Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1993, Blaðsíða 29

Faxi - 01.09.1993, Blaðsíða 29
Sama ár og lngibjörg og Magnús ilullu (il Keflavíkur, hófu þau Bjarni Sveinsson og Björg Einarsdóttir búsetu í Stekkjarkoti. Bjarni hafði ráðið sig til vinnu hjá Helga Ásbjörnssyni á höfuðbólinu Innri-Njarðvík. Einnig var elsta dóttir þein'a hjóna, Guðrún, vinnukona til margra ára hjá Jórunni Jónsdóttur og Helga í Njarðvík. Björg og Bjarni voru seinustu ábúendurnir í Stekkjarkoti á árunum 1921-1924. Bjami gekk jafnan undir nafninu Bjami í Stekk. Næst yngsta barn þeirra hjóna, Þorleifur, fæddist í Stekkjarkoti 1923 en alls eignuðust þau 11 böm. Björg og Bjarni áttu eina kú og var þá hænsnakofanum breytt í fjós. Er Stekkjarkot því orðið grasbýli á þessum tíma. Norðan við bæinn var grasnyt og kálgarður. Talað var um hve góð spretta var í kálgarðinum. 1 túnjaðrinum var og er vatnsbrunnur. Gætti sjávaifalla í honum en vatnið flaut ofan á sjónum. Var vandaverk að ausa vatninu þannig jað sjórinn blandaðist ekki saman við. Þegar vatn þraut í öðmm brunnum í hvetfinu var alltaf nóg vatn í Stekkjarkotsbrunninum. Vatnið var borið í hús og geymt í U'étunnu í ganginum. Af þessu má ráða að meiri fjölbreytileiki var var í matarkosti þeirra heldur en ábúendannaá undan. Þær systur Guðrún og Sveinrún Bjarnadætur gengu 2 ár í barnaskólann í Keflavík ásamt fleiri börnum frá innra hverfinu. Ein ferðin á leið í skólann varð þeim systrum mjög eftirminnileg. Voru þær ásamt fleiri börnum að ganga yfir Fitjamar og stoppuðu augnablik til að hvíla sig. Varð Sveinrúnu þá litið ofan í gaddfreðna jörðina og sá hún glitta í pening. Börnin reyndu að brjóta klakann með steini en ekkert gekk. Sveinrún þótti alltaf ráðagóð. Hún sagði strákunum að pissa og miða á peninginn. Sú hola sem myndaðist við ilinn var nægileg til að fanga 5 krónu peninginn. Hún færði hann foreldrum sínum. Bjami hafði verið frá vinnu vegna handameins og dugði þessi peningur að mestu til framfærslu yfir veturinn. Bjarni var einstaklega vandvirkur og hafði fallega rithönd. Forskrift hans var höfð til kennslu við skrift í bamaskólanum í Garði. Þegar unnið var við uppgröftinn á Stekkjarkoti s.l. sumar kom ýmislegt upp úr rústunum þ.á.m. brotinn diskur. I hann höfðu verið boruð örsmá göt sem gáfu til kynna að hann hafi einhvern tíma verið spengdur saman. Þessi brotni diskur upplýsir betur en margt annað um nýtnina sem var nauðsynleg hjá barnmörgu fólki sem bjuggu við þröngan kost. Eins og nærri má geta eru afkomendur Björgu og Bjarna mjög margir, um 400 manns og er stór hluti þeirra búandi á Suðumesjum. Mikill gestagangur var í Stekkjarkoti eins og á árunum áður. Ferðamenn komu við og einnig fólk sem var að fara eða koma á vertíð á Suðurnesin. Algengt var að 6-7 manns hefðu næsturgistingu fyrir utan heimilisfólkið. Á vordögum árið 1924 voru síðustu dagar torfbæjarbúsetu í Njarðvíkum en þá lluttu Bjami og Björg til Keflavíkur. Lokaorð Frásagnir af lífi þessa fólks í Stekkjarkoti hafa þann tilgang að gefa fólki nútímans, lesendum blaðsins, tækifæri á að skyggnast inn í fortíðina og fá innsýn inn í daglegt líf þess og samtímafólks á Suðurnesjunum sem eflaust hefur lifað við rnjög svipaðar aðstæður. Lífsbaráttan var hörð en fólk þekkti ekkert til rafmagns, hitaveitu, vatnskrana, síma og sjónvarps, bíla, heilsugæslu og svona mætti lengi telja, allt sem okkur finnst svo sjálfsagt og jafnvel lífsnauðsynlegt í dag. Þá eins og núna átti fólk sín fögru ævintýr, fórnaði ýmsu úr lífsgæðaheiminum fyrir ástina, hafði yndi af samveru mjög fjölskyldu og vinum við t.d. húslestra, samtöl og borðhald í baðstofunni. Þetta fólk og annað samferðafólk á Islandi bjó í Nemendur í frædsluferð við haginn fyrir okkur sem lifum í dag. Breytingin sem Stekkjarkotsbrunninn þjóðin hefur gengið í gegnum á þessu tímabili er gífurleg og lífsgæðin hafa marg- margfaldast. Við eigum þeim mikið að þakka. í þeirra lífi og störlum liggja rætur okkar. Það hefur verið mjög lærdómsríkt fyrir okkur sem þetta skrifum að starfa í Stekkjarkoti og fræðast um líftð þar með samtölum við ættingja og aðra sem til þekkja. Við höfum trú á því að dýrmætasti þátturinn í starfsemi safnsins yrði fræðsla og samvemstundir með kennurum og nemendum í grunnskólum á Suðumesjum. Helga Ingimundardóttir, Helga Óskarsdóttir. Heimildir: Margvíslegar, gagnlegar upplýsingar er fram komu í samtölum Helgu Ingimundardóttur og Helgu Ólafsdóttur við eflinalda: Ágústu Sigurjónsdóttur, Ester Finnbogadóttur. Mtufs Gíslason, Ingvar Hallgrímsson og Rósu Bjarnadóttur. Ur Legstaðaskrá Njarðvíkursókna. Úr bókum Þjóðskjalasafns íslands, safnað hafa Helga Ingimundardóttir og Helga Óskarsdóttir. FAXI157

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.