Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.2007, Blaðsíða 3

Faxi - 01.05.2007, Blaðsíða 3
Krakkar í 10. bekk Njarðvíkurskóla tóku þátt t unglinganámskeið URR veturinn 2006. Með þeim á myndinni er Sigurður Símonarson, Rótarýfélagi og annar aftveimur lciðbein- ettdum á námskeiðinu. Myndina tók binn leiðbeinandinn, Erlingur J. Leifsson. Myndirnar tvcersýna tvo upprennandi rœðu- snillinga á nátnskeiðinu Nú í byrjun júní var uindæmisþing Rótarý- umdæmisins á íslandi haldið í Reykjanesbæ í umsjón Rótarýklúbbs Keflavíkur. Klúbburinn gaf i þessu tilefni út blað sem dreift var á öll heimili a ^uðurnesjum og víðar og ætlað var að kynna •búum svæðisins klúbbinn, félagssvæði hans og Rótarý-hreyfinguna almennt. Rótarýklúbbur Keflavíkur hefur beitt sér fyrir margskonar verk- efnum. Meðal þeirra má nefna átak sem Sam- fúlagsþjónustunefnd Rótarý á íslandi hefur staðið fyrir undanfarin tvö ár og felst í því að kenna grunnskólanemendum að tjá sig opinberlega og undirbúa þau þannig betur fyrir lífið. Verkefn- ‘ð kallast URR-ið: Unglinganámskeið Rótarý í ræðulist. Formaður samfélagsþjónustunefndar er Njarðvíkingurinn Erlingur J. Leifsson. Faxi fékk góðfúslegt leyfi Erlings til þess að birta eftirfar- andi upplýsingar þar sem þetta mikilvæga verk- e'fni er kynnt nánar. Með Erlingi í nefndinni eru Ragnar J. Gunnarsson, Rótarýklúbbi Keflavíkur °g Ihomas Möller, Rótarýklúbbi Reykjavíkur- Nliðborg. Myndirnar með þessari grein eru frá skólum á Suðurnesjum þar sem þessi námskeið v°ru haldið. Hvatt til sjálfsnáms ..Markmiðið er að sérfræðingar í því að tala - Rótarýfélagar - kenni unglingum að standa við Pontu og tala við hópinn, halda stutta ræðu, oftast 1 fyrsta sinn og hvetja síðan til sjálfsnáms. Verk- fuið var kynnt fyrir öllum Rótarýklúbbum á •slandi haustið 2005. Einnig sendum við bréf til nmdæmisstjóra og fengum mjög góðan stuðning. Mikill áhugi er fyrir þessu hjá unglingunum og skólastjórnendum. Verkefninu var mjög vel tekið °g nokkrir skólar voru þegar á biðlista að fá það til s>n haustið 2005. Við miðum við að það taki einungis 2-3 klukku- siundir að halda þetta námskeið í hverjum bekk og aðeins einu sinni með hverjum árgangi, svo þetta er ekki mjög tímafrekt. Hins vegar er þetta mjög gefandi fyrir þá sem taka þátt í því og getur orðið vendipunktur í lífi þeirra ungmenna sem verða þess aðnjótandi.11 Langtímaverkefni Nefndin hélt námskeið í Reykjavík 12. október 2005 fyrir væntanlega leiðbeinendur frá hinum ýmsu rótarýklúbbum og annað leiðbeinendanám- skeið var haldið fyrir Rótarýklúbb Héraðsbúa á Egilsstöðum 2. maí 2006. Nefndin setti síðan upp eigin heimasíðu undir heimasíðu umdæmisins www.rotary.is og hafa verið settar þar inn upplýs- ingar um framvindu verkefnisins. Marlonið nefndarinnar með þessu var að ná til að minnsta kosti eins skóla í hverju fræðsluumdæmi og síðar meir að ná til eins skóla í hverju klúbb- umdærni. Svona verkefni er hins vegar langtíma- verkefni, sem með tímanum getur náð inn í alla grunnskóla landsins og komið öllum íslenskum unglingum af stað í átt að meiri tjáningu. Það má einnig hugsa sér að kynna þetta fyrir félagsmið- stöðvum um allt land. Bætt lífsleikni Nokkrir klúbbar hafa þegar stigið fyrstu skrefin, allmargir klúbbar hafa þegar haft samband við fræðslufulltrúa í sínu byggðarlagi og kynnt málið fyrir þeim og fengið góðar viðtökur. Haft hefur verið samband við skólamálayfirvöld til að kynna það fyrir skólastjórum og kennurum. Þá hafa þegar nokkur námskeið verið haldin bæði á Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Það er von okkar að þetta verkefni haldi áfram úti í klúbbunum og verði að árlegu framlagi til að stuðla að bættri lífsleikni unglinganna okkar. Nefndin mun áfram verða tilbúin til að aðstoða félaga við undirbúning og eftir föngurn að halda kynningar inni í klúbbunum fyrir leiðbeinendur." FAXI 3

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.