Straumar - 01.08.1928, Page 11
S T K A IT M A K
liil
Hvaö þýöir oröið „eing‘etiim“?
pctta gfcti virzt i'ávíslcga spurt. En því er spurningin hér
fram sett, að i rœðu og riti sést þettn alkunna orð þráfaldlega
notað i alrangri merking. það er látið svo, sem með því sé átt
við það, að Jesús Kristur hafi fœðst af einu foreldri aðeins, og
er talfið um „cingetnaðarkenning“. En með þeirri „kenning" á
því ;ið vera slegið föstu, að Jesús hafi engan mannlegan föð-
ur átt.
En þetta er ekkert annað en tvímælalaus misskilningur á
orði því, sem hér er átt við. Orðið „eingetinn" er sem sé alger-
lega óviðkomandi því, hvort Jesús hafi átt mamílegan föður eða
ekki. það táknar samband .Tesú Krists við guð, en ekki það,
mcð hverjum liætti hann fæddist hér á þessa jörð. Orðið þýðir
alveg stuna scm einkasonur, eini sonur, og er notað til þess að
lýsa sérstöku sambandi hans við föðurinn á himnum.
Tii þess að ganga alveg úr skugga um þetta, þarf ekki ann-
að en rannsaka merking orðsins i nýja testamentinu, því að
þaðan er það komið inn í málvenju kristninnar.
Hér verður auðvitað að fara eftir gríska frumtextanum, en
ekki iáta það villa sig, þótt eitthvert ósamræmi kunni að hafa
komizl inn i einstakar nýjatestamentis þýðingar, t. d. okkar
biblíuþýðing.
Gríska orðið, sem hér er um að ræða, er „monogenes", scm
dregið er af monos = einn og genos = kyn, afkvæmi.
Orðið er til utan nýja testamentisins og þýðir þar eini son-
ur cða eina afkvæmi, en er þó jafnvel notað um fleira en börn,
t. d. cini smíðisgripur, eina afrek eða slíkt. Lidtlell og Scott þýða
það í A Greek-English Diclionary: Only-begotten, single, og í
hinni miklu grísku orðabók „Thesaurus Graecae liguae“ er það
þýtt „unigena".
I nýja testamentinu hefir það alveg sömu merking. Nýja
testamcntisorðaliók Schirlitz þýðir þ;ið: „Einzeln, allein geboren,
daher: das einzige Kind, der einzige Sohn. Clavis Novi Testa-
menti Philologica frá 1829 þýðir það: „Unigonitus, quem uni-
cum genuit pater. Grimm: Lexicon græco Latinum 1878 þýðir:
Unigena, unigcnitus . . . ea, gua ipse filius dei est, notione frat-
res non habet.
Öllum þessum orðabókum ber því saman um þnð, að utan
og innan nýja testamentisins þýði orðið: eini sonur, eina bam,
einkasonur.
Framar þarf því í raun og ve.ru ekki vitnanna við. þegar
orðið or notað um Jesú, er það látið tákna hans sérstaka sonar-
samband við guð, sem enginn annar hefir, en stendur ekki í