Árblik

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Árblik - 01.05.1930, Qupperneq 6

Árblik - 01.05.1930, Qupperneq 6
6 ÁRBLIK En maðurinn, sem bætti skó draup höfði sínu er hann heyrði þetta og honum vafðist tunga um tönn. því liann var ekki allskostar Iaus við ótta. „ Jeg er ekki nema skósmiður, herra, og ekki fær um að stjórna. Og jeg er mjög ánægður með lítil- fjörlegan blett á þessum björtu stöðvum, sem sannarlega eru Himnaríki fyrir menn eins og mig. En hinn hái Andi sagði: „Fyrir þessi orð ein ættir þú upphefð skilið. því vita skaltu að sönn auðmýkt er þeim hin öruggasta hlíf og skjöldur, sem settir eru til að stjórna á æðri sviðum. En þú átt fleiri vopn en þessi, sem fremur eru til varnar. Vopn til sóknar hefir þú einnig búið þjer í jarðlífi þínu. þegar þú sast við að bæta skó var það ávalt í huga þínum að leysa þetta verk svo vel af hendi að skórnir gætu enst sem lengst og sparað fátæka noanninum fje, sem átti þá. þú hugsaðir meira um þetta en borgunina. þetta varð að vana þínum. Og þessi vani varð eins og hluti af sjá'fum þjer og skapgerð þinni. Hjer eru slíkir mannkostir ekki lítils metnir. Einnig var svo að enda þótt þjer veittist oft og einatt fullerf- itt að greiða hverjum sitt þá sástu þó við og við af e'num eða tveim dagsstundum þínum til þess að hjálpa kunningjum þínum við eitthvað verk eða þá tíl þess að sitja hjá veikum. Stundirnar, sem þú notaðir þann- ig vanstu seinna upp með vinnu þinni við kertaljós á kvöldum. því að þú varst mjög fjelitill. Hjeðan veittum við einnig þessu athygli vegna sívaxandi birtu sál- ar þinnar. Slíkt sjáutn við frá þessum stöðum. Og fagrar og bjartar eru sálir þeirra, sem Iifa rjettilega,endimmar þeirta manna, sem lifa vondu lífi. — — Jeg gæti vel sagt þjer frá mörgu öðru, sem þú gerðir og vegna hvers þú gerðir það. En látum þetta nægja í bili meðan að jeg segi þjer til hvers jeg er send- ur. Á þvi sviði, sem bókin seg- ir frá, bíður þín hópur manna. þeir hafa verið þjálfaðir og kom- ið skipulagi á flokk þeirra. Hlut- verk þeirra er að fara við og við á svið ekki langt frá jörð- unni til þess að taka viðöðrum, sem nýlega eru komnir. þeim er æt!að að athuga þessa ný- komnu og fara með hvern til þess staðar, sem lionum hentar. þeir eru reiðubúnir að fara á stað hvenær sem þarf og bíða aðeins eftir leiðtoga sínum. Kom þú, kæri vinur, jeg skal vísa þjer veginn þangað sem þeir bíða. þá kraup hinn til jarðar við fætur sendiboðans, tárfeldi og

x

Árblik

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árblik
https://timarit.is/publication/680

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.