess, sem sveitarstjórnarmenn hafa sóst eftir um langt árabil. Þessi verkefni eru m.a. heilsugæsla, málefni aldraðra, málefni fatlaðra og rekstur grunnskóla. Að sjálfsögðu verður síðan að gera ráð fyrir, að sveitarfélögunum verði tryggðir tekjustofnar til að standa undir þessum verkefnum. Eins og flestum ætti nú að vera orðið Ijóst, þá eigum við þess kost þann 20. nóvember n.k. að kjósa um sameiningu sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Undirbúningsnefnd hér á Suðurnesjum valdi að leggja til að öll sveitarfélögin á svæðinu sameinuðust og því verða menn að greiða atkvæði sitt með hliðsjón af þeirri spurningu. Greidd verða atkvæði í öllum sveitarfélögunum samtímis. Meirihluta greiddra atkvæða í hverju sveitarfélagi þarf til að tillaga um sameiningu teljist samþykkt. Við skulum nú reyna að átta okkur á því, hvað gerist í framhaldi af atkvæðagreiðslunni. Telja verður mjög ólíklegt miðað við umræður manna á meðal í sveitarfélögunum að tillaga umdæmanefndar verði samþykkt. Hljóti tillagan 'hinsvegar samþykki í a.m.k. 4 sveitarfélögum, þá geta viðkomandi sveitarstjómir ákveðið að sameining þeirra sveitarfélaga fari fram, svo framarlega að ekki hamli landfræðilegar aðstæður. T.d. væri ekki mjög hentugt að Garður og Grindavík sameinuðust. Það er því Ijóst, að með því að taka þátt í atkvæðagreiðslunni og gjalda henni samþykki sitt, þá geta íbúamir haft mikil áhrif á framvindu mála. Rétt er að benda á, að aðeins greidd atkvæði hafa áhrif í þessari kosningu. Málfundafélagið Faxi vill veita eindreginn stuðning við sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Við teljum að slíkt verði öllum íbúum svæðisins til hagsbóta. íbúar Suðumesja hafa átt áhrifaríkt samstarf á undanfömum áratugum og við núverandi aðstæður, þegar kallið kemur að bestra manna ráðum, þá ættum við að stíga skrefið til fulls. Hrepparígur hefur aldrei orðið neinum til góðs - sameinð getum við áorkað meira. Hér fara á eftir innskot tveggja Faxafélaga og nokkurra annarra íbúa á svæðinu. HH. Kristbjörn Albertsson, Njarðvík Eg er hlynntur fækkun sveitarfélaganna í landinu, þau em mörg þeirra í raun allt of smá til að sinna hlutverki sveitarfélags í nútíma þjóðfélagi. Hvað Suðurnesin áhrærir, þá teldi ég besta kostinn að þau sameinuðust öll. Þó get ég fallist á að sérstaða Grindavíkur sé nokkur, sérstaklega hvað varðar Ijarlægð frá miðkjamanum, að ekki væri óeðlilegt að Grindavík stæði sér. Minnsta sameining sem ég myndi samþykkja er að öll sveitarfélögin fimm á útnesinu sameinuðust. Margir eru að tala um, að Keflavík, Njarðvík og Hafnir væm líkleg sameining nú, en því er ég alveg mótfallinn, því þá tel ég að SSS væri alveg búið að vera, en það samstarf hefur reynst Suðumesjamönnum ákaflega heilladrjúgt. Karl Steinar Guðnason, Keflavflí Fyrir nokkrum áratugum voru harðar deilur milli íbúa Keflavíkur og Njarðvíkur um uppbyggingu á lífvænlegri höfn í byggðarlögunum. Báðum var það ljóst að höfnin var lífæð byggðarlaganna. Þá var sjósókn og fiskvinnsla jafn sjálfsögð og að drekka vatn. Sveitarstjórnarmenn beggja byggðarlaganna kröfðust þess að byggt yrði hjá sér, a.m.k. ekki hjá hinum. Þeri rifust og skömmuðust. Þeir beittu harðri málafylgju. Á þessum tíma var Ólafur Thors ráðhen'a og þingmaður kjördæmisins. Mér er sagt að hann hafi eftir að hafa hlustað á fulltma Keflavíkur og Njarðvíkur, -auðvitað sitt í hvoru lagi: “ Þið fáið enga peninga, — engar framkvæmdir fyrr en þið haftð komið ykkur sarnan”. Og það fylgdi sögunni að han hafi rekið báða hópana út. Svo fór að þeim varð Ijóst að ráðherrann hafði rétt fyrir sér. Þeir skildu loks á þeirri stundu er Ólafur Thors rak þá heim að þeir yrðu að láta af hreppakritnum og koma sér saman. Þá loks fékkst fé til framkvæmda. Enn er deilt. Njarðvíkingar og Keflavíkingar hafa að vísu komið sér úr hjólförum nágrannakritsins, en jaðarbyggðirnar eru við sama heygarðshomið. Eg er þeirrar skoðunar að farsælast væri að sameina allar byggðirnar á Suðumesjum. Ég geri mér hinsvegar Ijóst að í dag er það óraunhæf draumsýn. Það er raunhæft, sem 152 FAXI

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.