Straumar - 01.05.1929, Síða 11
STRAUMAR
73
sjálft við alt og alla, nema hræsnina og hræsnarana. Og víst er
það,að vægur og ástríkur hefir hann verið Nikódemusi og Jósef
af Arimaþia og marga fleiri, þótt þeir væri Farisear og skrlft-
lærðir, og héldi áfram að vera í æðsta ráði Gyðinga og yfirgefa
ekki sinn söfnuð, eða höfnuðu sinni biblíulegu barnatrú; því að
annars er óhugsandi að slíkir menn hefðu gerst vinir hans og
lærisveinar. En þeir liafa iika verið einlægir og þráð að finna
sannleikann í „lögmálinu og spámönnunum". En Jesús — hann
liaíði bæði þekking og vald til að greina í'étt á milli hræsnara
og hreinskilinna; því að guðspjöllin fullyrða, að hann hafi lesið
hugsanir og séð iijörtu manna. En slikt veit eg ekki til að segja
megi um nokkurn annan, nema „Föðurinn" og „Andann", sem
Jesús sjálfur kennir sig við.
En hér af leiðir þá líka, að enginn annar er, né getur verið
bær um að dæma um hugi og hjörtu annara manna, né haft
rétt til vægðarleysis eða háðulegra ummæla um insta liug og
hjarta annara, eða bregða þeim um fáfræði og fáfræðiástundun,
nema þá eitthvað komi ótvirætt. frarn um slíkt í orði eða verki;
og þá ekki heldur nýguðfræðingar gagnvart gamalguðfræðing-
um. peim „gömlu“ er oft núið um nasir, að þeir séu ófrjáls-
lyndir, þröngsýnir og þaðan af verra, ef þcir dirfast að bæra
sig, eða jafnvel að þegja og liika við að gleypa tormeltar, nýjar
staðhæfingar, sem höfundar þeirra og fylgjendur virðast vera
sannfærðir um. Og vera má, að þetta kunni satt að vera stund-
um og um sumt. En er það þá frjálslyndi, er það víðsýni eða
kanske nærgætni og umburðarlyndi, eða þekking og skilningur
sannleikans um mannlegt eðli, þegar þeir „nýju“ og ungu dæma
þá „gömlu" fáfróða ,og huglausa hræsnara fyrir það, að þeir
vilja ekki né geta hlaupiö strax frá barnatrú sinni og „hjart-
fólginni sannfæringu", og sumir eflaust aldrei hér i lifi, og þola
þeim ekki að hafa aðra trú eða skoðun en þeir sjálfir? Er þetta
frjálslyndi eða víðsýni, eða kristilegt hjá einum, fremur i-n
öðrum?
Nei, góðir bræður, þetta á og má ekki svo til ganga. Við
megum elcki eigast við og deila um ágreiningsefni vor yfirleitt,
og allra sízt í trúarefnum, sem flest eru enn full af lcyndar-
dómum, og það heilögum, guðdómlegum leyndardómum, og ekki
verjast og berjast hver fyrir sínum málstað á þennan hátt, sem
þegar er lýst, og allra sízt í þjónustu og nafni Frelsarans, sem
við, eflaust allir, elskum og viljum þóknast og þjóna sjálfum
okkur og sem flestum öðrum til allrar blessunar. Við höfum allir
jafnt allar frumheimildir hinar sömu um hann og lif hans og
lijálpræðisorð og verk, þar sem er Nýjatestamentið og einkum
guðspjöllin, svo að varla getur náð nokkurri átt að bera nokkr-
um kristnum manni, og því síður presti, fáfræði á brýn í þess-