Straumar - 01.05.1929, Qupperneq 17
STKAUMAR
79
inu hversu fagnaðarlaus og galtóm sú lifsstefna var, sem flutt
var af Nietzsche og fleirum fians likum. Hún hefir sannfært
mannanna börn um það, að mark þeirra er það ekki að frarn-
leiða „ofurmenni", sem standi með hœl sinn á hálsum hinna
veikari. En vitanlega eru ætíð að koma fram menn með nýjar
kenningar og ný stefnumið, sem hver stúdent þarf að kynna
sér. Vitanlega væri hjálp í þvi, að v.era leiddur við hönd sér af
sínum kennurum og að vera fræddur um það, hver rök fylgi
stefnu hverri, en þó tel eg hitt æskilogra, að hver stúdent brjót.i
sér sjálfur veg til aukins skilnings á nýjustu vandámálum og
viðfangsefnum. Slikt reyna allir áhugasamir nemendur. Jafnvel
þó að fræðslufyrirkomuiag guðfræðideildarinnar væri eitthvað
úrelt, er ærið svigrúm gefið hverjum ötulum nemanda að þroska
sig i hverja þá átt, sem hugur hans girnist helzt. Hann á að-
gang að ágætu hókasafni. Hann á opna leið að dyrum hvers
prófessoranna, sem er, og gefa þeir eftir beztu vitund greiðlega
leiðbeiningar um alt það, er náminu viðkemur. P. p.
Hver drap Goliat? Mikið fjaðrafok hefir orðið í ensku kirkj-
unni út af „New Commentary on the Holy Scripture", sem
Charles Gore biskup, ásamt fimmtíu meðritstjórum hefir gefið
út. Er þar meðal annars dregð i efa, að Davíð hafi vegið Goliat
(sbr. 2 Sam. 21. 19), að jörðin hafi verið sköpuð og heimurinn
allur á sex dögum. Nóaflóðið hyggja þeir að naumast hafi tekið
yfir allan hcim og telja mjög mikinn vafa á að Móses hafi
skrifað alt fimmbókarritið, þar sem meðal annars er skýrt frá
dauða hans sjálfs. Alveg neita þeir sögunni um Babel, og Metú-
sala þykir þeim hafa orðið lygilega gamall. Balthazar segja
þeir að hafi enginn verið til og leggja að jöfnu söguna uin
ösnu Bileams og hest Achillesar, sem bæði kváðu hafa spáð
fyrir um ófarir húsbændanna.
Ensku blöðin hafa staðið á öndinni yfir riti þessu og húast
nú vist bráðlega við dómsdegi. Jtví jafnvel — segja þau :— ka'l-
ar skýringari'itið söguna um Jónas, er lifði í kviði hvalfiskj-
arins, æfintýri! Mikil er nú vantrúin að verða!
það er merkilegt fyrirbrigði, og virðist bera iélegan vitnis-
burð þekkingu allri og kennimensku ensku klerkanna, að dag-
blöðin skuli glápa á slíkt rit eins og tröll á heiðríkju, og alþýða
manna verður hissa, er hún heyrir slíkar skoðanir nefndar.
því að síðan á dögum Wellhausens, hefir öllum sæmilega
mentuðum guðfræðingum verið þetta ljóst — og allir vísinda-
legir guðfræðiskólar hafa um fjórðung aldar komist mjög að
sömu niðurstöðu og skýrngarrit þetta. Segir „The CTmrchmann"
sem er frjálslynt málgagn biskupakirkjunnar, að engum guð-
fræðingi, sem útskrifast hafi síðustu 25 árin, muni koma þess-
ar skoðanir á óvart. „Eri vér húunist við því“, bætir ritið við,