Sjómaðurinn - 01.01.1941, Síða 13

Sjómaðurinn - 01.01.1941, Síða 13
SJÓMAÐURINN 7 'G' G KOM lil Svolvær, stærsta fiskiversins i Lo- foten, í grárri morgunskimu og bærinn var kyrlátur og að1 því er virtisl mannlaus. Sjórinn er kyr og aðeins litlar lötrandi bárur líða frá skip- inu. Himininn er grár og sjóndeildarliringurinn er eins og svörl, hlykkjótt lina. Upp úr hafinu slíga kelttaeyjar með oddhvössum hnúkum, og fannirnar hvíla í hverri skoru frá fjallsrót og upp á efstu gnýpu. Og þarna neðsl í Geitahlíðinni hvilir smáþorpið Svolvær, með hinum mörgu smáhýsum sínuin, geymsluhúsum á stólpum og stærri búsum. Öll standa þau á víð og dreif, skipulagslaust, en hvert þeirra þó á tilvöldum stað, utan i klettunum. Á binni miklu höfn, sem náttúran siálf liefur búið til, liggja bátarnir hlið við hlið, vélbátar m,eð eill mastur og hvítt segl uppi og hvítmáluð stýris- liús. Og þarna liggja líka gamlir Norðurlands- bátar, og sumum er aðeins liægt að róa, en í aðra hefur verið sett vél, þó að opnir séu, og auk þess smá skektur í hundraðatali, spengilegar og hvitar. En nú byrjar hreyfing á bátunum. Fiskimenn- irnir koma upp úr lúkarnum, hrista sig i kuldan- um, færa sig i ldifðarfötin. Sumir kveikja sér i vindlingi, en aðrir kveikja sérl í pipu. Vélaskröltið byrjar með hægum hóstahviðum, og reykjargus- ur koma upp um reykháfana. Merkið er dregið að stöng á eftirlitsstaðnnm, því að klukkan er orðin sex og lit úr böfninni bruna þúsundir báta og stefna til hafs. Þegar maður lítur nokkru síðar til hafsins, er eins og maður sjái heila borg risa við sjóndeildarhringinn, með turnum og stengum, borg, fulla af hreyfingu og lífi — þvi að bátarnir keppast sem mest þeir mega við að komast sem fvrst á miðin, og þeir þjóta fram og aftur, eins og þeir eigi lífið að leysa. Þarna úli á miðunum mæta fiskimennirnir fisk- inum. í stórkostlegum torfum hefur hann ruðst á þessa staði. Ferð hans hefur verið, löng og liörð. Hann hefur sótt úr djúpum úthöfum hingað og m,eð fullan kvið og þungan leikur liann sér á Lo- foten-miðunum frá miðjum jan. og fram i miðjan april - og skyndilega hverfur hann svo einn dag- inn, jafnvel cins skvndilega og að óvörum, eins og þegar hann kom. Fiskurinn getur farið langa vegi. Með fiskamerkingum hafa rnenn komizt að því til dæmis, að einn fiskur fór frá Lofoten og alla leið til Suður-Þrændalaga á 59 dögum, cða um 11 km. á dag. Annar fiskur hafði farinð til Bjarn- areyjar á f>0 dögum, eða 13 km. á dag. Talið er að hægt sé að ráða aldur fiska af hvörnum hans. En m,enn eru líka á þeirri skoðun, að hægt sé að sjá af sérstökum bárum i kvöruun- um, hversu oft þeir hafa hrygnt. Með þessum bælti hefur verið talið að æxlunin fari fram á mjög mismunandi a'ldursskedðum, bjá fiskunum. Að- eins mjög fáir hafa náð fullum þroska um sex ára aldur, en síðan fjölgar fullþroskuðum, fiskum mjög ört alll til 10 ára aldurs, en þá eru næstum allir fiskar fullvaxnir og hafa náð fúllum, þroska. Þó fara sumir fiskar ekki til hrygnunarsvæðanna fyr en þeir eru orðnir 15 ára gamlir, en þeir ern fáir. Fiskar á sama aldri eru mjög misjafnlega stórir. Menn álíta, að fæðuskilyrðin ráði þar mestu um, eu stærðiu ráði siðan þroskanum. Fiskurinn er ekki nein vél. Það er þó föst regla, að kven- fiskurinn er dálítið stærri en karlfiskurinn, og að karlfiskurinn er þó búinn að ná fullum þroska fyr en kvenfiskurinn. Auk Jiess vita menn, að það eru elztu fiskarnir. sem fyrst koma á hrygnunarsvæðin — og þar með þeir þyngstu. Samkvæmt ]>essum rannsóknum hafa þeir fisk- ar, sem ekki sjást i heill ár, annaðlivort verið fisk- aðir, verið teknir af hálcörlum eða öðrum, slíkum óvinum, eða þeir hafa orðið sjálfdauðir. Dánar- talan hefnr verið 40%, en hin allra siðustu ár hefur hún stígið iskyggilega. Menn telja að ástæð- an fyrir þessu séu hinar auknu fiskiveiðar i Senja og Andenes. Árið 1934 byrjuðu Þjóðverjar fyrst fyrir alvöru að stunda togaraveiðar á fiskimiðun- um þarna — og næstu árin á eftir óx togaraút- gerð Þjóðverja og Englendinga ákaflega. Fvrri hluta ársins 1937 fóru þýzkir togarar 900 ferðir til miðanna fyrri utan Vesteraalen og Lofoten og fluttu heim um 90 milj. kg. af fiski. En ]>rátt fyrir hina miklu veiði togaranna úti á hafinu verður þö nokkuð eftir banda hinum, norsku bátasjó- mönnum. Árið 1929 feugu þeir 130 milj. kg. og árið 1937 82 millj. kg. Hæsta aflaárið var 1925. Þá öfluðu Norðmenn á þessum slóðum fyrir um 28 milljónir króna. Margar þúsundir fiskimanna fara til Lofoten i vertíðarbyrjun. Árin 1927 til 1937 kom.u þangað að meðaltali um 26 þúsundir manna, en næstu tvö árin fyrir stríðið fór þeim mjög fækkandi, sem þangað sóttu. Sjómaður gal bafl upp úr vertiðinni um 2000 krónur, en stundum gekk hann þó frá slippur og snauður, og þeir, sem verða fvrir því i fyrsta sinni sem, þeir koma, koma jafnvel aldrei aftur. ' * Af öllnm þessum mörgu vermönnum i Svolvær liafa 10 þúsundir bækistöðvar sinar rétt fyrir utan bæinn, en þar eru um 3 þúsundir litlir og stórir bátar. Allt að 1300 bátar eru i Svolværþorpinu

x

Sjómaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.