17. júní - 01.11.1922, Blaðsíða 12

17. júní - 01.11.1922, Blaðsíða 12
12 17. JUNI síðustu 10—20 árin, svo sem vatnsveitu, höfn, rafleiðslu o. fl. Hann brá upp góðri mynd fyrir áheyrendum sínum af Reykjavik, en tók það greinilega fram, að vildu menn njóta fegurðar í Reykjavik mættu menn ekki lita niður fyrir sig, lieldur á ramman umhverfis bæinn. — Rað var ekki laust við að vjer kendum í brjóst um borgarstjóra, að þurfa að viðurkenna þetta. Frú Björg' Blöndal. »Tidens Kvinder» flutti nýlega mynd af frú Björg Blön- dal. Var þar getið starfsemi hennar við orðabók Sigf. Blöndals og styrks hennar af sjóði Hannesar Árnasonar, og fer blaðið um hana mjög hlýlegum orðum. Islendingafjelag. Bað hefir altaf öðruhverju verið fjelagsskapur meðal Islendinga hjer í Höfn síðan 1876 eða þar um. Hefir á ýmsum timum verið reynt að koma slikum fjelagsskab á fastar fætur, en hefur ekki tekist til fullnustu. j?ó á það svo að heita um þessar mundir, að fastur fjelagsskabur sje meðal Islendinga hjer, og eru á- kveðnir smáfundir einu sinni í mánuði með dans og öðrum skemtunum, en stærri og margbreyttari fundir á milli. Lestrarfjelag. Dansk-íslenska fjelag- ið ætlar eftir áramótin að opna lestr- arstofu fyrir fjelaga sína í Holbergs- gade 4, þar sem skrifstofa þess er íiú Verður það opið nokkra tíma á dag og eiga menn þar kost á að lesa ísl. bækur, blöð og timarit. A þetta að eins að vera tilraun, og er vonandi að hún takist svo vel, að fjelagið sjái sjer fært að halda áfram. Fjalla-Eyvind Jóh. Sigurjónssonar er verið að leika í Odense og láta blöðin vel yfir meðferð leiksins. Borvaldur Árnason, sem dvalið hefur 3 undanfarin ár við nám á ullariðnað- arskóla í Englandi, lauk fullnaðarprófi í sumar. Porvaldur mun vera hinn fyrsti Is- lendingur er lært hefur og lokið prófi í þessum fræðum. Vonandi verður eitt- hvað fyrir hann að gera á Islandi í þessari grein, nú er hánn hefir eytt miklum tima og fje í að fullnuma sig í iðn þessari. Norðurlanda samvinnan. Sem áframhald af fundum þeim er haldnir hafa verið siðustu árin um verslunarpólitíska samvinnu milli Dan- merkur, Noregs og Svíþjóðar, var hald- inn fundur í Kristjaníu 13. og 14. okt. þ. á. af fulltrúum nefndra ríkja, ásamt fulltrúa frá Islandi, eins og á er minst annarstaðar í blaðinn. Á fundinum voru eftirgreind málefni rædd: Ná- grannalands ákvæðið, tollívilnun milli Norðurlanda, atvinnulöggjöf, skattur á siglingum utanlands, varúðarreglur gegn tvöföldum sköttum, gagnkvæm skylda um að skatta ekki útflutning og siglingar. Veðursæld er hjer' um alla Dan- mörku, hlýtt veður á hverjum degi og frostlaust, með nokkurri þoku stundum fyrst á inorgnana.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.