Straumar - 01.05.1929, Page 18

Straumar - 01.05.1929, Page 18
80 STRAUMAR „að margir klerkar muni finna til þungrar ábyrgðar yfir því, að gefa söfnuðum sínum nokkuð til vitundar um niðurstöður bibl- íurannsóknanna. Einmitt það, að slikar nýjungar koma fyrst á óvart í dagblöðunum, sýnir hvað glegst þenna heimskulega ótta þeirra við að „rifa niður trú safnaðarins". En eina afloiðing’ii af þessu og svar allra skynsamra manna við slíkum ótta prest- anna er auðvitað vaxandi vantraust á kennimensku þeirra og sennilega einnig gys að andlegum aumingjaskap þeirra". B. K. Siöfræði Hallesby. Norski guðfræðingurinn dr. O. Hallesbv hefir nýlega gefið út kristna siðfræði, sem mjög hefir verið deilt um i því landi. Einkum eru það ummæli lians um styrjaldir, sem valdið hafa andmælum. þykist liann að vísu vera hlyntur alþjóðlegri friðarstefnu, en telur þó rétt að æfa her „til varnar". Hann kallar andúð gegn hverskonar hernaði „sjúka einstak- lingshvggju", en vill þó að kristnir menn varist þá föðurlands- ást, sem sé of eigingjöm. Dansleikhús og spil, sem ýmsir eldri siðfræðingar hal'a talið ti! „Adiafóra" (þ. e. það sem hvorki cr gott né ilt og gerir þvi ekkert til i siðferðilegu tilliti) dæmir Hallesby mjög stranglega. I-Iann segir að bókmentir og leikhús hafi unnið kappsamlega að því, að spilla siðferðilegri heilsu þjóðarinnar og leggur hvorttveggja, leiklistina og hókmentirn- ar, til jafns við dans og spil, sein hanh segir að sé „tvær aðrar viðhjóðslegar landplágur i Noregi". Ennfremur segir Halleshv, að öll einingarviðleitni kirkjunnar á siðferðilegum og félagsleg- um grundvelli sé skaðleg, því að hún rugli trúuðum og vantrú- uðum saman í eina hjörð! Líklegast ímvndar hann sér að þetta geti orðið til stórhaga á dómsdegi. Dr. Iiallesby er átrúnaðar- goð þröiigsýninnar i Noregi. Prestaköll. Um þingeyrarprestakall sóttu prestarnir Sigurð- ur Z. Gíslason i Dalaþingum og Sigurður S. Haukdal í Flatey. Kosning hefir nýlega farið fram og var sira Sig. Z. Gíslason löglega kosinn með 175 atkv. — Um Norðfjarðarprestakall er einn umsækjandi, sira Jakob Jónsson frá Djúpavogi. — Síra Páll Stcphensen, Holti í Önundarfirði hefir sagt af sér prests- skap frá næstu fardögum. Hann var fæddur 1862 og vígður 1886. — Umsóknarfrestur um prestakallið er útrunninn, og eru umsækjendur tveir: Sira Óli Ketilsson í Ögurþingum og cand. theol. Jóri Ólafsson. Um Borgarfjarðarprestakall á Mýruin sækja þessir: Síra Björn Magnússon, Prestsbakka, sira Gunnar Árna- son, Æsustöðum og cand. theol. Einar Magnússon. þegar hlaðið er að fara i pressuna, fréttist lát sírq Einars Friðgeirssonar á Borg. Verður hans minst nánara í næsta hlaði. Prentsmiöjan Acta — PJ2ÍI.

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.