Straumar - 01.07.1927, Qupperneq 10

Straumar - 01.07.1927, Qupperneq 10
104 STEAUMAR orði hans, og í hverju húsi sátu þeir, sem geymdu minn- ing Jóns biskups en lítilsvirtu Ólaf og lögðu fæð á þann sið, sem hann boðaði. Það var vandasamt sæti fyrir ungling á þrítugs aldri að setjast í. En menn fundu fljótt, að í það var setst fast og óhikað. Þórunn á Grund fær bréf frá unga biskupin- um, er sýna henni, að bezt muni fyrir hana að hafa sig hæga. Og aðrir komust vonum bráðar að hinu sama. Hér var kominn alt annar maður en Ólafur Hjaltason. Gfuðbrandur biskup er engin dýrlingsmynd, tær og lýtalaus, með geislabaug um höfuðið. Hann er kynborinn íslenzkur stórhöfðingi með skörpum dráttum, fögrum og mikilúðlegum en alls ekki lýtalausum. Ekki verður um það deilt, að hann er að gáfum, starfsþoli og viljaþreki einn í fremstu röð þeirra, sem uppi hafa verið á íslandi á öllum öldum. jEn það verður ekki af honum skafið, að sorglega mikið af þessum miklu guðs gáfum eyddist í mála- þras fyrii sjálfan hann og aðrar þarflausar og hugsjóna- snauðar ýfingar við höfðingja landsins. Dekur hans við konungsvaldið var og stórum vítavert og það, hve oft hann gekk á snið við alþingi og sjálfræði landsmanna, enda var ekki yfir því þagað. En alt þetta verður smátt við hlið hinnar risavöxnu aflraunar í þágu hans miklu hugsjónar: Að efla guðs ríki og hans dýrð með þjóð sinni. I þágu þeirrar hugsjónar brautst hann í því, að fullkomna sem bezt prentsmiðju þá, sem hér var til áður. Og svo hóf hann bókaútgáfu í svo stórum stíl, að enginn maður einn á Norðurlöndum mun fyr né síðar hafa verið þar jafnoki hans að tiltölu. Má sérstaklega nefna þar þýðing hans og útgáfu á allri biblíunni 1584 og sæg allskonar guðsorðabóka í bundnu máli og óbundnu. En starf mikilmennanna er ekki bundið við það eitt, sem þeir vinna sjálfir, heldur hleypa þeir krafti gróand- ans í alt, sem umhverfis þá er. Svo var og um Guðbrand. Ágætir starfsmenn spruttu upp alt umhverfis hann, knúð- ir fram af áhuga hans og þeim starfsmöguleikum, sem hann skapaði þeim, menn eins og Arngrímur lærði, frændi

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.