Faxi

Volume

Faxi - 01.05.2007, Page 2

Faxi - 01.05.2007, Page 2
Vegleg gjöf Kaupfélags Suðurnesja og Gunnars Sveinssonar: Stofna styrktarsjóð fyrir nemendur Fjölbrautaskóla Suðurnesja Á síðasta ári varð Fjölbrautaskóli Suðurnesja 30 ára og um sama leyti hélt Kaupfélag Suðurnesja upp á 60 ára afmæli sitt. Við þetta tækifæri ákváðu forystumenn Kaupfélagsins og Gunn- ar Sveinsson, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, að standa sameiginlega að stofnun styrktarsjóðs fyrir skólann. Tilgangur hans er að efla og auka veg skólans með því að styrkja nemendur til náms, styðja við starfsemi sem eflir félagsþroska nemenda og veita útskriftanemum viðurkenn- ingar fyrir frábæran árangur í'námi og starfi. Stofnfé sjóðsins er 10.000.000 kr. er skipt- ist þannig að Kaupfélag Suðurnesja greiðir 5.000.000 og Gunnar Sveinsson 5.000.000 kr. Varsla og ávöxtun sjóðsins verður í Sparisjóðn- um í Keflavík. Miklar taugar til skólans Gunnar afhenti Ólafi J. Arnbjörnssyni skólameist- ara stofnféð við brautskráningu á vorönn nú í maí og kynnti jafnframt skipulagsskrá sjóðsins. Þar kemur fram að sjóðurinn getur tekið við gjöfúm frá fyr- irtækjum og gömlum nemendum á merkisafmælum skólans. Gunnar var fyrsti formaður skólanefndar FS og gegndi því starfi fyrstu tíu árin. Hann segist hafa miklar taugar til skólans af þessum ástæðum. Gunnar leggur sjálfúr til helming stofnfjárins á móti Kaupfélagi Suðurnesja þar sem Gunnar var kaupfélagsstjóri í fjörutíu ár. Gunnar segir að með góðri ávöxtun ætti að vera unnt að úthluta einni milljón lcróna úr sjóðnum á hverju ári. Það verk verður í höndum sérstakrar stjórn- ar. Hana skipa skólameistari og fulltrúar stofnenda sjóðsins, Guðbjörg Ingimundardóttur fyrir Kaupfélag- ið og Ragnheiður Gunnarsdóttir fyrir FS. Hjónin Fjóla Sigurbjörnsdóttir og Gunnar Sveinsson Menntað og þroskað samfélag í ávarpi sem Gunnar Sveinsson flutti við þetta tækifæri sagði hann m.a.: „Mér er það mikil ánægja að vera hér meðal ykkar í dag. Og ég vil byrja á að óska þeim nýútskrifuðu sérstaklega til hamingu með þennan áfanga sem þau nú hafa náð. Tíminn liður hratt. Fjölbrautaskólinn átti 30 ára afmæli s.l. haust. Var þess minnst með glæsilegu afmælisriti og afmælisveislu. Ég minnist þess oft sem formaður undirbúningsnefndar hvað gaman var að vinna að stofnun skólans. Samstaðan var alveg sér- stök, allir voru svo jákvæðir. Það var sama við hvern maður talaði. Ég held að ég hafi mætt á nær allar útskriftarhátíðir skólans síðan hann var stofnaður. Mér finnst allaf gaman að horfa á þetta glæsilega prúðbúna unga fólk taka við viðurkenningu fyrir unnin afrek hver eftir sinni getu. Og ekki er síður gaman að hlusta á annað efni. Áhrif Fjölbrautaskólans á mannlíf á Suðurnesjum hafa verið mikil og þau hafa stuðlað að viðurkenningu á Suðurnesjum sem menntaðs og þroskaðs samfélags. Á Suðurnesin er nú ekki lengur litið á stað, þar sem brauðstritið yfirgnæfi menntun og menningarlíf, heldur sem menntað samfélag sem vert er að taka tillit til. Ég vil nota tækifærið og þakka skólameisturum og nefndarmönnum í skólanefnd, kennurum og öðrum starfsmönnum skólans, fyrir frábæra samvinnu og samstöðu meðan ég starfaði í skólanefnd og þá sér- staklega þeim fóni Böðvarsyni og Hjálmari Árnasyni. Allt þetta fólk, ekki síður þeir er nú starfa, hefur skapað mjög góðan skóla sem við Suðurnesjamenn getum verið hreyknir af.“ Hvarertíkallinn? Gunnar sagði að lokum i ávarpi sínu: „Þrjátíu ára afmæli er ekkert stór afmæli en samt vaknaði spurningin. Hvað á að gefa afmælisbarninu? Þegar ég var að alast upp voru barnaafmæli vinsæl eins og þau eru enn í dag og þegar ég var á Brekkubrautinni og börnin mín voru lítil var afmælisgjöfin alltaf 10 krónur. Ef lengi dróst að afhenda gjöfina varð afmælisbarnið áhyggjufúllt og spurði gestinn “Hvar er tíkallinn”. Félagsmenn í Kaupfélagi Suðurnesja á svæði fjöl- brautaskólans eru rúm tvö þúsund. Gjöfin er þvi ifá öllum byggðum Suðurnesja sem örlít- ill þakklætisvottur fyrir frábært þrjátíu ára starf. Ég vil að lokum biðja okkar ágæta skólameistara Ólaf Jón að koma hingað og talca við þessari gjöf frá Kaupfélagi Suðurnesja og mér með árnaðaróskum um bjarta og gifturíka framtíð skólans á ókomnum árum. Öllum Suðurnesjabúum til heilla.“ Útskriftarnemendur á vorönn 2007 w _ 1.. _ JiL npp« á m pll IP éWv* V 4M mUM - BphB 'N iMm M m ^ •§“ TOf 4 I ]ff T, prf 1 l jgjSgA wmL i i Mfe tlwJhm 1IH\’ íli 2 FAXI Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík. Skrifstofa: Grófin 8,230 Reykjanesbær, póstiiólf 182. Ritstjóri: Eðvarð T. Jónsson, netfang: edvardj@gmail.com Sími 825 1023. Blaðstjórn: Karl Steinar Guðnason formaður. Kristján A. Jónsson, Helgi Hólm, Magnús Haraldsson og Eðvarð T. Jónsson. Allir myndatextar í þessu og öðrum heftum Faxa eru Öll prentvinnsla: Stapaprent ehf. Grófut 13c - 230 Keflavík. Sími 421 4388 - Nettáng: stapaprent@mitt.is Netfang v/auglýsinga: helgiholm@vogar.is Sími vegna auglýsinga 699 2126 Forsíðumynd: Gunnuhver á Reykjanesi. Ljósmyndina tók Steinþór G. Hafsteinsson, félagi í Ljósopi.

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.