Straumar - 01.07.1927, Qupperneq 14

Straumar - 01.07.1927, Qupperneq 14
108 STBAUMAR Þriðjudag 28. júní hófst fundur að nýju kl. 9 árd. með venjulegum hætti. Þar gaf biskup skýrslu um störf handbókarnefndar (frá 1925) og lagði fram „Bráðabirgðatillöguru prentaðar frá nefndinni. Var kosin 3 manna nefnd til að athuga þær (sérstaklega guðsþjónustuformið) og í hana kosnir þeir vígslubiskup Geir, séra Kjartan í Hruna og séra Gísli á Stóra Hrauni og skildu þeir skila áliti sínu á síðdegisfundi stefnunnar þann dag. Síðan hófst „prestafélagsfundur11 og stóð fram yfir hádegi. Kl. 4 var aftur settur fundur, og hófst með því, að séra Guðmundur Einarsson á Þingvöllum skýrði frá gerð- um nefndar, sem kosin hafði verið 1926, í „barnaheimil- ismálinuu. Urðu um það allmiklar umræður, sem allar hnigu að því, að kirkju landsins og prestum bæri sérstök skylda til að vinna að því, að ráðin yrði bót á uppeldi vanræktra barna. Var samþykt á fundinum tillaga um 1) kosningu sérstakrar starfsnefndar, sem falin sé yfirumsjón þessa máls og starfi í nafni prestastéttarinnar að því að vekja áhuga manna fyrir þessum málum út á við, afla fjár til starfsins og reyna að koma á föstu skipulagi um land alt til hjálpar börnunum og til eftirlits með uppeldi þeirra, 2) að fermingardagurinn í hverri sókn sé ákveð- , inn með leyfi landsstjórnar, til þess að afla fjár í þessu skyni og 3) að kosin sé sérstök nefnd til þess í samráði við starfsnefndina, að undirbúa og koma á framfæri við alþingi barnauppeldislöggjöf, er sniðin sé eftir staðháttum og þörf lands vors, og henni heimilað að bæta við sig mönnum utan prestastéttar. Þá hófust umræður um breytingu á guðsþjónustuformi samkv. tillögum handbókarnefndar. Nefndin, sem kosin hafði verið til að athuga tillögurnar gerði grein fyrir áliti sínu og kom fram með ýmsar athugasemdir, sem þó að- allega hnigu að breytingum á orðfæri. Urðu allmiklar um- ræður um tillögurnar, en yfirleitt lýstu ræðumenn ánægju sinni yfir þeim. Tillögurnar þóttu til bóta og mundu gera guðsþjónustuna hátíðlegri og hluttöku safnaðarins meiri en hingað til hefði átt sér stað. Lofaði nefndin sem unnið

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.