Sjómaðurinn - 01.01.1941, Síða 19

Sjómaðurinn - 01.01.1941, Síða 19
SJÓMAÐURINN 13 refsingu. Þar setti Cook svín og geitur á land en tók ýmsar vistir. Þaöan lá leiðin til Tahiti, en þeir fundu ýmsar eyjar á leiðinni, fóru þar á land og var vel tekið, og eru margar fnásagnir um það í ferðabókum Cooks. Loks komu þeir lil Tahili og var þar vel tekið. Á eyju þar nálægl var Omai skil- inn eftir. Cook gaf honum að skilnaði nokkrar byssur og’ skothylki, en Omai kunni ekki með það að fara og skaut landa sina og þótti siðar hið versta varmenni þar á eyjunni. I byrjun október 1777 sigldi Cook frá Teliiti og stefndi nú til norðurs og kom við á ýmsum eyjum og gekk þvi ferðalagið seint. Á jólum fann liann óþekkta eyju rétt fyrir norðan Miðbaug og negndi liana því Jólaeyjuna (Christmas). Mánuði seinna, 26. jan. 1778, sá hann livar eldfjallaeyjar risii úr liafi, það voru Havai eða Sandwicheyj- arnar, eins og Cook kallaði þær i liöfuðið á Lord Sandwicli flotaforingja, en eyjaklasi þessi var áð- ur óþekktur. Skipin lögðu að landi og leið elcki iá löngu áður en bátar komu frá landi fullir af mönnum, sem með mikilli forvitni skoðuðu allt, og stálu öllu, sem þeir gátu, en annars voru viðskiptin vinsam- leg. íbúarnir líktust Tahitibúum og töluðu líkt tungumál og þótti þeim Cook það all furðulegt, þar sem svo langt er á niilli, eða yfir 2300 sjóm. Rn eins og kunnugt er, eru Malayar sjómenn ágæt- ir og fara langar ferðir um Kyrraliafið á bátum sínum, og þannig munu þeir hafa breiðst út um alll Kyrrahaf. Cook dvali um þrjár vikur að þessu sinni i Sandvicheyjum, en sigldi síðan norðaustur til stranda N.-Ameríku og i lok febrúar að eyjunni Vancouver í Canada. Þar dvaldi Cook um tveggja mánaða skeið lil að gera við skipin og hvíla skips- hafnir eftir langa útivist. Þeir urðu þar varir við Indiána og áttu nokkur friðsamleg viðskipli við ])á, en Indíánar voru ekki siður slyngir þjófar en Malayarnir, að þvi er Cook segir. Um vorið 1778 sigldi Cook norður með strönd Canada og Alaska og yfir að strönd Asíu, þar sem hann hitti íbúana þar, en þeir nefnast Tsjuktar. Og liinn 11. ágúst sigldi liann norður í gegnum Beringssund og inn í Norðuríshaf, en eftir nokkra daga rakst hann iá isinn. 17. ágúst komst hann norður á 71° n.br. og var það lengra norður en nokkur hal'ði áður komist. Og í heilan mánuð fylgdi liann ísbrúninni en komst ekki lengra til norðurs eða austurs, en það þóttist hann geta séð á isnum, að stórt haf væri norður undan. Hann sneri því við og sigldi suður Beringssund og setti stefnu á Sandvichseyjarnar, til að hafa þar vetursetu og O-Tu konungur á Tahiti. rannsaka þær og kortleggja. Þangað komu þeir seint í nóvember. El'tir nýár 1779 lögðu þeir Cook og Clerke skipum sinum og í Karakakna-firði til viðgerðar og eftirlits. Tókust brátt mikil viðskipti milli Englendinganna og landsmanna, en eyjar- skeggjar voru svo þjófóttir, að til vandræða liorfði. Þó fór vel á öllu fyrst. Dag einn kom prestur einn gamall mn borð, Iagði rauða skykkju á lierðar Cooks og færði honum lítinn grís með allskonar tilburðum og ceremoníum, og mátti sjá, að þetta var einskonar fórn eða tilbeiðsla, enda kom það brátt í ljós að eyjarskeggjar litu á Cook sem nokk- urskonar guð, en ekki skildu skipverjar hvers vegna. En síðar hafa menn komist að raun um að það stóð í sambandi við gamla helgisögn um konung einn, er hét Rono. Hann hafði vegna af- brýðisemi drepið konu sína, og óður af samvizku- kvölum lagðist hann út og drap hvern, sem hann náð til. Að síðustu tók hann hát sinn og sigldi burt, en lofaði áður en liann fór, að liann skyldi koma aftur seinna fljótandi eyju fullri af kókos- hnetum, liundum og svínum. Þessi forna saga lifði i söguljóði á vörum fólksins, og menn væntu aft- urkomu Rono. Þegar nú Cook kom á skipum sín- um, héldu landsmenn að þar væri Rono kominn og tignuðu hann sem guð. Hvar sem hann kom, fleygði fólkið sér í duftið og prestarnir komu og færðu honum steikt svínakjöt að fórn, og til þess að gera það enn lystilegra, tók æðsti presturinn kjötbitana og tuggði þá fyrir hann. En guðinn Rono var heldur lystarlítill á það góðgæti, eins og nærri má geta. En þrátt fyrir guðdóm Cooks héldu eyjarskeggjar áfram þjófnaði sínum. — Hinn 4. febrúar lögðu skipin úr höfn, en urðu að snúa aftur vegna veðurs og skemda, sem „Resolulion“ varð

x

Sjómaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.