Faxi - 01.05.2007, Qupperneq 18
Garðar Sigurðsson:
Allir stofnfélagar Stakks að undanteknum Heimi Stígssyni, sem tók myndina við Skátaheimilið í Keflavík.
Björgunarsveitin Stakkur
- og þáttur Rótarý í Keflavík í stofnun hennar
Fyrsta hugmynd af stofnun björgunarsveit-
arinnar í Keflavík kom fram árið 1963 er
Garðar Ólafsson tannlæknir úr Keflavík
villtist frá félögum sínum á ferð um Stóra-
sand norðan Langjökuls. Hópur félaga hans í
Rotarýklúbbi Keflavíkur tókst á hendur ferð
til Hveravalla og undirbjó þar skipulagða
leit að Garðari. Hann birtist heill á húfi við
búðir þeirra áður en leitin hófst.
I tilefni af þessu eftirminnilega hvarfi og aft-
urhvarfi Garðars Ólafssonar orti skáldið Krist-
inn Reyr eftirfarandi vísu:
Týndurfannst
en fundinn hvarf
að fundnum týndur leita þarf
En týndist þá svo fundinn fer
að fínna þann
sem týndur er.
Fjallaferðir frá Suðurnesjum
Frá árinu 1960 hafði hópur manna af Suð-
urnesjum komið sér upp vel útbúnum ferða-
bifreiðum og stundaði fjallaferðir af miklum
áhuga ásamt félögum og fjölskyldum sínum.
Allmargir Rotaryfélagar voru í þessum hóp og
þeirra á meðal voru nokkrir þeirra er tóku þátt
í fyrrnefndri leit að Garðari Ólafssyni, svo sem
Garðar Sigurðsson
Knútur Höiriis, Helgi S. Jónsson, Jón Tóm-
asson og Skafti Friðfinnsson. Síðar bættust í
hópinn Brynjar Þórðarson, Gunnar Mattason,
Heimir Stígsson, Brynleifur Jóhannesson
ásamt Garðari Sigurðssyni o.fl. Á þessum
árum voru óbrúuð jökulvötn aðal farartálminn
á hálendinu.
Að rétta hjálpandi hönd
Árið 1966 var ég á ferð norðan Hofsjökuls
ásamt félögum mínum og lenti í því að festa bíl
minn í austari Jökulsá við Ulviðrahnúka. Þar
eð við vorum einir á ferð var talsverð hætta
á ferðum. Svo vel bar til að noldcrir ferða-
félagar okkar sem voru á ferð um Sprengisand
gátu komið okkur til hjálpar. Sögu af atburði
þessum sagði ég hér á Rótarýfundi fyrir margt
löngu. Sá atburður og fórnfýsi bjargvætta
okkar vakti mig og félaga mína til alvarlegr-
ar íhugunar um hversu mikilvægt það sé að
ferðalangar hafi aðgang að aðstoð fólks með
nauðsynlega þekkingu á ferðum um hálendi
landsins. Flestir þeirra sem komu mér og
félögum mínum til hjálpar í þessu tilfelli voru
meðlimir í björgunarsveit Ingólfs hjá SVFl í
Reykjavík.
Með þessu fólki höfðum við þá oft átt sam-
leið á fjöllum og oftar en ekki rétt hvort öðru
hjálparhönd. En þarna kom fram svo milcil
fórnfýsi að það gat eJdci annað en vakið að-
dáun allra viðkomandi. í framhaldi af þessum
atburði komst slcriður á umræðuna um hvort
við gætum elcki einnig lagt olckar af mörkum í
slíkum málum.
18 FAXI