17. júní - 01.03.1926, Blaðsíða 4

17. júní - 01.03.1926, Blaðsíða 4
72 17. JUNí sóknaraugum þessa heims. — Hér er það barnssálin — jafnvel þó Drengur Gunnars lifi fram á fullorðinsár — og jafnvel þó vér hinir, sem lesum, vildum breyta sögunni og bæta við hana í hugskoti voru. Drengurinn er drengur þó vér hugsuðum oss að hann lifði fram á öldungsaldur, hann er óhugsandi öðruvísi en sem barnið. Hann fer burtu — burtu frá vorinu— fylgir ísnum, sem tekur hann með sér í helförina norður í haf. En það kemur í sama stað niður, hvort maður hugsar sér hann með höfundinum horfandi móti dauðanum á hafísnum, eða hvort maður hugsar sér hann sem öldunginn, er hefir fengið hár sitt þakið hrími ellinnar, dauðanum mætir hann alt að einu: með bros móti sól- inni, með frumgróður vorsins ókalinn í hjartanu, með lofkvæði lífsins á vörunum, því hann er barnssálin, sem aldrei til fulls verður skilin af vitringum veraldar þessarar, aðeins lýst af hugnæmu skáldi, sem í list sinni á jafnt hið skarpa flug huga og hyggju og heilaga einfeldni hjartans. — Og nú drenghnokkinn Uggi Greipsson, sem með æsku sinni og speki einfeldni sinnar hefir fylt tvö bindi stórrar bókar? Manni verður ósjálfrátt að stansa hér og spyrja: Er þetta aðalverk höfundarins — er þetta bókin, hið fullkomna, meistara- verkið, það, er allar aðrar bækur hans áttu að undirbúa? Því getur víst enginn svarað — varla sjálfur hann — en oss ber að minnast þess, hversu ungur maður skáldið er ennþá. í stuttu máli er eiginlega alveg ómögulegt að skýra frá þessum tveimur bindum sögunnar um Uggi Greipsson, og þeim áhrifum er þau hafa á athugulan lesanda. Það úir og grúir svo af lífi að maður fyllist undrunar og ánægju — en hvar á að enda og hvar á að byrja? Að lesa — lesa og muna, er hið einasta, sem eg get gert, þegar eg — því miður altof sjaldan — kemst yfir bók svo fulla af auðæfum lífsins. Ennþá eru það barnsaugun, sem sjá, ennþá er það barnshjartað sem bærist í undrun, í gleði, í sorg — ó, hinni sáru sorg barnsins. — En hversu lengi? Sorgin er komin, dauð- inn, alvaran — öll vonsvik lífsins dyljast bak við leiti, reiðubúin til að ríða fram og hasla völl ... Manni ligg- ur við að leggja bókina frá sér og biðja: ó, Guð, vertu náðugur við Uggi! En bænin hjálpar ekki, eg veit það — lífið er yfir manni, búið til rána, í orðunum: „Heim frá kirkj- unni reið Soffía á Grána móður minnar." — Danskur höfundur, er í haust ritaði um síðustu bók Gunnars Gunn- arssonar komst svo að orði: „Nú rit- ar Gunnar Gunnarsson aðalverk sitt". Þar get eg engu spáð um. En eg veit að Gunnar er ungur ennþá að aldri — svo ungur að ennþá getur enginn spáð honum, annað en hans eigin gáfur og snilli, en eg veit líka, að hann er og hefir þegar í mörg ár verið flestum íslendingum, bæði fyr og síðar, betur þektur; þetta hefir gert, að margir útlendingar eiga blátt áfram erfitt með að hugsa sér, að hann sé ungur ennþá. Þegar eg hefi verið staddur meðal

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.