17. júní - 01.11.1922, Blaðsíða 16
16
17. JTJNT
Næsta tölublað af 17. JUNT kemur
ekki fyr en í janúarmánuði, að öllu
forfallalausu. Blaðið verður fyrst um
sinn selt í lausasölu og kostar 35 aura.
Sölu á blaðinu annast hr. Stefán
Runólfsson, Pingholtsstræti 16.
Blaðið tekur þakksamlega við grein-
um um ýms þjóðmál, stuttum frjetta-
brjefum af Islandi, úr kaupstöðum eða
sveitum og fræðandi greinum um ísl.
fyrirtæki, skóla og þess liáttar. Allar
yrðu greinarnar að vera stuttar, vegna
þess hve rúmið er lítið.
Utanáskrift blaðsins er : Engtoftevej
2, 3. sal, Kbhv. Y.
Mikið er um betl hjer í Kaupmannahöfn
um þessar mundir, ganga menn í hús og biðja
að gefa sjer ýmist peninga eða mat. Og á
götum úti verður maður stundum var við betl-
ara. lJað er vitanlega hið langvarandi vinnu
leysi hjer í landinu, sem á sök ú þessu.
Betty Nansen-leikhúsið hel'ur undanfarið
leikið »1Jjóðníðinginn«. l'að þótti oss gaman
að bera saman í huganum leikinn hjer og ú
íslandi. Storkmann var alt öðruvísi leikinn
hjer en af hr. Jens H. Waagi, og fannst oss þó
vel um leik Waage. Gamli Mortin Kil var
ekki úsvipaður og iieima en þó meira lifandi,
og gerður mjög óhreinlegur. — fað vantaöi
samleikinn á ísl. leiksviðinu.
Livet i Vold heitir leikrit eftir Knut Ham-
sun, sem Folketeatret er að leika. Hefnr rit-
iiöfundur Gumundur Kamban jiýt.t jiað og
sett í sinu og láta blöðin vel af.
l3að eru víða lestrarsöfn hjer í Kaupmanna-
höfn, sem bærinn hefur sett á stofn og rekur.
Hjer geta menn setið og lesið blöð og bækur,
alveg eftir vild og eru jiau opin frá kl. 10 f,
m. til kl. 10 á kvöldin. Menn geta fengið
lánaðar bækur heim til sín af jiessum söfn-
um fyrir 10 aura um mánuöinn.
íað heyrir til daglegum viðburðum um
þessar mundir, að bankar og stærri verslun-
arfjelög missi stórfje eða verði alveg gjald-
þrota.
þannig hefur nýlega staðið hjer í dönskum
blöðum um enskan banka sem nýlega varð
gjaldþrota og varð að loka. Banki jiessi var
notaður af hermálaráðaneytinu enska og alt
hlutafjeð og sparisjóður er þurausið, og það
ekki talið líklegt að bankinn geti greitt meira
til baka af sparisjóðseiginDÍ, en 2 sh. af
hverjum 20. Tapið er áætlað 820,244 sterl-
ingspund.
„Tidens Kvinder11 ílytur alveg nýlega eins-
konar þakkargrein til danskra kvenna, fyrir
sýnda samúð og skilning á málum íslenskra
kvenna; greinin er skrifuð af frú Stein. H.
Bjarnason, og fylgja 2 myndir frá Seyðisíirði
og ein af ísl. stúlku (Ásta málaii) á'upplilut.
það er verkefni fyrir ísl. konur, að koma
sjer upp samkomuhúsi, einskonar miðstöö,
jiar sem konur af öllu landinu mætast, með
það f'yrir augum, að menta og þroska islensk-
ar konur. IJar ætti að vera bókasafn og les-
stofur, fundarsalur, ritstjórn blaðsins og ann-
að Jressháttar. Og Jiað sem ekki ætti að
vanta, væri siíkt hús komið, eru veitingar
fyrir konur, þar sem þær gætu fengið kaffí
og ódýran mat. Konur úr sveitum eru oft i
vandrædum að jiessu leyti, jiegar Jiær koma
til Reykjavíkur. Vjer erum þess fullviss, að
slíkt hús mundi sameina ísl. konur í menn-
ingarbaráttu þeirra og gera Jiær sterkari.
það er vitanlega þarft verk að koma upp
bústað fyrir gamalt fólk í Reykjavik, en að
kássa Jiví saman, eins og ráðgert er vegna
Jirengsla, ætti elcki að líðast.
Ritstjóri: þoríinnur Kristjánsson.
Prentað hjá S. L. Möller,
Kaupmannahöfn.
2SS7BO