17. júní - 01.11.1922, Page 5
17. JUNI
5
ísland útávið,
Uað leiddi af sjálfu sjer með Sam-
bandslögunum 1918, að Island yrði að
hafa ísl. sendiherra í Kaupmannahöfn.
Pað mætti þó nokkurri mótspyrnu
bæði utan þings og innan, en marðist
í gegn að lokum.
Astæðan til þessar-
ar mótstöðu var að-
allega sú, að mönn-
um þótti hjer í of-
mikinn kostnað lagt,
og vildu hafa sama
fyrirkomulag og áður
var, svo ódýra skrif-
stofu hjer í Kaup-
mannahöfn, sem auð-
ið varð. En þetta
fannst öðrum ekki
nægilegt og svo kom
hjer ísl. sendiherra
liaustið 1920.
Margar getgátur
voru um það, hver
mundi hljóta þessa
stöðu og mörg nöfn voru á lofti. Svo
kom útnefningin og höfum aldrei heyrt
neina óánægju útaf henni.
Hr. Sveinn Björnsson var svo vel
þektur á Islandi, fyrir áliuga sinn og
dugnað í ýmsum málum, að mönnum
fanst stjórninni liafa tekist óvenju vel
með völ á manni í stöðu þessa.
Mikil og margvísleg störf eru það,
sem sendiherrum ríkja eru fengin í
hendur, og þurfa Islendingar ekki að
óttast um sín mál í höndum Sveins
Björnssonar.
Sem seudiherra lielir hann verið full-
ti’úi Islands á alþjóðafundinum í Genúa á
síðastliðnu vori og nú seinast á fund-
inum í Kristjaníu, um samvinnu milli
Norðurlanda, er haldinn var í lok f. m.
Er það í fyrsta sinui að Island kemur
fram sem fullvalda ríki á þessum fund-
um. Pá var lika sendiherranum falið,
ásamt hr. Einari H. Kvaran, að fara
til Spánar í samninga-
umleitunum viðvíkj-
andi aðfiutningsbanni
á áfengi. Og ýmsar
aðrar ferðir héfir
hann farið sem full-
trúi ríkisstjórnarinn-
ar eða rikisins svo
sem til Englands i
erindum viðvíkjandi
láninu í fyrra.
Fyrirlestur um Is-
land hjelt sendiherr-
ann í Dansk-íslenska
fjelaginu og seinna
var honum boðið til
Svíþjóðar að halda
fyrirlestur um Island
við háskólann í Lundi. A þessu sjest,
að sendiherrann lifir ekki neitt sjer-
staklega kyrlátu lífi, heldur er á ferð
og flugi.
— Fað var heppilegt fyrir oss Is-
lendinga, að það fjell í hlut hr. Sveins
Björnssonar, að verða hinn fyrsti sendi-
herra íslands hjer í Danmörku. fað
er hjer við talsverða örðugleika að
stríða, svo sem þekkingar- og samúð-
arleysi með landi og þjóð. Vjer erum
þess fullviss, að hr. Sveini Björnssyni
takist að auka á samúð og j skilning
milli þessara tveggja þjóða.