Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1993, Blaðsíða 26

Faxi - 01.09.1993, Blaðsíða 26
A kutnýngarfundi ” Á kynningarfundi í Njarðvík, mánudaginn 8. nóvember urðu miklar og fjörugar umræður. Kristján Pálsson, bæjarstjóri í Njarðvík og formaður umdæmanefndarinnar, rakti undirbúning málsins og ræddi ýmsar þær spurningar sem upp hefðu komið. Taldi hann að hinn mikli og góði árangur sem náðst hefði í gegnum SSS gerði sameininguna ekki eins brýna á þessu stigi málsins en ella hefði verið. Kynnt var úttekt sem nefndin hafði látið gera um kosti og galla sameiningar og mátti ekki á milli sjá, hvort vægi meir í nidurstöðum skýrslunnar. Sagði Kristján nefndina hafa tekið þann pól í hæðina, að hafa alla kynningu á hlutlausum nótum. Fyrir þetta hefur nel'ndin fengið skömm í hattinn frá aðstoðarmanni félagsmála- rádherrra en Kristján taldi rök hanns æði léttvæg. Á fundinum voru skoðanir skiptar, en heldur hafði maður á tilfinningunni að þeir væru fleiri sem væru fylgjandi sameiningu. Meðal þeirra sem töluðu voru gömlu jaxlarnir Albert K. Sanders og Oddbergur Eiríksson. Voru þeir báðir mjög meðmæltir sameiningu og sagði Albert að í raun væri sameining aðeins formsatriði, því 90% af öllum mikilvægum málum væru Ieyst sameiginlega. Oddbergur benti þeim á, sem væru að tala um hin tilfinngalegu tengsl við sveitarfélagið sitt, að sú skipan sem nú gilti á Suðumesjum væri alls ekki mjög gömul. Flestir töldu að einhver sparnaður yrði af sameiningu en að mestu máli skipti að svæðið yrði eitt atvinnusvæði, þar sem hægara yrði um vik að efna til árangursríkra aðgerða í atvinnumálum. Gunnar Ólafsson var mjög á móti sameiningu. Taldi hann það dulbúna leið félagsmálaráðuneytisins til að stuðla að spamaði í ríkisrekstri með því að varpa byrðunum á sveitarfélögin. Kristbjöm Albertsson var í raun bæði með og á móti sameiningu. Taldi margt jákvætt en dvaldi mikið við hina tilfmningalegu hlið málsins. Taldi að koma yrði á almennings- samgöngum hið fyrsta ef úr sameiningu yðri, en taldi það bæði erfitt og dýrt Frá kynningarfundinum í Stapa. Ljósm. HH. verkefni. Var ánægður með flutning verkefna frá ríkinu. Á fundinum vom hátt á Ijórða hundrað manns og fór hann hið besta fram og lýsti vel þeim áhuga sem íbúarnir hafa á þessu mikilvæga máli. Mesta hagsmuiiainál Suðumesja er að sameina SYeitarlelögin Fyrir rúmum 20 árum skrifaði ég grein í Faxa, þar sem ég hvatti eindregið til að Suðurnesjabyggðir sameinuðust, og þá sérstaklega Ketlavík og Njaiðvík. Kostir sameiningar eru mun augljósari nú en þá, eftir þá miklu samvinnu sem átt hefur sér stað á síðustu 20 árum og allir Suðurnesjamenn hafa verið virkir þátttakendur í og Iofa að verðleikum. Lítum á nokkur atriði Atvinnumálin eru þýðingarmest Það er staðreynd að stærri og öllugri sveitarfélög eru miklu færari til átaka í atvinnumálum en hin smærri. Stuðningur við efnahagslegar framfarir verður því miklu markvissari og öflugri í stærra sveitarfélagi. Hagnaöurinn af sameiningunni kemur því minni sveitarfélögum fyrst og fremst til góða, því þau hal'a ekki bolmagn til að veita þá forystu sem þarf. Spamaður 40 milljónir á ári Samkvæml hinni „pöntuðu skýrslu” umdæmisnefndar sparast að minnst kosti 40 milljónir í yfirstjórn svæðisins. Við þurfum ekki sex bæjar- eða sveitarstjóra. Við þurfum ekki allar þessar nefndir. Við þurfum ekki alla þessa yfirstjórn. Við getum skipulagt okkur mikið betur á svo mörgum sviðum, en þó tekið fullt tillit hvort til annars. Einhverntíma hefur okkur munað um minna en 40 milljónir. Suðumes yrðu eitt íþróttahérað Með sameiningu yrði Suðurnes eitt íþróttahérað í stað tveggja nú. Félagsstarfið myndi ekkert breytast og íþróttamennirnir keppa fyrir sín félög frá sínum bæjarkjörnum eins og áður, en Suðurnes myndi koma fram útávið, sem einn sameinaður aðili. Samræmdur stuðningur við leikstarfsemi Með stofnun 15 þúsund manna bæjarfélags sköpuðust möguleikar til meiri samræmingar til styrktar leikstarfsemi og annarrar menn- ingarstarfsemi á öllu svæðinu. Samanber það sem er að gerast á Akureyri. Núverandi SSS kerfi er orðið óskilvirkt Það er samróma álit sveitarstjórnar- manna að núverandi kerli þurti breytinga við. Eðlilegasta breytingin og sú besta til frambúðar er að sameina sem liest sveitaifélögin, og láta alla íbúa svæðisins taka þátt í stjórnun þess á lýðræðislegan hátt. Gunnar Sveinsson Oddbergur Eiríksson. Hann segir já. Gunnar Ólafsson. Hann segir nei. 154 FAXI

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.