Straumar - 01.08.1928, Side 9
STItAUMAR
119
í fjarska blár skógarás. Við vegarbrúnina sitja þrjár
stúlkur í þjóðbúningum og eg heyri snöggvast óm af þýð-
um söng um leið og eg þýt framhjá. Litlu seinna sé eg
hvar maður ekur herfi heim á leið yfir akurinn. Það vek-
ur undarlega hlýju í huganum. Og mér verður hugsað til
íslenzkrar æsku, sem á vöggu sína norður við „hið yzta
haf“. Iivernig hún flýr unnvörpum land sitt, blettinn,
sem ól hana og klæddi, flýr viðfangsefnin, sem þar eru,
og viðleitnin hnígur í átt til þeirrar lífsstefnu, sem er
orðin heiminum banvænt böl.
„Frið gaf eg yður, minn frið lét eg eftir hjá yður“.
Eg get ekki gleymt þessum orðum.
Suður við Miðjarðarhaf sitja nokkrir menn og ræða
um frið. Samtímis heimsækir kotríkiskonungur kotríkis-
lýðveldi. Og honum er fagnað með hersýningum og lúðra-
blæstri og fallbyssuskotum. En úti um þorp og bygðir og
strendur, fjarri öllum veizluglauminum eru þeir, sem
akrana sá — og fiskinn veiða, þeir sem gefa mannkyn-
inu brauð, til hvers máls.
Lestin þýtur suður á við. Ómur af klukknahríngingu
líður yfir landið, yfir velli og alsána akra, yfir græna
skógarlundi og blá vötn.
Parikkala 16. júní 1928.
Sigurður Einarsson.
Strandarkirkja. Sjóður hennar var orðinn kr. 41,205,90 um
síðustu áramót. Hefir hann myndast af áheitum einstakra
manna og fer dagvaxandi. Síðasta Alþingi samþykti lög um það,
að á þessu ári og því næsta yrði varið alt að 10 þús. kr. af eign
sjóðsins til sandgræðslu í Strandarlandi.
þann 22. júní var samþykt á héraðsfundi Ámesinga að •
Hraungerði sú yfirlýsing, að fundurinn teldi ráðstöfun þessa á
fé kirkjunnar brot á friðhelgi opinberra sjóða og eignarrétti.
Jafnframt var skorað á biskup, að sjá svo um, að lög þessi yrðu
prófuð af dómstólunum, áður en féð yrði greitt úr sjóði kirkj-
unnar. — Ólafur prófastur í Amarhæli flutti mál þetta á Syno-
dus var samþykt um það tillaga er fór í sömu átt.