Faxi

Árgangur

Faxi - 01.05.2007, Síða 19

Faxi - 01.05.2007, Síða 19
Efling björgunarstarfs á Suðurnesjum Þrátt fyrir þetta hélt Stakkur ótrauður áfram sínu striki í þá átt að byggja upp öfluga björg- unarssveit á Suðurnesjum. Vert er að geta þess að þegar þetta gerist er engin starfandi björgunarsveit á svæðinu en þó skráðar sveitir í Sandgerði og Höfnum. Aðalmarkmiðið með stofnun Stakks var að byggja upp og efla björg- unarstarf á Suðurnesjum, sem í dag má sjá að hefur borið góðan árangur. Sú saga er efni í frásögn út af fyrir sig sem verður örugglega sögð síðar. BJÖRGLNARSVEITIN STAKKLR 1968 — 1988 Faxi sagði ítarlega frá björgunarsveitinni Stakki a 20 ára afmœli hennar. Faxi er elsta héraðs- hmarit ísamfelldri útgáfu á íslandi ogstórmerk beimild um sögu og mannlíf á Suðurnesjum á bðinni öld. Stakksfélagar í œfingarferð Björn Stefánsson: Erfið leit Það var kuldalegt um að litast, er Stakks- menn voru kallaðir út til leitar aðfaranótt 8. mars 1969. Frostið var 18°, vindhraði allt að 12 stigum og tveir bátar týndir einhvers stað- ar út af Garðskaga, að talið var. Bátar þessir voru Fagranes frá Akranesi, sem var að korna úr róðri og Dagný á leið frá Hornafirði til nýrrar heimahafnar í Stykkishólmi. Mikil ísing var, og þeir bátar sem náð höíðu landi, voru hjúpaðir tuga tonna klakabrynjum. Talið var, að rekald og gúmbáta gæti borið að landi einhversstaðar á svæðinu frá Stafnesi til Keflavíkur, og var björgunarsveitum raðað á þessi svæði til leitar, því miklu skipti að ná til þeirra sem hugsanlega hefðu komist í björgunarbáta áður en þá ræki upp í kletta. Stakksfélögum var falið það hlutverk að fylgjast með svæðinu milli Garðs og Keflavíkur. Það lenti í hlut okkar Gunnars Mattasonar að vakta þann hluta Bergsins, sem hæst stendur og mest áveðurs, en á hluta þess svæðis er nú að rísa höfn. Þarna þræddum við bergbrúnina fram og aftur í samtals 18 klukkustundir og skyggndumst eftir reka. Aðstæður voru eins og þær gerast allra verstar. Stöðug ágjöf og sjórok var yfir brúnina og allt sýlað og svellbólgið, en eins og fyrr segir var afspyrnurok og brunagaddur. Erfitt var að fóta sig á flughálu grjótinu og iðulega urðum við að fleygja okkur niður á milli steina og ríghalda hvor um annan, til að vindhviðurnar feyktu okkur ekki fram af brúninni. Við áðum nokkrum sinnum smástund í dyraskoti vitans og nörtuðum í beinfreðnar appelsínur en þar kom að Gunnar varð að hætta þeirri iðju, því svo var fast frosið saman anorakshettan og hár Gunnars og skegg, að hann gat ekki lengur opnað munninn nægilega til að geta bitið í appelsínuna. Því miður bar þessi erfiða leit ekki árangur, en þó fundum við, undir það að leit var hætt, gaskút og lestarborð í hellisskúta í Bergvík. Var það talið vera úr öðrum livorum bátnum. Einnig fundu Eldeyjarmenn úr Höfnum björgunarhring úr Fagranesinu við Garðskaga. Fleira er mér ekki kunnugt um að fundist hafi. í þessum hörmulegu sjóslysum týndust sex vaskir sjómenn.. 1 SBK hópferðir / bílaleiga / feröaskrifstofa • Grófin 2-4 • 230 Keflavík • Reykjanesbær • Sími 420 6000 • Fax 420 6009 • sbk@sbk.is 53 c 0 i hópferöir • bílaleiga • ferðaskrifstofa FAXI 19

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.