Austurstræti - 23.06.1938, Page 16

Austurstræti - 23.06.1938, Page 16
AUSTURSTRÆTI AL T A F sér maður öðru hvoru í blöðunum kvartan- ir yfir því, hve hirðulaust fólk sé í umgengni sinni um Aust- urvöll, og er það síst að ástæðu- lausu. Það er gremjulegt að sjá hvernig fólk treður sundur gras- svörðinn með fram gangstígun- um og umhverfis styttuna. En því í ósköpunum ráða ekki for- ráðamenn bæjarins bót á þessu. Ekkert virðist þó auðveldara. Mig minnir að einhver hafi stungið upp á því að raða fall- egu hraungrýti með fram stíg- unum. Það væri ágætt. Einhver falleg girðing verður að að- ski'lja. Hún þyrfti ekki að vera nema öklahá. Og það er blátt áfram óforsvaranlegt að girða ekki umhverfis styttuna. Slíkar girðingar gætu jafnvel orðið til auga. En ég vil hafa sjóinn með“. Jón var vandaður sómamaður um rnarga hluti, og því margt vel um hann. mikillar prýði. Og það er nú enn jþá þannig með okkur íslendinga og menningu okkar í stóru og smáu að við þurfum greinileg- ar girðingar til að geta haldið okkur á vegum almennrar kurt- eisi. ★ PAÐ ber flestum saman um e að Tjörnin og umhverfi hennar sé einn fegursti staður bæjarins. Því undarlegra virðist hve lítið er gert til að fullkomna þessa bæjarprýði. Hugsum okk- ur að hölmurinn væri stækkað- ur svo sem 3—4 sinnuni og þar reistur fallegur sumarveitinga- skáli og svo falleg nýtízku brú lögð út í hólmann frá eystri bakkanum. Enginn vafi er á því að þetta yrði einn vinsælasti hvíldarstaður Reykvíkinga. Það þarf ekki annað en benda á Hressingarskálagarðinn, sem þrátt fyrir það að hann er inni- lokaður milli gamalla og ljótra húsa, er uppáhald allra bæj- arbúa. Það mundi því, auk þess að vera bæjarprýði, geta orðið arðvænlegt fyrirtæki hvort sem bærinn eða einstaklingar rækju það. ★ 16

x

Austurstræti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.