Straumar - 01.05.1929, Síða 16

Straumar - 01.05.1929, Síða 16
78 STRAUMAR prcstlinga úthella nokkrum svitadropum i viðureign við þann „vitra mann", og ætlast til þess, að þeir uppgötvi þá, að engan hafi þeir tíma til að þreyta fangbrögð við Rómverjabréf Páls. Grcin þessi er yíirleitt rösklega skrihið og af hreinskilni er þar mælt og einurð. Ýmislegt bendir samt til, að ekki hafi hinn heiðraði höftnulur grundað t.il hlítar viðfangsefni sitt né hrotið það að fullu til mergjar. Vafasöm er sú kenning, að minka beri nám i gamla testamentisfræðum úr því sem er. Bráðnauðsyn- legt er hverjum guðfneðingi, sem skilja vill Iírist, að kynnast sem bezt þeim jarðvegi, sein hann er sprottinn úr; þekkja siðu og háttu þeirra kynslóða, sem hann starfaði meðal, ancllegt líf hennar og hugmyndir. Sá, sem er gjörkunnur spámannaritum Gyðinga, stendur nær því að skilja Jesú en ella. Sá, sem þekkir sögu síð-gvðingdómsins til hlítar, á sér lykil að mörgu því, sem eríiðast er 1 iI skilnings á í fi'amkomu og starfi Jesú. Kristin- dómurinn verður að skiljast og skýrast við ljós sógulegra rann- sól.na. Verði hætt að kynna guðfræðingi þá jörð, sem hann er vaxinn ), eru opnar leiðir fyrir alla hlinda og fákæna ofstækis- menn að túlka hann samkvæmt eigin hyggjuviti og eigin vilja. Omaklegum orðum er farið um kenslu i kristilegri siðfræði. Sú bók, sem nú er kend i þeirri grein, er raunar stutt en einkar skýr; mun hún önnur en sú, sem kend var í tíð sr. Ragnars. I þessari hók, sem nú er kend, er farið inn á ýmsar nýjustu kenn- ingár í siðfræðilegum og þjóðfélagslegum efnum. Prófessorinn, sem kennir þessa grein, gerir sér auk þess mjög mikið far um að örfa nemondur til umhugsunar og sjálfstæðrar rannsóknar í þessari grein með því að stoina til málfunda innan dcildarinn- ar. .4 þeim fundum eru tekiii til íhugunar ýms af þeim vanda- málum í siðferðilegum, þjóðfélagslegum og trúfræðilegum efn- um, sem efst eru á baugi. Prófessorinn situr altaf sjálfur fund- ina, og tekur þátt i umræðum, en stúdentar innleiða umræður sjálfir. Auk þess heíir próí. Guðm. Finnbogason lesið mjög merk rit með nemendum, sem fjalla um siðferðismálefni og trúarlega heimspeki. Sammála hljótum vér að vera höf. um nauðsyn þess, að guðfræðideild Háskólans fylgist með tímanum og kosti ,kapps um að ky.nna nemendum nýjustu stefnur í andlegum málmn. En seinheppinn er höf., er hann bendir á Antikrist Nietzsches sem rit, er stúdentar þurfi að þreyta við, og heyri þessuvo tíma til. Kenningar Nietzsches liafa verið ásteytingarsteinn guðfræðinga og annara alt til vorra tíma - en rödd hans hefir fluzt inn i riki þagnarinnar. Kenningar lians og lífsstefna til- heyrir fornum tíma. Sá, sem les Zarathustra eftir Nietzsche eða Antikrist reikar meðal rústa gengins tíma. Striðið með öll- um þ(“s trylta leik, sem þvi var sumfara, liefir sýnt mannkyn-

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.