Faxi

Årgang

Faxi - 01.05.2007, Side 13

Faxi - 01.05.2007, Side 13
aðir til samveru, þá er léttur hádegisverður og eftir hádegi er lögð áhersla á að allir íinni sér eitthvað til afþreyingar. Sem dæmi má nefna gönguferðir, ferðir á kafhhús og listasöfn, föndur, bingó, billiard, handavinna og margt fleira. Fyrir tilstilli styrkja frá félagasamtökum, fyrirtækjum og einstaklingum hefur Björgin getað eflt starfsemina en nú síðast voru keypt líkamsræktartæki, enda vel þekkt að hreyf- ing hefur jákvæð áhrif á andlega líðan. Eitt af meginmarkmiðum Bjargarinnar er að auka virkni félaganna í samfélaginu. Þetta er gert með því að stuðla að þróun starfsendurhæf- mgar og endurhæfingu innan og utan stofn- anna. Björgin reynir einnig að hjálpa félögum út á vinnumarkaðinn aftur, en til mikils er að vinna ef næst að virkja þann mannauð sem býr 1 hverju samfélagi. Með starfsemi Bjargarinn- ar er meðal annars reynt að koma í veg fyrir félagslega einangrun, sem er einn áhrifaþáttur sem leiðir til og viðheldur geðröskunum. Sjálfshjálparhópar í Björginni I húsnæði Bjargarinnar eru starfræktir sjálfshjálparhópar. Sjálfshjálparhópur fyrir þá sem kljást við geðraskanir hittist á hverjum fimmtudegi kl 20:00 en aðstandendahópurinn hittist fyrsta þriðjudag í mánuði kl: 20:00. Allir eru velkomnir sem telja sig geta notið góðs af. I Björginni er unnið á jafningjagrundvelli I Björginni er unnið eftir aðferðafræði um notendasamráð og valdeflingu einstaklinganna en það er lykilþáttur í því að virkja þá og hjálpa þeim að vera hluti af samfélaginu. Starfsemin er byggð þannig upp að allt starf er unnið á jafningjagrundvelli, félagar og starfsfólk vinna sameiginlega að öllum verkefnum. Vikulega eru húsfundir þar sem farið er yfir verkefni sem unnið er að hverju sinni. Þannig eru félag- ar jafnt og þétt upplýstir um það sem er að ger- ast og þeir hvattir til að koma með hugmyndir, Frá íþróttasalnum í Björginni. Hœgt var að kaupa þessiþrektœki í salinn með samfélagslegum stuðningi ónafngreindra aðila. athugasemdir eða annað sem þeim liggur á hjarta varðandi starfsemina. Engar meiriháttar ákvarðanir eru teknar án samráðs við félagana. Markmiðið með öllu þessu er að fá félagana til að vera virka í uppbyggingu starfseminnar. Reynslan sýnir að því meira traust sem félög- unum er veitt því meiri ábyrgð taka þeir. Félögum í Björginni fjölgar ört í Björgina kemur fólk frá öllum sveita- félögum á Suðurnesjum. Fjöldi þeirra sem sækir sér þjónustu í Björginni er stöðugt að aukast og eru félagar nú orðnir um 70 talsins, en á hverjum degi koma að meðaltali um 20 manns. Gera má ráð fyrir að þörfin aukist enn frekar. Það geta allir lent í því að missa geð- heilsuna um lengri eða skemmri tíma Fólk sem kemur í Björgina í fyrsta skipti spyr oft “Hvernig fólk er hér?” svarið við því er einfalt, það er bara venjulegt fólk eins og ég og þú. Það geta allir lent í því að missa geðheilsuna. Þeir sem sækja Björgina eru komnir mislangt í sínu bataferli. Surnir hafa glímt við veikindi í rnörg ár og þurfa stað eins FAXI 13

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.