Austurstræti - 30.08.1938, Blaðsíða 14

Austurstræti - 30.08.1938, Blaðsíða 14
AUSTURSTRÆTI Skopsögur. Frú í Vesturbænum auglýsti íbúð í húsi sínu. Margir komu að skoða íbúðina og vildu gjarnan gerast leigutakar. Frúin var stað- ráðin í því að leigja engum sem ætti barn — eða börn. Ekki fylg- ir það sögunni, hvað hún meinti með þeirri ráðstöfun. Loks kom þar maður með tveggja ára barn á handlegg sér. og óskaði eftir að fá íbúðina. Frúin spurði: — Eigið þér þetta barn, sem þér eruð með? Já, svaraði hann. Jeg á það, og fimm önnur sem eru í kirkjugarð- inum. Vesalings maður, sagði frúin. Ég get ekki vísað yður frá. Það er best að þér fáið íbúðina. Samningur var gerður, og und- irritaður af aðiljum. Húsaleiga greidd að einhverju leyti fyrir- fram. Nokkru síðar — eða á tiltekn- um tíma flutti maðurinn í íbúð- ina. Kom þá með konu sína, sex börn þeirra, og tvær vinnukonur. Frúin varð afar reið, og taldi leigutaka hafa gabbað sig hræði- lega með ósannindum. Sjáið þér til, kærá frú! Ég hef alls engu skrökvað að yður. Konan mín gætti hinna barnanna í kirkju- garðinum, og sá um að þau færu ekki út á meðan ég gerði samn- inginn við yður. Ég sá mér ekki annað fært. Þar sem enginn hús- eigandi vill leigja fólki sem á börn, verður hver einn að taka til sinna ráða með að bjarga af- kvæmum sínum. ¥ Ógiftri stúlku varð þetta að orði, er hún lagðist og tók létt- arsóttína: „Öllu gamni fylgir nokkur al- vara“. Þetta var orð að sönnu, því hún ól þríbura. ★ Afi barnanna kom í heimsókn ug gaf hverju þeirra eiua krónu. Þegar röðin kom að Pétri, spurði afi hans hann að gamni sínu, hvort hann vildi heldur pappírskrónu eða silfurkrónu. Þetta var í þá daga. Pétur: Vefðu silfurkrónuna innan í pappírskrónuna, svo ég týni hénni ekki. ★ 118

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.