17. júní - 01.03.1926, Blaðsíða 5

17. júní - 01.03.1926, Blaðsíða 5
17. JUNí 73 erlendra manna, þeirra er áhuga hafa á vísindum og listum, hefi eg altaf getað átt víst, að minsta kosti eitt af þremur íslenzkum mannanöfnum, væri þekt, og oftast öll þrjú, en nöfnin voru: Snorri Sturluson, Finnur Jóns- son og Gunnar Gunnarsson. Eg get ekki varist þeirri hugsun, að við frægð þá er Gunnar Gunnars- son hefir sem skáld náð hjá samtíð sinni, er það einkum þrent sem er eftirtektarvert: Fyrir það fyrsta, að hann er fslendingur, í öðru lagti það, að þessi íslendingur þegar á unga aldri hefir unniðsér frægð og hylli hjá svo tugum og hundruðum þúsunda lesenda skiftir, í ýmsum löndum, Flutningurinn ÓLKSLEYSIÐ í sveitunum á íslandi og flutningurinn í bæjina, hlýtur að valda hugsandi mönnum áhyggju. Hvað verður um íslensku þjóðina sem menningarþjóð, tæmist sveitirnar, jarðirnar leggist í eyði. Það yrði fjörtjón fyrir íslenska menning, blóðmissir, sem seint yrði bætt. Það yrði landinu vitanlega líka fjárhagslegur hnekkir. Menn virðast þá líka hafa opnað augun fyrir þeirri hættu, sem af þessu gæti staðið, og hjálp í þeirri neyð munu jarðræktarlögin eiga að vera. Kunnugir menn fullyrða lika, að þegar megi sjá vott um góðan árangur þessara laga. Það væri líka óskandi, að þeir menn sæju rjett, að það værú ekki bara hyllingar, því hjálp á þessu öfugstreymi þarf að koma. þvert ofaní allar venjur, sem eru þannig, að bækur reglulega góðra rit- höfunda fyrst verða þektar og viður- kendar hundrað árum eftir að þeir sjálfir hafa verið huldir undir ein- hverri lítt þektri þúfu, því flestum er svo farið, að þeir taka meira eftir dægraflögri smámennanna en arnsúg mikils anda. — En hið þriðja og síðasta atriði er þó langsamlega hið merkilegasta, að hann á frægð sína og hylli lesenda sinna fyllilega skilið. — Og fyrir þá af löndum Gunnars Gunnarssonar, sem skilja hann og verk hans og meta hvortveggja að verðleikum, er þetta aðalatriði. — 3. 1. 1926. F. Á. B. úr sveitunum. Bæirnir fyllast af fólki úr sveitun- um, sem sækja þangað, vilja grípa gæsina meðan hún gefst — gullið og með því öll þægindi lífsins. Margir þessara manna munu þó hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum. Auðlegðin varð ekki sú, sem búist var við, lífskjörin ekki eins glæsileg og draum- arnir höfðu sagt, beitan á önglinum var girnileg, en fengurinn ekki eins gulli ofinn. Vinnan stopul, launin lá, þægindi lífsins minni en engin. Maður sjer þetta meðal annars á því, hve mikið fje árlega fer til fátækrafram- færis. Vitanlega kemur þó margt ann- að þar til greina, meðal annars sjúk- leiki og elli. En það mun þó enginn vafi á því, að innflutningurinn úr sveitunum á sinn þátt í því, hve gífurlegur þessi liður er orðinn á gjaldalið bæjanna. Hann er að verða

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.