Straumar - 01.07.1927, Qupperneq 7

Straumar - 01.07.1927, Qupperneq 7
STRAUMAR 101 prófessor, dr. phil., Pál Eggert Ólason (sjá Menn og mennt- ir IV, bls. 651—655). Kveðskapur síra Jóns sýnir oss innilegan trúmann, gæddan miklum mannkostum. Eigi þykja ljóð hans þó ávalt sem vönduðust að formi. Samtíð hans hefir metið þau mikils, en nú heillar megnið af andlegum kveðskap þeirrar aldar lítt hugi annara en fræðimanna. Síra Jón var talinn mikill gáfumaður og afbragðs ræðumaður. Synir hans voru merkir gáfumenn, síra .Tón á Melum, síra Þorsteinn í Holti undir Eyjafjöllum og Jón Vestmann, sem Tyrkir námu á brott ásamt móður hans. Hann þótti hugvitsmaður mikill og komst til vegs syðra, en fór síðan tíl Danmerkur og gekk þar í konungsþjón- ustu (sbr. Tyrkjaránið á íslandi 1627, Rv. 1906—9, bls. 317—33^ (Jtalinn er þó einn frægur niðji síra Jóns, .éótt- -»ísona^sonur hans, sem virðist hafa kipt í kynið til lang- afa síns um mælskulist, Jón Skálholtsbiskup Vídalín. Sigurður Skúlason mag. art. Gluðbrandur biskup Þorláksson, dáinn 20. júlí 1627. Á þessu sumri, 20. júlí, eru þrjár aldir liðnar síðan Guðbrandur Hólabiskup Þorláksson andaðist. Hann sat lengst á biskupsstóli allra þeirra, sem bisk- upar hafa verið á landi hjer, 56 ár. Og á hverju starfs- ári afkastaði hann meiru en flestum öðrum auðnast, svo að”eigi er kyn, þótt viða sæist eftir hann sporin, og margt bæri menjar hans. Æfi hans var svo viðburðarík, að þess er enginn kost- ur, að segja sögu hans í stuttri grein. Hann er fæddur 1542 (eða 1541) á Staðarbakka í Miðfirði. Var hann af mjög góðum kominn í föðurætt, en í móðurætt var hann

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.