Austurstræti - 14.07.1938, Qupperneq 9

Austurstræti - 14.07.1938, Qupperneq 9
AUSTURSTRÆTI FÓLKIÐ í BORGINNI I. Ungu stúlkurnar. IV. Hugrekki ungu stúlknanna. Meðan ungu stúlkurnar eru enn til umræðu, langar mig til að leggja örfá orð í belg. Ég heyri og sé daglega að reyking- ar og vínnautn fara í vöxt með- al þeirra og það svo að nú virð- ast þær í engu gefa karlmönn- 'unum eftir á því sviði. — Mik- ill þorri fólks hneykslast mjög á þessu, sem ef til vill er von- legt, einkum fólk af eldri skóla og út á landsbygðinni. En þó að ég sjálf hafi hvorki drukkið eða reykt um dagana, ekki svo mikið sem eitt staup eða eina sígarettu og hafi hálfgerðan við- bjóð á því, get ég ekki varist þeirri tilfinningu, að nærri ligg- ur að ég dáist að þessum ungu stúlkum, sem hafa þann kjark að brjóta svo allar áður viður- teknar velsæmisreglur og fara að lifa lífi sínu á sama hátt og karlmennirnir. — Ég undrast þetta stórlega og get ekki var- ist þeirri hugsun, að í raun og veru séu þær alls ekki áfellis- verðari en karlmennirnir. Vit- anlega eiga þær að hafa sama réttinn til að eyðileggja sig og heilsu sína og þeir. Væri ekki reynandi að karlmennirnir gengju á undan með að hætta þessu. Það eru þeir sem aðallega hneykslast á ungu stúlkunum og þó eru það þeir sem hafa kent þeim þetta. Kona af gamla skólanum. V. Mér finnast ungu stúlkurnar í Reykjavík „agalega smart“ eins og þær segja sjálfar. — Ég hefi dvalið í nokkrum stórborgum álfunnar og í mörgum erlendum bæjum, af Reykjavíkur stærð. Og ég held mér sé óhætt &ð fullyrða að ungar stúlkur hér eru óvenjulega ,,smartar“ og smekklegar í framkomu og klæðnaði, }— jafnvel svo að af ber. — Ef til vill eru þær þó sumar að verða full djarflegar í tali, svo að margar þeirra ,,ballanséra“ bókstaflega á takmörkun þess, sem jafnvel í frjálslyndum hóp er talið sæm- andi stúlkum í ,,kultiveruðum“ félagsskap. — Og ennþá bregð- ur því miður fyrir töluvert víða 57

x

Austurstræti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.