Faxi - 01.09.1993, Page 25
fyrsta skref að sameina Keflavík, Njarðvík
og Hafnir. Greinilegt er að áróður
sveitarstjórnarmanna og villandi mál-
flutningur hefur gert það að verkum að
íbúar Garðs, Sandgerðis, Vatnsleysu-
strandarhr. og Grindavíkur eru ekki undir
það búnið að sameinast og halda mót nýjum
tíma.
Það tekur 4 til 8 ár að breyta þeirri
afstöðu. Sú bið er löng, en ástæðulaust að
harma það. Hafa ber þó í huga að sjálf-
skaparvítin eru verst.
Sameining byggðarlaganna er ekki
fólgin í því einu að fækka sveitar-
stjómarmönnum og hverskonar silkihúfum,
sem greitt er stórfé að hálfu skatt-
borgaranna. Þeir tjármunir vega lítið þegar
heildardæmið verður gert upp. Sameining
mun skila stórfelldum arði, sem skapast af
mætti hagræðingarinnar.
Efnahagslægðin, sem ekki aðeins hrjáir
okkur íslendinga heldur allan hinn vestræna
heim krefst nýrra viðhorfa, breyttra
vinnubragða. Sú staðreynd að tjölda-
atvinnuleysi, versnandi hagur heimilanna
og fyrirtækja krefst hagræðingar, skipu-
lagningar og einkum betri nýtingar fjár-
magns.
Enginn vafi er á því að með sameinginu
opnast nýir möguleikar. Við mun blasa
alveg nýr veruleiki, sem gerir íbúunum
kleift að auka þjónustu við íbúana. Stærri
heild verður líka öflugri í varnarbaráttunni,
sem vissulega er staðreynd í erfíðu árferði.
Möguleikar í atvinnumálum aukast, það
verður léttara að fá fyrirtæki til að hetja
staifsemi í byggðarlögum, sem rísa undir
nafni. Fólkið, sem hlýtur að setja atvinnuna
í öndvegi mun fá greiðari úrlausnir.
Það hcfur og komið fram að ríkisvaldið
mun fela sveitarfélöunum meiri verkefni en
áður. Stefnt er að því að dreifa valdinu frá
ríki til fólksins. Stór og samhent
byggðarlög geta tekið þessa ábyrgð á sig.
Smá sveitarfélög munu stynja undir slíku
og ekki ráða við þessi verkefni.
Þeir, sem horfa í gaupnir sér og hafna
sameiningu, hortá aftur til fortíðar og kjósa
óbreytt ástand munu sjá það innan tíðar að
það er framtíðin, sem skiptir málil það er
framtíðin með nýjum viðhorfum, nýjum
tækifærum sem mun ella byggðina. Þegar
íbúarnir komast að því að þá skortir þá
þjónustu sem öflug sveitarfélög geta veitt
munu þeir í tímanna rás flytjast þangað,
sem þjónustuna er að fá.
Þetta eru gömul sannindi, sem eru
augljós. Það á nú að grípa tækifærið og
greiða fyrir santeiningu sveitarfélaganna.
Síðar verður það of seint. Ef íbúar Suður-
nejsa taka frumkvæði og sýna kjark í sam-
einingarmálum er enginn vafi á að hér
skapast öflug heild, sem ríkisvaldið mun
styrkja og efla. Hinir munu sitja eftir og
dragast aftur úr. Það mun enn sannast, sem
Olafur Thors sagði á sínum tíma:
“Þið fáið enga peninga, — engar
framkvæmdir fynr en þið hafið komið ykkur
saman”.
Ólafur Thors er látinn. Ég var og er
andstæðingur þeirra stjórnmálaskoðana,
sem hann var fulltrúi fyrir. Ég virti hann
hinsvega alltaf mikils og geri enn.
Hvatning hans til Keflvíkinga og
Njarðvíkinga um að koma sér saman,-
vinna saman að heill íbúanna, varð íbúum
þessara byggðarlaga til góðs. Reynsla mín
á vettvangi stjórnmálanna segir mér að
sameining er tæki til að halda mót nýjum
tíma, nýjum veruleika, sem mun fylgja
meiri áhrif, meira fjármagn og skapa
sterkari málsvara fyrir hagsmunum
Suðumesjamanna.
