17. júní - 01.11.1922, Qupperneq 2

17. júní - 01.11.1922, Qupperneq 2
2 17. JUNI Landsspítalinn. Eitt af þeim máluin, sem ki’efst fram- kvæmda, er Laudsspítalinn. Málið hef- ur nú verið á dagskrá hjá þjóðinni fast að fullum mannsaldri, og þó er því ekki komið lengra, en að vjer tölum irm að koma þessu fyrirtæki í fram- lcvæmd. Alveg einhuga um nauðsyn þessa fyrirtækis liafa menn ekki verið. þáð sýnir meðal annars framkoma þings- ins í málinu frá upphafi vega þess. Framkvæmdum verið liamlað með ýms- um vífilengjum, fyrirslætti um fjeleysi ó- nógum undirbúningi, eða blátt áfram því, að engin þörf væri á slíku sjúkra- húsi. Og þegar málið var til umræðu í þinginu kringum aldamótin, voru að- almótbárurnar gegn því þær, að kæmi þetta sjúkrahús í lieykjavík, mundu landsfjórðungarnir krefjast jafn full- komins sjúkrahúss. Uað var bágborin röksemdafærsla i þessu og ekki mikið framsýni, en það er Jíka einmitt þessi hreppapólitík og skamsýni, sem hamlað liefur fram- kvæmdum svo margra nauðsynlegra mála, og á sök á því, að vjer höfum eklri hraðari fetum nálgast nágranna- þjóðirnar að menningu. Uó er nú svo komið í þessu máli, að nokkurt fje er fyrir liendi, fast að 100 þús kr., sem verja á til áhaldakaupa eða annars til hins fyrirhugaða sjúkra- húss. En fje til aðalframkvæmdanua verður ríkið vitanlega að annast, eins °g það líka verður að sjá fyrir resktri þess, er það er komið upp. Stjórnin og meirihluti þingsins mun afsaka framtalrsleysið i máli þessu með {)vi, að ekkert fje hafi verið fyrir liendi, og svo vitanlega dýrtíð. Vjer játum að báðar þessar ástæður vega nokkuð í þessu máli, en að þær þó hvergi nærri sjeu ftillgildar. Eða, lieíir ekki verið hafist lianda við Flóa- áveituna þrátt fyrir fjárhagslega örðug- leika, og kostar það fyrirtæki þó eflaust yfir 1 milj. kr. Er þá minni þörf á sjúkrahúsinu en áveitunni? Nei. Bæði fyrirtækin eru nauðsyn- leg, og verður ekki sjeð að ekki Jiefði eins mátt fá fje til beggja sem annars, Og því meiri þörf var á framkvæmd- um í málinu, sem bæði stjórn og lög- gjafarþingi var kunnugt, að vinnule}Tsi afskaplegt var í íteykjavík. Hefði þá nokkuð verið eðlilegra, en að stjórn- in hefði lagt áherslu á fjárveitingu lijá þinginu, til þess að geta hafist 'fram- kvæmda í málinu og grynt nokkuð á vinnuleysinu. Hundruð manna sátu auðum höndum, og liöfðu naumast í sig eða á. Menn skyldu nú ætla að stjörnin hefði ákveðið við sjálfa sig af þessum ástæðum meðal annars að ráða þinginu til fjárveitingar til Landsspítal- ans. I stað vinuu, urðu menn svo að leyta á náðir »sveitarinnar« með styrk til liins daglega brauðs. Er ekki þetta sláandi vottur um það sinnu- og kæruleysi, sem ríkir í íslensk- um stjórnmálum — þetta gamla, að láta reka á reiðanum og tilviljunina eina ráða því, livar lendir. Vjer væntum þess af landsstjórninni, að hún snúi sjer að framkvæmdum í þessu máli, og það af tveim ástæðum: þörfinni á sjúkrahúsi og nauðsyn á að

x

17. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.