Straumar - 01.08.1928, Síða 13
S T I! ,\ 1J M A R
1-23
mynd játningarinnar er þar notað unicus. þessi tvö orð, sem
svara til orðanna eingetinn sonur og einkasonur í íslenzku, eru
því notuð jöfnum höndum og enginn munur gerður á merking
þeirra.
Af þessu öllu er það augljóst, að alstaðar œtti að þýða orðið
eins, og samkvœmt íslenzkri málvenju vœri orðið einkasonur
réttast. það myndi og koma í veg fyrir þennan leiðinlega mis-
skilning, sem getið var í upphafi. Kenningunni um yfimáttúr-
legan getnað Jesú geta menn auðvitað haldið jafnt eftir sem áð-
ur. ])aö er henni alveg óviðkomandi.
Að lokum mœtti henda á eitt, sem sýnir hve fáránlegur mis-
skilningur það er, að i orðinu „eingetinn" liggi það, að Jesús
hafi átt mannlega móðtu- aðeins en engan mannlegan föður.
því að ef svo væri, þá ætti hann vitanlega að heita eingetinn
sonur Maríu. En svo er ekki, heldur er hann nefndur eingetinn
sonur guðs, og er mcð því hent á hina einu rcttu merking
orðsins. Magnús Jónsson.
Krino*sjá
Útrýming feðratrúarinnar. Hr. Árni Jóhannsson lýsir óá-
nregju sinni yfir því í 22. thl. Bjarma þ. á., að „hin nýja kenn-
ing“ só sama sem valdboðin i landinu undir yfirskini frjáls-
lyndis, „en feðratrú vorri" útrýmt. Á hann sennilega við það
að við guðfræðideild Háskólans liafa verið kennarar, sem ekki
liafa verið talsmenn neinnar kúgunarstefnu í trúmálum og
hallast meir að hinum nýrri skoðunum. Nú hafa verið valdir til
þeirra embretta þeir menn, sem taldir hafa verið vitrastir og
hest mentaðastir til þeirra lduta, og vœri því hœgt að draga
þá einu ályktun af því, að slíkir menn vilji ekki ljá liðsinni
sitt guðfræði Á. Jóh. Bœði vegna þess að þessir menn skýrgreina
evangelisk-Iúterska trú alt öðru vísi en Á. Jóh. og margs annars
verður rikisvaldinu eigi legið á hálsi fyrir það, að velja þessa
monn í embætti. Miklu skynsamlegra vreri af Bjanna, að salca
guð almáttugan um það, að hafa ekki skapað þessa menn og
alla aðra á nákvœmlega sama vitsmunastigp og Á. Jóh. til
þess að hann gœti vorið ánægður með guðfræði þeirra og kristn-
ina i landinu. Ekki hvarflar það í huga Á. Jóh. sem skynsam-
legast vreri, að láta sér detta í hug að eitthvað kunni að vera
hogið við þann málstað, sem mentaðir menn og gáfaðir vilja