Straumar - 01.07.1927, Blaðsíða 16
110
STBAUMAR
Krist, guðs son og frelsara mannanna, samkvæmt heilagri
ritninguu.
Vildu sumir ræðumenn að tillaga þessi væri ekki bor-
in upp, en urðu í minni hluta. Var tillagan þá borin und-
ir atkvæði og samþykt með 21 atkv. (4 atkv. voru á móti).
Var þá dagskrá fundarins lokið.
Að fundarlokum flutti biskup bæn og var síðan sungið
versið: „Son guðs ertu með sanniu.
Var þá prestastefnunni slitið.
Kl. 9 um kvöldið komu synódusmenn saman á heim-
ili biskups til kaffidrykkju.
Ský.
Skýin eru sem óráðin gáta. Þau koma skrýdd dýr-
legu geislaskrúði, og þau hverfa aftur í blámafjarska him-
ingeimsins. Þau eru sem fjöll á undralöndum víðáttunnar
og þó eru þau hverful sem snjór í sólbráð. Þau eru sem
vonahallir á vesturleiðum, en hallirnar hrynja, og þar
stendur ekki steinn yfir steini. Þau bærast fyrir léttasta
vindblæ, en eru stundum efri öllum stormum í hálofti.
Þau eru sífelt hin sömu og þó altaf ný.
í æsku sjáum vér sýnir í skýjunum, eins og Leonardo
da Vinci á gömlum, sprungnum múrum, eða kerlingar,
sem spá í kaffikorg. Þær sýnir eru dásamlegar, settar
saman af jarðneskum framtíðarvonum og óljósri þrá, sem
á upptök sín handan hins sýnilega heims, handan rúms
og tíma. En þegar vér eldumst, breytast sýnirnar oftast.
Þá sjáum vér þar aðeins tákn hinnar eilífu hringferðar
lífs og dauða. Og dauðinn gnæfir yfir lífið, af því að vér
óttumst hann.
En er þá nokkur dauði til í þeirri merkingu, sem
vér leggjum í það orð, útslokknun lífsins, andstæða lífs-
ins? Nei, ummyndun lífsins væri réttara að nefna hann.
Alt er breytingum háð, og alt er þó æ hið sama, Hið