Sjómaðurinn - 01.01.1941, Page 33

Sjómaðurinn - 01.01.1941, Page 33
SJÓMAÐURINN 27 Öryggiskröfur sjómanna á siglingaskipunum. Flekar og flotholt: 1. Að korkur verði notaöur frekar en loftkassar í flekum ef unnt er að koma því við. Aö öðr- um kosti séu höfð mörg skilrúm í loftkössum og tunnum. 2. Á hýerjum fleka verði vatnsþéttur dúnlcur með sávaumhúðinn auk vatns og vista. Enn- fremur rafljósaútbúnaður, blys og flugeldar. Olíufatnaður, skjólsegl, fatapoki, árar og ræði. Björgunarbátar: 1. Björgunarbátar verði útbúnir loftskeytasendi- tækjum er dragi minnst 100 sjómílur að degi til. 2. Korkflol verði á öllum björgunarbátum. 3. í Iiverjum bát verði útbúnaður lil að þétta þá. í bátana verði seltar diesilvélar í stað hrað- kveikjuvéla. 4. Skip er sigla til Ameríku, Spánar og Portúgal iiafi tvo vélbáta. 5. Á kjölum björgunarbáta sé komið fvrir hand föngum eða listum svo að auðvelt sé að rétta þá við í sjó. 6. Að i hverjum bát sé baglabyssa ásamt 100 skotum. Otbúnaður um borð á skipunum: 1. Loftskeytastöðvar eða talstöðvar séu bafðar á tveim stöðum á skipUnum, önnur undir þiljum. 2. Skotbeldur umbúnaður sé um stýrisliús og loftskeytaldefa. Stýrishús rúmi þá sem á verði eru á hverjum tíma og samband úr því við vélarúm. 3. Varðtunna í mastri. 4. Skipin útbúin reykbombum og flugdrekum. 5. Tveir loftskeytamenn séu á öllum skipum er sigla til útlanda. 0. Þrír stýrimenn séu á hverju skipi eða þrí- slciptar vaktir. 7. Tvö skip sigli saman. 3. Morseljósatæki með speglum séu i bverju skipi. 0. Flókabjörgunarvesli séu Iianda bverjum manni um borð í skipinu. Gasgrímur séu í hverju skipi sem siglir á Evrópu. Ofangreindar tillögur eru ræddar við blutað- eigendur, ásamt viðborfi til siglinganna i lieild. — Sérfræðingar Tímans hafa orðið. Tíminn liefir beimskað sig á því nú um nokkurt skeið, að ræða vopnun íslenzkra skipa og siglingar til annara landa, rétt eins og um einhvern leik væri að ræða. Hefir forstjóri skipaútgerðarinnar baldið því fram, að liægt væri að læra að fara með byssur á tveim til þrem dögum, og að mistökum væri um að kenna að nokkur bið hefir orðið íá siglingum og þá sérstaklega til Englands. Yirtust þær aðdrótt- auir eiukum beinast lil forustumanna sjómanna- samtakanna. Svo berir liafa þessir rithöfundar Timans orðið að ábyrgðarleysi með þessum skrif- um sinum, að fæstir hafa virt þá svars. Formaður Sjómarinafélags Reykjavíkur, Sigurjón A. Ólafs-, son, hefir þó gjört á þeim undantekningu og svar- að þeim með mjög röggsamlegri grein í Aljiýðu- blaðinu. Hefir sú grein verkað þann veg á þessa rithöfunda, að nokluirt blé hefir orðið á sókn þeirra um sinn. En meðal annara orða, væri ekki tilvalið, að þessir herrar færu, þó ckki væri nema eina ferð, til að sækja nauðsynjar til annara landa, ef þeir ekki hafa þolinmæði til að skipin séu út- búin svo sem bezl má verða til öryggis fyrir þá sem á þeim eiga að sigla. Skattfrelsi. Fullt skattfrelsi á stríðsáhættuþóknnn er almenn krafa þeirra er sigla eiga til útlanda. Virðist það alveg sjálfsögð krafa, en ]iað þá jafníramt greini- legar fram tekið en verið hefir, að Jieir einir sem sigla um hættusvæðin verði þessa réttlætis að- njótandi. Sjómenn — þið sem siglið! Það hefir þráfaldlega sýnt sig, að þegar á liefir reynt og nota hefir þurft björgunarbátana og flekana, að allmjög hefir skort á að þar væri allt það sem þar á að vera. Vatnsílát stundum tóm — vatnsmálið ónýtt — kjöt og brauð farið — því ver- ið stolið eða það skemmt. Þetta er alvarlegt mál og ætti að kenna, bæði yfir- og undirmönnum, þá sjálfsögðu nauðsyn, að atbuga láður en farið er úr höfn: 1. Ástand björgunartækjanna. 2. Vatnið i köggunum — endurnýja það á liæfi- legum fresti og liafa málið í lagi, því ef til vill þarf að skammta vatnið; það hefir oft komið fyrir. 3. Atbuga vel matarbirgðirnar og meðala og ennfremur blys og rakettur. 4. Ræði og segl — hafa hvorttveggja í lagi.

x

Sjómaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómaðurinn
https://timarit.is/publication/714

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.