Straumar - 01.07.1927, Blaðsíða 12

Straumar - 01.07.1927, Blaðsíða 12
106 STEAUMAR Prestastefnan 1927 hófst mánudag 27. júní með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, þar sem annar prestur við Dómkirkjuna sr. Friðrik Hall- grímsson prédikaði út af orðunum í Jóh. 20,21. Því næst tók vígslubiskup Geir Sæmundsson synoduspresta til altaris. Kl. 4 e. h. var prestastefnan sett í húsi K. F. U. M. og voru þá komnir til stefnunnar 8 prófastar, 19 prestar og allir kennarar guðfræðideildarinnar — alls 30 andlegr- ar stéttar menn. Síðan bættust níu í hópinn. í upphafi fundar var sunginn sálmur og bæn flutt af biskupi, sem að því loknu gaf ítarlegt yfirlit yfir umliðið fardagaár. Byrjaði hann á því að minnast tveggja látinna mætispresta, séra Eggerts Pálssonar prófasts á Breiðabóls- stað og séra Arna Jóhannessonar í Grenivík, er látist höfðu á fardagaárinu. Af prestsekkjum hefði ein látist á árinu, frú Valgerður Jónsdóttir, frá Völlum í Svarfaðardal. Tala þjónandi presta væri nú 107 og auk þess 2 að- stoðarprestar. Prestaköllin væru alls 111, en 5 væru prests- laus í bili. Af prestaköllum, sem nú væru, ættu þrjú að falla úr sögunni við næstu prestaskifti (sem sé Bægisár-, Sanda- og Lundaprestakall), sainkv. lögum frá 1907; og yrðu prestaköllin þá alls 108, en embættin 109 (þ. e. 2 við Dómkirkjuna). Tveir prófastar hefðu beiðst lausnar á árinu (séra Kjartan í Hruna og séra Páll í Vatnsfirði) og einn látist (séra Eggert Pálsson). í stað þeirra hefðu verið skipaðir þeir séra Ólafur Magnússon í Arnarbæli fyrir Árnespró- fastsdæmi, séra Sigurgeir Sigurðsson fyrir Norður-ísafjarð- arprófastsdæmi og séra Ófeigur Vigfússon fyrir Rangár- vallaprófastsdæmi. — Voru þessir nýju prófastar allir við- staddir á fundinum og bauð biskup þá velkomna í pró- fastsstöðu. Frá síðustu fardögum hefði séra Stefán Jónsson próf. á Staðarhrauni fengið lausn frá embætti, en við pró- fastsstörfum hefði þá tekið, sem settur í bili séra Gísli Einarsson. Þrír kandidatar hefðu vígst á árinu, Sveinbjörn Högnason til Laufáss, Sigurður Einarsson til Flateyjar og Páll Þorleifsson til Skinnastaða.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.