Árblik - 01.05.1930, Blaðsíða 10

Árblik - 01.05.1930, Blaðsíða 10
ÍÖ ÁRBLIK Fjeiag okkar er stofnað upp af þeirri sannfæringu, að með sálarrannsóknum síðari ára hafi fengist vissa um framhaldstil- veru mannanna eftir dauðann, og að sú vissa sje svo mikils- verð, að ekki megi undir höfuð leggjasl að reyna til þess að kynna hana þeim, sem eftir shku óska og að því leyti, sem föng eru til. Fyrir því er það, að ekki ein- unKis andahyggjumönnum er greið leið inn i fjelagið, heldur og öllum þeim, sem til þess hafa löngun að kynnast helstu niðurstöðum sálarrannsóknanna og þeim megin kenningum, er gegnum þær hafa komið um lifið eftir dauðann. En vitanlegt er það, að sú fræðsla, sem Árblik vill leitast við að veita um þessi mál, er minst fengin við eigín raun, heldur sótt að miklu leyti í rit og reynslu sumra þeirra inanna, sem rannsóknirnar hafa rekið leng3t og nákvæmast. þegar þess er gætt, að á okk- ar jörð deyja árlega um 30 milj. manna, að mennirnir hrynja — eins og óstöðvandi flaumur fossins — inn í regindjúp óviss- unnar og ósýnileikans, er þá furða þótt menn spyrji eins og skáldið: »Er nokkuð hinum meg- in ?« Er furða þó manns andinn leit- ist eftir að fá úr þelrri spurn- ingu leyst? Og er að undra þótt nokkurs þyki um vert, þeg- ar utan úr hinum huldulieimum kemur boðskapur um það að ást- vinir okkar, sem horfnir voru niður í myrkur grafarinnar — að mörgum fanst að fullu og öllu — sjeu enn jafn lifandi og áður, haldi áfran að unna okk- ur sem fyr, vera okkur nálægir og vernda okkur að einhverju miklu leyti, og að þessi boð eru flutt af svo römmum rökum, að þau standast eigi aðeins gagn- rýni okkar og vantrú, heldur hina ströngustu tortryggni og skýringartilraunir vísindanna, sem ekkert framhaldslíf vilja viður- kenna oft og tíðum. það er um þessa oglíka þekk- ingu, sem við andahyggjumenn og aðrir víðsýnir áhugamenn og konur um andleg mál höfum sameinast. Fundir eru haldnir einu sinni i mánuði þar sem ofanrgeind efni eru rædd Leitast hefur verið við að fá öðru hvoru híngað fyrirlesara og þá helst úr Rvik, oð nú innan skamms tíma er hingað von frú Aðalbjargar SigurðardóWr, ekkju Haraldar heitins Níelssonar, setn helur í hyggju að flytja hjer nokkur erindi, m. a. um sann- anir þær, sem maður hennarlát- inn hefur fært fyrir tilveru sinni

x

Árblik

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árblik
https://timarit.is/publication/680

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.