Sjómaðurinn - 01.01.1941, Side 26

Sjómaðurinn - 01.01.1941, Side 26
20 S JÓMAÐURINN merki með fánnm, um það, hver stefnan ætti að vera og hversu hratt ætti að fara. Alltaf gáfum við gætur í allar áttir, ef vera mætti að óvinurinn lægi einhversstaðar í leyni. Einkum bárum við kvíðboga fvrir þvi, að kafl)át- ar kynnu að vera á sveimi. Áhöldunum, sem not- uð eru til þess að svipast um eftir kafbátum, hefir verið lýst eins og ósýnilegum fingrum, sem þukla um djúp hafsins. Veðrið var mjög óstöðugt. Oft var þoka og rign- ing, stundum austan vindur, sem ýfði hafflötinn og vaggaði skipinu. Skipin, sem við fylgdum., voru nærri því af öllum stærðum, sum mjög hlaðin, önnur nærri því tóm, og því lengur sem leið, þvi betur geklc þeim að halda hópinn, jafnvel þótt þykk þoka væri eða niðdimm nótt. Skipstjórar á kaupskipum eru ekki vanir að sigla í „fylkingu“. En eftir ofurlitla æfingu tókst þeim það. Eg minnist þess, hversu kom á okkur, þegar okkur barst loftskeyti þess efnis, að kaupskipi frá hlutlausu landi hefði verið sökkt með tundur- skeyti. Seinna fréttum við, að ráðist hefði verið á kafbátinn. Veðrið var skuggalegt. Við höfðum lokið við að fylgja skipunum og sigldum nú af fullum hraða norður á hóginn, til þess slaðar, sem okkur hafði verið visað á. Þegar við komum á staðinn, sem til var vísað, var húið að sökkva kafbátnum og höfðu allir hjargast, nema einn. Hér fylgir frásögnin af þvi, sem fyrir hafði komið: Einmöstruð skúta, vopnuð, hafði verið i her- skipafylgd. Veður var mjög vont. Klnkkan fimm mínútur vfir ellefu varð gufuskip frá hlutlausu landi, sem, var i herskipafylgdinni, fyrir tundur- skeyti. Þeir, sem voru á stjórnpalli skútunnar, heyrðu sprenginguna og sigldu þegar i stað í ótt- ina til kafbátsins. Eftir fárra mínútna siglingu urðu skútumennirnir varir við kafhátinn. Það var ekki um það að efast, þvi að rétt fyrir framan skipið sást turninn. Menn geta liugsað sér veiðihugann, sem greip þá, sem staddir voru á stjórnpalli skútunnar. Kafbáturinn virtist ekki gefa neinn gaum að skútunni, og svo virtist, sem hann væri sérlega kærulaus. Kafhátsskipstjórinn var bersýnilega að horfa á skipið, sem hann hafði sprengt i loft upp, og gaf engan gaum, að skipinu, sem nálgaðist. Skútan var nú komin á þann stað, sem kafbát- urinn hafði farið niður og nú var varpað hverri d j úpspreng junn i af annarri. Slórar loftbólur komu upp, en ekki varð vart við kafbótinn. Meðan þetta fór fram, var eitt skipið úr herskipafylgd- inni að hjarga þeim, sem enn voru á lifi af skip- inu, sem tundurskeytið liitti. Loft var þykkskýjað og töluvert hvasst. Skömmu seinna varð aftur vart við kafbátinn, og var varpað fleiri djúpsprengjum. Um þetta leyti komu tveir hrezkir tundurspillar á vettvang og skömmu seinna franskur tundurspillir. Klukkan hálf þrjú létti til. Þá sást kafháturinn í tveggja sjómílna fjarlægð, og var skotið á hann. Brezk flugvél flaug yfir kafhátinn og voru þá nokkrir menn á þiljum uppi. Flugvélin varpaði niður sprengju og sprakk hún i um 20 feta fjár- lægð frá kafbátnum. Enn var skyggni slæmt og kafbáturinn hvarf annað slagið og loks livarf hann alveg. Þá var siglt þangað, sem kafháturinn hafði verið og voru þar fimm menn, sem héldu sér uppi á sundi. Þeim var hjargað. Skammt frá var stór hjálki og á honum héngu margir menn. Umhverfis hann flaut olia á sjón- um, og var það hersýnilegt, að kafbáturinn hafði farist. Mönnum var bjargað af hjálkanum, og hafði þá öllum verið bjargað, sem á kafhátnum voru, nema skipstjóranum, sem annaðhvort hafði viljað sökkva með kafbátnum,, eða orðið of seinn að hjarga sér. Þýzku fangarnir skýrðu frá þvi, að fyrsta djúp- sprengjan hefði skemmt stefni kafbátsins og gert hann lekan. Meðan þeir voru að reyna að gera við skemmdirnar, sprakk önnur sprengja við hýrðing kafbátsins. Varð hann ])á að fara upp á yfirhorðið og gefast upp. Kafbátum er ekki sökkt á hverjum degi. En sem betur fer eru öll brezk herskip húin tækjum til þess að snuðra uppi kafbáta. Þeir leika sér því ekki að þvi, að ráðast á skip, sem eru í herskipa- fylfíd. Við liöfðum uú komið skipunum, sem við átt- um að fylgja, í örugga höfn og flýttum við okkur fil annars skipaflota, sem við áttum að fylgja heim. Við höfðurh nú séð til sólar og vissum ná- kvæmlega, livar við vorum staddir. Og morguninn eftir hittum við flotann á réttum stað og tiltekinni stundu. Iíeimferðin gekk vel, enda þótt þoka væri. Flestir tundurspillarnir, sem notaðir eru til að fyigja kaupskipum, eru gamlir og ekki búnir nýj- ustu tækjum til sjóhernaðar. Og i stormuin Norð- ur-Atlantshafsins er oft erfitt að halda flotanum saman. Frá þessari ferð eru mér minnisstæðastir menn- irnir, sem ég umgekkst. Þi’eytulegir menn i olíu- stökkum, standandi uppi á stjórnpalli um miðja

x

Sjómaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.