Austurstræti - 14.07.1938, Page 13

Austurstræti - 14.07.1938, Page 13
AUSTURSTRÆTI Æfintýrið í eyðimörkinni. Eftír Duncan Cross. Pramh. „Þetta er eitthvað dularfullt ■og hættulegt, herra,“ sagði Ab- •dullha í óttaslegTium rómi og vildi snúa undan. En Kingston gengdi því engu. Hann knúði Jessabel á stökk og þeysti á móti stúlkunni en þjónninn hreyfði sig ekki þaðan, sem hann var kominn. Hvað eftir annað bar sandhæð á milli Kingston og stúlkunnar, svo að þau misstu sjónar livort af öðru. En loks stöðvaði Kings- ton hestinn á hæðarbrún einni og stúlkan reið á úlfalda sínum þétt upp að hlið hans. — Hann sá að andlit hennar var náfölt og augun loguðu af hræðslu. Undrun og feimni lýsti sér í svip Kingsstons. Svo lyfti hann hattinum og brosti ofurlítið vandræðalega. „Góðan daginn. Það verður víst óþolandi hiti í dag“. Hann vissi ekkert hvað hann átti að segja. ,,Ó! Guði sé lof! — Þér eruð Englendingur". Og samstundis brast hún í ákafan grát. Hún fól andlitið í höndum sér og allur líkami hennar skalf af ekka. En svo tókst henni með sýnilegum erfiðismunum að jafna sig. ,,Við verður að halda áfram. Við megum ekki tefja hér and- artak“, stundi hún upp. „Þeir geta náð okkur innan stundar“. „Náð okkur! — Hverjir?“ spurði Kingston þrumulostinn. ,,Ó! — Það er satt. — Það getið þér ekki vitað“. Hún reyndi að brosa lítið eitt. „Ég er elt af stórum flokk manna, ríðandi á úlföldum. Ég býst við að það séu Bedúinar. Þeir hafa verið á eftir mér alla nóttina“. Kingston leit upp og hvesti augun. Langt út við sjóndeildar- hringinn í þeirri átt sem stúlkan hafði hún komið úr, sá hún úlf- aldariddara sinn bera við loft á einni sanctöldunni sem unga stúlkan hafði riðið yfir. Hann virtist nú koma auga á þau og 61

x

Austurstræti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.