Straumar - 01.08.1928, Síða 8

Straumar - 01.08.1928, Síða 8
118 STRAUMAR að leika sér að húsabaki. Illátur þeirra ómar í loftinu. Alt í einu sortnar þeim fyrir augum og þau taka andköf. 1 ofboðslegri skelfingu hlaupa þau hvort í annars faðm. Þau deyja á örfáum mínútum. Andgustur dauðans líður yfir landið, og sólin brosir í heiði yfir vitfirringu mann- anna. Yið förum að tala um þetta, Þjóðverjinn og eg. Hon- um dettur ekki í hug að verja það. Hann lætur í ljós að við vitum minst um þau ósköp sem falin séu af hryllileg- um vígbúnaði víðsvegar í Evrópu. Og í gegnum orð hans má lesa þá hugsun, að við því sé ekkert að gera, sá dagur komi þegar þess alls verði þörf. Undir hávöxnu tré situr Bandaríkjamaður og drekk- ur svalandi drykk. Eg biðst leyfis að mega setjast í skuggann við borðið. Hann er hávær, flámæltur og harð- snúinn i horn að taka. Við tölum um friðarhorfur. Það er alt ósköp einfalt mál fyrir honum, eins og raunar sjálf- sagt öll tilveran. Si vis pacem, para bellum, er þunga- miðja hugsunar hans. Óskirðu friðar, þá bústu svo um, að enginn þori á þig að leita. Hann er 100% Ameríkani. „Stick it out or stick to it“, er allur lífsvísdómur hans. Og í hjarta sínu er hann innilega ánægður yfir Evróp- iskum aumingjaskap í fjármálum, þjóðahatri og morð- vélasmíði, skipulagsleysi og stj órnmálaglundroða. Það er alt eins og vera ber, og hinumegin við Atlantshafið stíg- ur loftvog peninganna um 1% við hvert axarskaft sem gert er í Evrópu. — — Það er haustblær og lauffall í huga mínum, og undarlegur kuldahrollur. í mörg ár hefir mig dreymt um hið nýja mannkyn, hina nýju æsku, sem stigið hefði hrein og hugsjónaelsk upp úr eldskírn ófriðar og hörm- unga, alráðin þess að snúa baki við afglöpum og syndum feðra sinna. Er það aðeins draumur? Eg hefi séð í anda hið ósýnilega samfélag friðflytjendanna í öllum löndum, hina blessuðu hljóðu sveit þeirra, sem vinna verk sitt í yfirlætisleysi og kærleika, að efla friðinn. Eru þeir hvergi til? Lestin þýtur suður á við. Á aðra hönd er Saimavatn- ið, vafið í aftanroða. Hinumegin alsánir akrar og lengst

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.