Halldór Ingvarsson,
Grindavík
Við spurðum Halldór fyrst, hver væri
afstaða hans til þeirrar stefnu að fækka
verulega sveitarfélögunumm í landinu og
svaraði hann því þannig. “Ég tel að víða um
land sé sameining sveitarfélaga nauðsynleg
til að þau geti axlað þá ábyrgð sem þau
hafa, t.d. Itvað varðar félagslega þjónustu.
Lít ég þar sérstaklega lil sveilahreppa og
smærri byggðarlaga um land allt. Ef það
verður að veruleika að ríkið flytji aukin
verkefni til sveitarfélaga verður slík
sameining óhjákvæmileg.” Hver er afstaða
þín til þeirrar tillögu að öll sveitarfélögin á
Suðurnesjum sameinist í eitt? “Ég er því
ekki fylgjandi. Þó get ég séð fyrir mér
einhveija santeiningu og þá fyrst Ketlavík,
Njarðvík og Hafnir.” Hvað telur þú að mæli
á móti því að Grindavík sameinist öðrum
sveitarfélögum á svæðinu? Það er margt.
Grindavík er í 25 kílómetra fjarlægð frá
miðkjarna svæðisins og myndi það valda
Grindvíkingum ýmsum óþægindum, þó
ekki nema lítill hluti af stjórnsýslunni
fíyttist frá bænum. Grindavík er ineð sfna
2.200. íbúa mjög landstórt sveitarfélag og
hefur því alla burði til að standa á eigin
fótum. Þá má nefna, að þó atvinnulíf í
Grindavík sé einhæft, eru mörg öflug
fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki hér í bæ
sem hafa séð íbúum fyrir nægri atvinnu og
þó lítilsháttar samdráttur sé nú, tel ég að
atvinnulíf í Grindavík muni blómstra í
framtíð. Og ekki má gleyma tilfinningalegu
hliðinni. Grindvíkingar vilja sjálfstæði.”
Hvað findist þér jákvætt við það að
Grindavík sameinist öðrum sveitarfélögum
á Suðurnesjum? Fátt. Þó viðurkenni ég að
eitt stórt sveitarfélag er öflugra útávið en
mörg fámenn. Ég held þó að et’ við höldum
áfram jákvæðu samstarfi, getum við unnið
sameiginlega að ytri málum, t.d. sýndi
jákvæð samvinna um álver á Keilisnesi
það.” Ef úr sameiningu annarra
sveitarfélaga á Suðurnesjum verður
nú.hvernig telur þú þá að samvinnu milli
hins nýja sveitarfélags og Grindavíkur verði
háttað í framtíðinni? “Eins og samband
góðra granna á að vera, jákvæð samvinna
og áframhaldandi uppbygging svæðisins.”
“Þetta urðu síðan lokaorð Halldórs: "Ég hef
í gegnum setu mína í bæjarstjórn lært að
meta þá góðu samvinnu sem er á milli
sveitarfélaganna í ýmsum málaflokkum.
Þessi samvinna hefur orðið öllum til góðs
og hana þarf að styrkja. Það held ég að sé
besl gert með því að gera allar þessar
stofnanir sjálfstæðar, eins og t.d. Hitaveitu
Suðurnesja. Smámál sem engu skipta
eigum við að láta vera og S.S.S. á einungis
að skipta sér af málum sem eru öllu
svæðinu til framdráttar og má þar nefna
atvinnumál.
Lydia Egilsdóttir,
Sandgerði
“Eflaust hefur það marga kosli og
mikinn sparnað í för með sér að sameina
sveitarfélög. Að mínu mati er þó byrjað á
öfugum enda með því að láta fólk kjósa um
þetta, áður en Ijóst er hventig staðið verður
að þessu. það er mjög eðlilegt að við hérna í
Sandgerði séum hrædd við sameiningu.
Undanfarið hafa verið miklar framkvæmdir
hér í bænum og langt er síðan það hefur
verið jafn líflegt og mikil atvinna héma og
var síðastliðið sumar. Við vitum því hvað
við höfum en ekki hvað við fáum.
Auglýsing frá umdæmanefnd
Þann 20. nóvember n.k. greiöa íbúar Suðurnesja atkvæði um það
hvort sveitarfélögin sjö á Suðurnesjum skuli sameinast í eitt.
Svnistiorn
atkvæöastíöU
ATKVÆÐASEÐILL
ERT ÞU SAMMALA ÞEIRRI TILLOGU AÐ
SVEITARFÉLÖGIN SJÖ Á SUÐURNESJUM
SAMEINIST í EITT?
Qj JÁ Q NEI
FAXI 153