Austurstræti - 30.08.1938, Blaðsíða 12

Austurstræti - 30.08.1938, Blaðsíða 12
AUSTURSTRÆTI Al þýð u kveðskapu r. Allir þeir sem aumra geð örfa og létta sinni, taka launin tíföld með í tíma og eilífðinni. ★ Þróttur sálar felst í tefldu tafli. Töpuð skák er flogin undir markið Látum því með hugarefldu afjii örfar þrjóta fram í hildarsnarkið. ★ Matth. Joch. orti eitt sinn í gamni eftirfarandi stökur um Guðm. Friðjónsson á Sandi: Fellur §óná freyðandi úr Friðjónssonar stálkjafti. Hellist on’í helv ... Iiann er konungs gersemi. Upp þá stökkur Andsk .. . út úr mökk og svælunni. Iirópar rökkurhöfðingi: „Hver er að slökkva á týrunni“. Gvendur skælir grunina, garpurinn stælir hnefana. Jörkum pælir jörðina. „Ég er að þvæla djöflana". Vitið þér .... að árið 1872 fundu tveir gull- leitarmenn í Ástralíu gullmola í jörðu, sem var 560 þús. króna virði. Það er talið stærsta gull- stykki, sem nokkru sinni hefir fundist. að það er áætlað að allir gimsteinar sem í umferð séu munu vera nálægt 42 tonnum að þyngd. Þrír fjórðu hlutar þeirrar þyngdar munu vera fundnir í námum í Afríku á síðustu 60 árum, en meginið af honum var frá Indlandi og frá gömlum tímum. að Feneyjar eru ekki eina borgin í Evrópu, sem byggð er á eyjum. Amsterdam er t. d. byggð á 90 eyjum, en Feneyjar aðeins á 80. Genf í Belgíu stendur á 26 eyjum og hólmum og Stokkhólmur á álíka mörg- um. að þegar hús brennur í Suð- ur-Ameríska lýðveldinu Chili, þá er eigandinn óðara tekinn fastur og látinn dúsa í fangelsi þangað til fullsannað er, að 116

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.