Sjómaðurinn - 01.01.1941, Side 15

Sjómaðurinn - 01.01.1941, Side 15
S JÓMAÐURINN 9 (jytbJbdjybi: Falcon-eyjan í Kyrrahafi, sem hverfur við og við. 17 ITT AF EINKENNILEGUSTU landfræðilegu fyrirbrigðunum, sem lieyrst hefur um, er ,,Falcon“-eyjan í sunnanverðu Kyrrahafinu. Þessi eyja fannst og var kortlögð árið 1865 og 20 árum síðar var hún um 290 fet yfir sjávarmál. Árið 1898 hvarf eyjan með öllu, en árið 1900 kom hún aftur i Ijós, og var nú á öllum sjókortum í 13 ár, en 1913 livaf hún cnn skyndilega. I októbermánuði árið 1927 varð eitt af stærstn eldgosum, sem sögur fara af á þessum slóðum, neðansjávar í Kyrrahafinu, og nú kom „FaIeon“- eyjan enn einu sinni i ljós, og að þessu sinni stærri og tigulegri en nokkru sinni áður. Nú er hún um 2 enskar mílur umfangs og 350 metra yfir sjáv- armál. Falcon-eyjan er gýgur mikils eldfjalls, sem einu sinni lá kyrt á botni Kyrráhafsins. Mörg eldgos og hraunbruni Iiafa hyggt eyjuna, þar til hún kom upp úr hafinu. Hún var því hyggð úr ótrvggu efni: ösku og hrauni, og þelta hvarf fyrir stormum og stórsjóum, meðan eldfjallið svaf og framleiddi ekki meira efni i þessa hyggingu sina. Eyjan virðist enn einu sinni dæmd til söniu eyðileggingar og áður. .Tafnvel þó að botn gýgsins sé fullur af sjóðandi hraunleðju, kemur ekki meirí aska úr honum, og ]jar með er sköpun evjarinnar hætt — og hin eyðileggjandi öfl halda stöðugt afram sínu starfi. Tveir amersíkir vísindamenn heimsóttu evjuna. Það voru þeir J. Edward Hoffmeister, prófessor 1 jarðfræði við háskólann i Rocester í New York i'íki og Harry S. Ladd, prófessor i landafræði við hóskólann i Virginia. ),Falcon“-eyjan er i eyjaklasanum, sem kallað- ur er Tonga-eyjarnar. Hún fékk nafn sitt er brezka herskipið „Falcon“ heimsótti eyjar þessar árið 1865, en þá var hún þó aðeins lítið sker. Þegar eldgosið mikla varð árið 1927, voru þessir full og allstaðar sjást hópar sjómanna, sem ræða am, landsins gagn og nauðsynjar, aflann eða afla- leysið, útlitið og æfintýrin. Og þarna við Lofoten gerast merkileg æfintýri á hverri vertíð. tveir vísindamenn að lúka við rannsóknir á eyjun- um, sem þeir höfðu byrjað á árið áður. Þeir á- kváðu að fara til „Falcon“-eyjarinnar og rannsaka hana dálítið. Þeir fóru því til Nukualofa, höfuð- staðarins á Tonga, en Tonga telur um 27 þúsund íbúa, sem eru samtals á um 300 smáeyjum — og standa eyjarnar undir yfirráðum Brela. Allir, sem hafa komið til Tonga eyjanna, lúka upp einum munni um það, að þær séu fegurstu eyjarnar í hinu suðlæga Kyrrahafi. Evjaskeggjar eru friðsamir Polynesar og nútimamenningin hef- ur lítið náð til þeirra, og þess vegna hafa þeir enn ekki rnótast af spillingu þeirri, sem margir frum- stæðir þjóðflokkar verða fvrir, er hin livíta menn- ing kemur til þeirra. Allsráðandi á eyjunum er drottningin Salote Tubou. Við hlið sér hefur hún þing og stjórn og er forsætisráðherrann William Tugi. Ilann er ákaflega vinsæll, enda réttsýnn maður og góðgjarn. Hann fékk undir eins mjög mikinn áhuga fyrir fyrirætlunum vísindamannanna og ákvað hann að gera út heilan leiðangur lil „Falcon“-eyjarinnar og skyldi helga Tonga eyjuna. t leiðangrinum voru 9 m.enn og var Tugi sjálfur leiðtoginn; aðstoðarmenn sjálfra leiðangursmann- anna voru 10 að tölu. Allir fóru þessir menn til eyjarinnar á skonn- ortunni „Fetuualio“. Er þeir komu ])angað, stóð yfir eldgos og kastaðist upp úr gýgnum revkjar- mökkur, svartur sem bik, sjóðandi aska og hraun- leðja. Gýgurinn siálfur var um þetta levti næstum i sjávarmálinu. Leiðangursmönnum þótti ekki fýsilegt að taka land á cvjunni, enda var og mikið brim við landið. Þeir sigldu nú allmarga hringi umhverfis eyiuna, til að finna heppilegan lend- ingarstað. Loks sáu þeir að hvergi mundi vera hægt að draga bátinn á land. og það var þvi ekki um annað að gera en að synda i land. Þetta gerðu þeir, og forsætisráðherrann synti fyrstur og bar á höfðinu ýms vísindatæki prófessoranna. Land- takan gekk vel og fáni Tonga var dreginn að stöng. Var Tugi mjög glaður við þann atburð. Það kom í ljós, að eyjan var stærri en sú, sem áður var þarna, og hafði hún þó ekki verið þarna að þessu sinni nerna nokkra mánuði. Leiðangursmenn gengu nú að gýgnum, en, það var ekki hættulaust, og segja liinir amerisku vísindiamiennj að það hafi verið eins og þeir væru komnir til vitis. Þeim tókst að framkvæma ýmsar rannsóknir, sem þeir hafa siðan skrifað um. En þessi undarlega eyja getur horfið þá og þegar enn einu sinni.

x

Sjómaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.