17. júní - 01.03.1926, Blaðsíða 9

17. júní - 01.03.1926, Blaðsíða 9
17. JUNí 77 togaraveiðar og mótorskipa), og út- flutningur fiskiafurða hefur vaxið úr 28,000 tonnum árið 1900 upp í 67,000 tonn árið 1915. Að jarðabótum er stöðugt unnið, þó smátt gangi, og rjómabúum hefur verið komið upp eftir danskri fyrirmynd, sem hefur gert smjörgerð- ina miklu fullkomnari en áður. Fá- einar ullarverksmiðjur hafa verið settar á stofn, en fje skortir til að fjölga þeim, eins og þörf er á. í sínum óteljandi fossum (það er áætl- að, að hinir stærstu þeirra og sem hægast er að ná til muni hafa um 4 milj. hestafla) á ísland því nær óþrjótandi rekstrarafl, svo vonandi er, að talsverður i ð n a ð u r geti í náinni framtíð vaxið þar upp. Bæði dönsk og norsk fjelög með miklu fjármagni hafa og þegar sótt til alþingis um leyfi til að nota suma af hinum stærri fossum. Hingað til (1921) hefur þó vatnsaflið aðeins verið notað til að framleiða rafljós í sumum af bæjunum. S a m g ö n g u r n a r taka' stöðugt framförum, og akvegir hafa nú (meira eða minna) verið lagðir í all- flestum hjeruðum. Brýr hafa og verið bygðar yfir flestar ár (og 1921 var farið að vinna að undirbúningi járn- brautalagningar). Sæsími til Shet- lands var lagður 1906 og ritsímar eru nú ákomnir innanlands, að heita má um land aít. 1917 var og þráðlaus símastofnun reist í Reykjavík. Vita- kerfi landsins er og með ári hverju bætt og aukið, og í Reykjavík hefur verið bygð höfn með nýtísku sniði, hafnarbökkum og lyftivjelum. 1914 var stofnað íslenskt eimskipafjelag, sem 1921 átti yfir 6 eimskipum að ráða. Af s j ú k r a h ú s u m hafa verið stofnuð bæði geðveikrahæli og berk- laveikishæli (á kostnað ríkisins) ásamt nokkrum öðrum minniháttar sjúkraskýlum. Frá 1912 hefur verið algert b a n n gegn innflutningi og tilbúningi á vín- um og öðrum drykkjarföngum, sem hafa meira en 21/4 % af vínandi inni að halda, að undanskildum meðulum og vínanda, sem nota skal til iðnaðar og gerður er óhæfur til drykkjar. Aths. Á þeim fjórum árum, sem liðin eru síðan dr. Valtýr skrifaði þessa ritgerð sína, hafa ýmsar breyt- ingar og framfarir orðið á fslandi, sem grein hans auðvitað nær ekki til. Ritstj. Dönsk leiklist. Eftir Adam Poulsen. ¥-\RóUNARSAGA leiklistar í Dan- ^ mörku er svipuð og í öðrum mentalöndum, kirkjulegir leikir mið- alda taka smámsaman breytingum, og svo fer að lokum, að áhrifa kirkju og dýrðlingadýrkunar gætir eigi lengur. Þegar svo Luðvík Holberg kemur til sögunnar hefst tímabil það, sem enn stendur yfir. Kirkjulegu leikirnir voru með ýmsum hátti. Elstir og einfaldastir voru leikir þeir, sem fóru fram á 3 hjöllum hver upp af öðrum svo sem til að tákna himinn, jörð og helvíti.

x

17. júní

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: 17. júní
https://timarit.is/publication/706

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.