Straumar - 01.08.1928, Blaðsíða 14

Straumar - 01.08.1928, Blaðsíða 14
124 STU A 1J M A K ekki líta við. -- Hann einn þykist hafa vit á að boða sáluhjálp- lega kristni í landinu. Hann þykist hafa vit á að kveða upp þann úrskurð að fræðsla sú, sem íslenzk prestsefni hljóti sé röng og óholl. Hvaðan kemur honum myndugleiki til þess? Gott hefði Árni Jóh. af að minnast þessara orða meistarans: Só sem upp liefur sjálfan sig mun niðurlægjast. Enginn maður mun banna þeim Á. Jóh. og séra Guðmundi á Mosfelli að stofna nýjan prestaskóla. En hitt gæti orðið þeim fróðlegt að sjá, hve margir söfnuðir vildu presta þeirra. Á hvern ber að trúa? í sama blaði skýrgreinir Árni Jóh. trúarlífið í landinu þannig, að hér sé um tvennskonar trú að ræða: trú gamal-guðfræðinga, sem byggi á opinberun guðs í Jesú Kristi eins og sú opinberun sé birt í og boðuð í Ritning- unni, og eins og henni sé viðtaka veitt af endurfæddum manni, og trú nýguðfræðinga, sem byggi einnig á opinberun guðs í Jesú Kristi, en munurinn sé sá, að þeir reyni að samþýða trú- arskoðanir sínar almennum visindum sinna tíma. Og það er að dómi Á. Jóh. að vcita opinberuninni viðtöku eins og óendur- fæddur maður. Ef nú oigi er nægilegt að byggja á þvi, sem báðum flokkum er sameiginlegt að dóini Á. Jóh., þ. e. opinberun guðs í Jesú Kristi — með öðrum orðum: ef það er ekki nægilegt að trúa á Jesú Krist til þess að vera „kristilegrar trúar“, á hvern ber þá að trúa, til að öðlast söluhjálpina? Samkvæmt þessum upplýsingum Árna Jóhannssonar ber að trúa ó hina endurfæddu menn. Sáluhjálparskilyrðið er að haga sér eins og þeir, en ekki að byggja ó opinberun guðs í Jesú Kristi. ]iað ber altaf að sama brunni hjó þessum þröngsýnustu ofstækismönnum. þci r gera kröfu til að vera taldir óskeikulir. þeir ganga með þessa hégómlegu áfergju í blóðinu, að allir trúi eins og þeir, með því telja þcir heiminum borgið. Slík forherð- ing hrokans, hefir æfinlega unnið vont verk á jörðunni og aldrei orðið til nokkurrar blessunar. Hverjir eru svo scm þessir endurfæddu menn? í augum Á. Jóh. eru það vafalaust menn, sem eru lionum samjása. — Jtað er einkenni þessara cndurfæddu manna að gefa út „fæðingar- vottorð" sín sjálfir og hengja þau utan ó sig eins og vöruskilti a öllum strætum og gatnamótum trúmálanna. Minnir það mjög ó ltorða og skúfa Fariseanna. „Veraldarvisindin" t°lja ýmsa þá menn, sem kalla sig endurfædda, ganga með þá tegund geðveiki, sem uefnist trúarbrjálæði (religious insanity). Vist er um það, að sjaldan skara þeir fram úr öðru fólki í siðferðilegri breytni, hógværð eða mannkærleika, enda þótt sumir kunni að vera al- mennilegir menn hvcrsdagslega. Um skynsemi eða dómgreind

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.